Erlent

Lögmaður Major gagnrýndi frestunina

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Þriðji og síðasti dagur meðferðar hæstaréttar á málum, sem snúast um lögmæti ákvörðunar ríkisstjórnar Bretlands um að fresta þingfundum, var í dag. Niðurstaða liggur ekki fyrir og mun ekki gera fyrr en í næstu viku.

Í yfirlýsingu sem ríkisstjórnin afhenti hæstarétti sagði þó að mögulega yrði þingfundum frestað aftur ef hæstiréttur hnekkir fyrri ákvörðun.

Lögmaður Johns Major, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, var á meðal þeirra sem tóku til máls í dag og stóð gegn ríkisstjórninni. Hann sagði frestunina eingöngu hafa snúist um að koma í veg fyrir að þingið sinnti eftirlitshlutverki sínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×