Katrín Tanja heldur ræðu á ráðstefnu ESPN Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. september 2019 14:00 Katrín Tanja Davíðsdóttir. Instagram/katrintanja Íslenska CrossFit stjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir heldur áfram að vera í sviðsljósinu í bandarísku íþróttalífi en hún hefur átt heldur betur viðburðaríkt haust. Katrín Tanja Davíðsdóttir var í toppbaráttunni á heimsleikunum í CrossFit í ágúst, gaf út bókina „Dóttir“ í haust, birtist nakin á síðum ESPN í Body Issue í byrjun september og nú síðast var það gert opinbert að Katrín Tanja mun halda ræðu á ESPN W Women + Sports fundinum í október. ESPN W Women + Sports ráðstefnan um konur í íþróttum fer nú fram í tíunda sinn og má nálgast helstu upplýsingar um hana með því að smella hér. Katrín Tanja verður þar í góðum hópi fyrirlestra eða með öðrum konum sem hafa látið til sín taka í bandarísku íþróttalífi. Meðal þeirra er Julie Foudy, fyrrum heimsmeistari með bandaríska fótboltalandsliðinu, WNBA-meistarinn og formaður leikmannasamtaka WNBA Nneka Ogwumike og Robin Roberts önnur af umsjónarmönnum sjónvarpsþáttarins Good Morning America.Katrin Davidsdottir is the first-ever CrossFit specific athlete to be featured in ESPN’s The Magazine annual “The Body Issue!” Learn more about Katrin and her journey to becoming a two-time Crossfit champion in her new book, DOTTIR! https://t.co/mh2nGrbqZ7 — St. Martin's Press (@StMartinsPress) September 4, 2019 Katrín Tanja mun halda fyrirlestur sinn mánudaginn 21. október næstkomandi en ráðstefnan fer fram á Newport Beach í Kaliforníu. Fyrirlestur Katrínar verður á fyrsta degi ráðstefnunnar sem mun alls taka þrjá daga. Katrín Tanja verður síðan á pallborði með Becky Lynch og Monica Puig. Monica Puig varð Ólympíumeistari í tennis í Ríó 2016 en Becky Lynch er mjög þekkt fjölbragðaglímukona og ríkjandi WWE meistari. Katrín er líka búin að gera margra ára samning við NOBULL en hún var eins og flestir vita fyrsti CrossFit íþróttamaðurinn sem fær að vera með í ESPN’s Body Issue. Frægð hennar eykst því með hverjum degi í Bandaríkjunum og virðist okkar kona vera fremst meðal jafningja þegar kemur að sýnileika bestu CrossFit kvenna heimsins í stærstu fjölmiðlunum Bandaríkjanna. Hér fyrir neðan má sjá kappaksturskonuna Danica Patrick á ESPN Women ráðstefnunni fyrir ári síðan.One of the most recognizable athletes in sports - THE @DanicaPatrick - is now live with @HannahStormESPN from the #espnWsummithttps://t.co/PZdvMl73NJ — espnW (@espnW) October 2, 2018 CrossFit Mest lesið Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Fleiri fréttir Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Fremsta íþróttafólk ársins kemur úr fótbolta og frjálsum „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Mest lesið í erlenda sportinu: Króatarnir hans Dags, huggandi Zlatan og svipleg fráföll Býst núna við því versta frá áhorfendum Þurfa líklega að æfa þar sem liðsfélagi þeirra dó Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Dagskráin: Mini Doc stýrir Doczone, Lokasóknin og HM í pílu „Ég hélt ég myndi deyja“ „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Sjá meira
Íslenska CrossFit stjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir heldur áfram að vera í sviðsljósinu í bandarísku íþróttalífi en hún hefur átt heldur betur viðburðaríkt haust. Katrín Tanja Davíðsdóttir var í toppbaráttunni á heimsleikunum í CrossFit í ágúst, gaf út bókina „Dóttir“ í haust, birtist nakin á síðum ESPN í Body Issue í byrjun september og nú síðast var það gert opinbert að Katrín Tanja mun halda ræðu á ESPN W Women + Sports fundinum í október. ESPN W Women + Sports ráðstefnan um konur í íþróttum fer nú fram í tíunda sinn og má nálgast helstu upplýsingar um hana með því að smella hér. Katrín Tanja verður þar í góðum hópi fyrirlestra eða með öðrum konum sem hafa látið til sín taka í bandarísku íþróttalífi. Meðal þeirra er Julie Foudy, fyrrum heimsmeistari með bandaríska fótboltalandsliðinu, WNBA-meistarinn og formaður leikmannasamtaka WNBA Nneka Ogwumike og Robin Roberts önnur af umsjónarmönnum sjónvarpsþáttarins Good Morning America.Katrin Davidsdottir is the first-ever CrossFit specific athlete to be featured in ESPN’s The Magazine annual “The Body Issue!” Learn more about Katrin and her journey to becoming a two-time Crossfit champion in her new book, DOTTIR! https://t.co/mh2nGrbqZ7 — St. Martin's Press (@StMartinsPress) September 4, 2019 Katrín Tanja mun halda fyrirlestur sinn mánudaginn 21. október næstkomandi en ráðstefnan fer fram á Newport Beach í Kaliforníu. Fyrirlestur Katrínar verður á fyrsta degi ráðstefnunnar sem mun alls taka þrjá daga. Katrín Tanja verður síðan á pallborði með Becky Lynch og Monica Puig. Monica Puig varð Ólympíumeistari í tennis í Ríó 2016 en Becky Lynch er mjög þekkt fjölbragðaglímukona og ríkjandi WWE meistari. Katrín er líka búin að gera margra ára samning við NOBULL en hún var eins og flestir vita fyrsti CrossFit íþróttamaðurinn sem fær að vera með í ESPN’s Body Issue. Frægð hennar eykst því með hverjum degi í Bandaríkjunum og virðist okkar kona vera fremst meðal jafningja þegar kemur að sýnileika bestu CrossFit kvenna heimsins í stærstu fjölmiðlunum Bandaríkjanna. Hér fyrir neðan má sjá kappaksturskonuna Danica Patrick á ESPN Women ráðstefnunni fyrir ári síðan.One of the most recognizable athletes in sports - THE @DanicaPatrick - is now live with @HannahStormESPN from the #espnWsummithttps://t.co/PZdvMl73NJ — espnW (@espnW) October 2, 2018
CrossFit Mest lesið Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Fleiri fréttir Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Fremsta íþróttafólk ársins kemur úr fótbolta og frjálsum „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Mest lesið í erlenda sportinu: Króatarnir hans Dags, huggandi Zlatan og svipleg fráföll Býst núna við því versta frá áhorfendum Þurfa líklega að æfa þar sem liðsfélagi þeirra dó Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Dagskráin: Mini Doc stýrir Doczone, Lokasóknin og HM í pílu „Ég hélt ég myndi deyja“ „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Sjá meira