Nýjar myndir af dökklituðum Trudeau koma fram Kjartan Kjartansson skrifar 19. september 2019 15:49 Upplitið á Trudeau var ekki djarft þegar hann ræddi við fréttamenn um myndirnar af honum máluðum svartur í framan. AP/Sean Kilpatrick Vandræði Justins Trudeau, forsætisráðherra Kanada, jukust enn í dag þegar nýtt myndband kom fram þar sem hann sést með andlit sitt litað svart. Trudeau hafði áður viðurkennt að slíkt væri rasískt eftir að gamlar myndir af honum með andlitið málað brúnt kom fram. Málið hefur hrist upp í baráttunni fyrir þingkosningar sem fara fram í seinni hluta október. Trudeau baðst í gær afsökunar á framferði sínu eftir að myndir birtust af honum með andlitið litað brúnt þegar hann var námsmaður og síðar kennari við einkaskóla í Vancouver fyrir tæpum tuttugu árum. Nýja myndbandið af Trudeau er frá því snemma á 10. áratugnum þegar forsætisráðherrann var á síðunglingsárum eða rúmlega tvítugur. Frjálslyndi flokkur hans hefur staðfesta að myndbandið sé ósvikið. Á því sést Trudeau með svert andlitið hlæja, stinga út úr sér tungunni, gretta sig og baða út höndunum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.Trudeau hefur meðal annars útskýrt hegðun sína með því að hann sé meira fyrir grímubúninga en meðalmaðurinn. Hann hafi þó átt að vita betur en að sverta andlit sitt. „Þetta var eitthvað sem ég taldi ekki vera rasískt á sínum tíma en nú átta ég mig á því að það var rasískt og ég harma það innilega,“ sagði forsætisráðherrann. Farandsöngvarar í Norður-Ameríku hófu að sverta andlit sín til að líkjast blökkumönnum á 19. öld og nutu sýningar þeirra mikill vinsælda á meðal hvítra. Sýningarnar gáfu niðrandi mynd af blökkumönnum og eru taldar hafa fest í sess móðgandi og rasískar staðalmyndir af þeim. Uppákoman nú er ekki eina hneykslismálið sem hefur plagað Trudeau. Hann hefur verið sakaður um að hafa skipt sér óeðlilega að spillingarrannsókn á stóru verktakafyrirtæki. Dómsmálaráðherra í ríkisstjórn hans sagði meðal annars af sér í mótmælaskyni. Trudeau hefur því átt undir högg að sækja í skoðanakönnunum síðasta rúma árið. Kanada Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Sjá meira
Vandræði Justins Trudeau, forsætisráðherra Kanada, jukust enn í dag þegar nýtt myndband kom fram þar sem hann sést með andlit sitt litað svart. Trudeau hafði áður viðurkennt að slíkt væri rasískt eftir að gamlar myndir af honum með andlitið málað brúnt kom fram. Málið hefur hrist upp í baráttunni fyrir þingkosningar sem fara fram í seinni hluta október. Trudeau baðst í gær afsökunar á framferði sínu eftir að myndir birtust af honum með andlitið litað brúnt þegar hann var námsmaður og síðar kennari við einkaskóla í Vancouver fyrir tæpum tuttugu árum. Nýja myndbandið af Trudeau er frá því snemma á 10. áratugnum þegar forsætisráðherrann var á síðunglingsárum eða rúmlega tvítugur. Frjálslyndi flokkur hans hefur staðfesta að myndbandið sé ósvikið. Á því sést Trudeau með svert andlitið hlæja, stinga út úr sér tungunni, gretta sig og baða út höndunum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.Trudeau hefur meðal annars útskýrt hegðun sína með því að hann sé meira fyrir grímubúninga en meðalmaðurinn. Hann hafi þó átt að vita betur en að sverta andlit sitt. „Þetta var eitthvað sem ég taldi ekki vera rasískt á sínum tíma en nú átta ég mig á því að það var rasískt og ég harma það innilega,“ sagði forsætisráðherrann. Farandsöngvarar í Norður-Ameríku hófu að sverta andlit sín til að líkjast blökkumönnum á 19. öld og nutu sýningar þeirra mikill vinsælda á meðal hvítra. Sýningarnar gáfu niðrandi mynd af blökkumönnum og eru taldar hafa fest í sess móðgandi og rasískar staðalmyndir af þeim. Uppákoman nú er ekki eina hneykslismálið sem hefur plagað Trudeau. Hann hefur verið sakaður um að hafa skipt sér óeðlilega að spillingarrannsókn á stóru verktakafyrirtæki. Dómsmálaráðherra í ríkisstjórn hans sagði meðal annars af sér í mótmælaskyni. Trudeau hefur því átt undir högg að sækja í skoðanakönnunum síðasta rúma árið.
Kanada Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Sjá meira