Sigrún er þrítug og Borgnesingur í húð og hár. Hún er reynslumesti leikmaður liðsins og fyrirliði og algjört lykilatriði fyrir félagið að halda henni fyrir komandi tímabil.
Sigrúnu Sjöfn var með 10,8 stig, 7,4 fráköst og 3,4 stoðsendingar að meðaltali á síðasta tímabili en tímabilið á undan var hún með 14,4 stig, 8,7 fráköst og 4,3 stoðsendingar að meðaltali í leik.
Sigrún hefur leikið með Haukum, KR, Hamri, Grindavík og svo Skallagrími síðan 2015. Hún hefur leikið 53 leiki með A-landsliði Íslands en Sigrún missti landsliðssætið sitt í ár.