Íslenskt par segir frá örvandi upplifun sinni af tantranuddi Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 1. september 2019 20:00 Parið svarar í sitthvoru lagi spurningum um upplifun sína af tantranuddi. Getty Í gær birtu Makamál VIÐTAL við Magdalenu Hansen eiganda Tantra Temple á Íslandi þar sem hún talar ítarlega um tantranudd og þann algenga misskilning að fólk rugli því saman við kynlífsþjónustu. Í framhaldi af viðtalinu bauðst Makamálum að finna par til þess að prófa nuddið. Parið sem kaus að koma ekki fram undir nafni, hafði aldrei áður prófað neitt þessu líkt. Hún er 35 ára og vinnur í hönnunargeiranum en hann er 37 ára bankastarfsmaður. Saman eiga þau eins árs gamallt barn og hafa verið saman í rúm þrjú ár. Parið fékk sömu spurningarnar sem þau svöruðu í sitthvoru lagi. Hvað vissuð þið um tantranudd áður en þið ákváðuð að prófa?Hann: Sko, ætli það hafi ekki verið þessi týpíska tenging við kynlíf og spiritualisma. Ég fer jafnvel svo langt að segja að í mínum huga tengdi ég þetta við einhvers konar blæti (fetism) hjá fólki. Svo auðvitað vita allir Íslendingar af þessu vegna Skjás Eins þáttanna forðum daga sem gaf misgóða mynd af þessu.Hún:Ég var búin að vera forvitin um þetta í smá tíma og aðeins lesið mig til. En ég vissi samt ekki alveg hvað þetta var. Ég var ekki alveg viss um mörkin á milli nudds og kynlífsþjónustu ef ég á að vera alveg hreinskilin. Var auðvelt að taka þessa ákvörðun eða voruð þið hikandi?Hann: Ég var mjög hikandi með þetta en hugsaði að ég hefði engu að tapa. Ég fór stanslaust í gegnum öll vandræðalegu augnablikin sem gætu hugsanlega komið upp en lendingin var auðvitað sú að þessir aðilar eru sérfræðingar í þessu og ég verð ekki fyrsti gesturinn þeirra. Þannig að ég sló til.Hún: Ég held að ég hafi ekki verið eins hikandi og kærastinn minn en ég var samt pínulítið stressuð. Mig hefur lengi fundist þetta forvitnilegt og hef mjög mikinn áhuga á svona málum. Mér fannst þetta vera gullið tækifæri til að svala forvitni minni og líka bara spennandi upplifun fyrir okkur sem par. Nú fóruð þið saman í viðtal fyrir nuddið með nuddurunum, hvernig fannst ykkur það?Hann: Það var hreint út sagt mjög fagmannlegt. Við fengum að fræðast aðeins um hver hugmyndafræði tantra væri og hverjar svona algengustu ranghugmyndirnar væru um þetta. Mörkin milli nuddarans og gestsins voru skýrð og við fengum það augljóst á tilfinninguna að þetta væri ákveðin skoðun hjá þeim til að sjá hvort maður gengi ekki alveg heill til skógar þarna inni.Hún:Svona eftir á að hyggja þá held ég að ég hefði ekki viljað missa af þessu viðtali. Þetta var mjög fræðandi og kom á óvart hvað þetta var fagmannlegt. Við gátum bæði spurt nuddarana að öllu sem við vorum í vafa um og ég held að þetta hafi róað okkur bæði.Hvað kom mest á óvart varðandi nuddið?Hann: Það kom mér eiginlega mest á óvart hvað þetta var lítið sem ekkert vandræðalegt, svona þar sem ég lá nakinn þarna við hlið annarrar konu sem nuddaði mig.Hún: Það kom mér á óvart hvernig þetta gat verið örvandi og svona slakandi á sama tíma. Ég hef alltaf tengt örvun við einhverja spennu en þetta var eitthvað allt, allt annað. Einnig kom mér á óvart að upplifa svo mikla næmni á stöðum sem mér hefði ekki órað fyrir að væru næmir og hvað þá örvandi.Það var líka skrítið að upplifa það að vera nakin í svona nuddi með konu sem var nánast nakin að nudda mig og finnast það einhvern veginn ekki vera kynferðislegt. Eitthvað sem ég hefði aldrei trúað áður en ég prófaði þetta. Ég treysti henni fullkomlega og leið ekkert óþægilega. Eftir svona tuttugu til þrjátíu mínutur var ég komin í eitthvað alsælu ástand þar sem mér fannst ég vera ofurnæm í öllum líkamanum. Það var vægast sagt magnað.Voruð þið bæði jafn spennt fyrir því að prófa nuddið eða þurfti annað hvort ykkar sannfæringu? Hann: Nei, kærasta mín var klárlega spenntari. Hún náði samt að sannfæra mig að lokum.Hún: Haha, ég var miklu spenntari fyrir þessu og þurfti svolítið að sannfæra kærasta minn um að slá til, en ég sé ekki eftir því og ég held að hann sé mjög glaður með þetta núna.Töluðuðu þið um afbrýðisemi eða óþægilega aðstöðu sem gæti skapast? Hann: Já, auðvitað. Annað hefði verið frekar taktlaust. Afbrýðisemi stafar yfirleitt af óöryggi og vantrausti, það háir okkur ekki. Ráðlegg öllum sem vilja prófa þetta að ræða þessa hluti vel og vandlega fyrir. Það kom líka mjög skýrt fram í viðtalinu fyrir og svo í spjallinu eftirá að þessir fagaðilar eru nákvæmlega það, fagfólk í þessu.Hún: Já við gerðum það. Það er eitt að vilja fara í svona nudd sjálfur en svo þarftu líka að ímynda þér maka þinn í þessu nuddi með annari manneskju og allir hálf naktir. Ég var ekki viss hvernig tilfinning það væri en var tilbúin að prófa. Svo fór allur vafi um að mér myndi finnast þetta óþægilegt í viðtalinu fyrir nuddið. Ef eitthvað þá fannst mér það bara spennandi. Ég held líka að það sé mjög mikilvægt að þetta sé sameiginleg ákvörðun. Ég hefði ábyggilega orðið abrýðisöm eða sár ef hann hefði farið í þetta og ekki látið mig vita. Hvernig leið ykkur eftir nuddið?Hann: Mér leið frábærlega. Held að allir hafi gott af því að læra hvernig hægt er að veita maka sínum svona nánd. Það er alveg klárt mál að þetta nýtist heima við, en fyrir utan það þá er þetta alveg fáránlega róandi en jafnframt kynæsandi.Hún: Mér leið eins og ég væri í einhverri leiðslu. Leið reyndar þannig í svona tvo daga á eftir. Ég var sjálf svo næm í líkamanum og mjög tengd orkunni minni, ef svo má að orði komast.Við gátum varla látið hvort annað vera þegar við komum heim. Án þess að það hafi verið að hoppa beint í rúmið, það var alls ekki þannig. Það varð bara öll snerting eitthvað dýpri og meira spennandi, erfitt að útskýra það. Mér fannst ég örvuð á einhvern nýjan hátt. Ekki á svona æstan hátt heldur dýpri.Langar ykkur að prófa aftur?Hann: Já, ég er alveg á því. Ég held ég geti ekki ímyndað mér fleiri vandræðaleg móment og muni ná dýpri slökun/örvun næst.Hún: Já, ég get eiginlega ekki beðið. Mig langar bæði fljótt aftur í nudd og svo líka á námskeið. Mig langar sjálfri mjög mikið að læra þetta og ná meiri tökum á þessari tækni.Makamál þakka parinu kærlega fyrir heiðarleg og einlæg svör og benda öllum þeim sem hafa áhuga á því að kynna sér málið betur að hafa samband við Tantra Temple á Íslandi. Ástin og lífið Tengdar fréttir Kostuleg túlkun Alberts Inga á Emojional viðtali Makamála Albert Inga hefur slegið í gegn undanfarin misseri fyrir hnyttin og skemmtilega tíst á Twitter. Fyrr í vikunni tísti hann myndbandi á Twitter þar sem hann túlkar Emojional viðtal sem Makamál tóku við Brynju Dan. Útkoman er vægast sagt fyndin. 30. ágúst 2019 15:30 Spurning vikunnar: Ertu kynferðislega fullnægð/ur í sambandinu þínu? Að vera kynferðislega fullnægður í sambandinu sínu er mjög opin skilgreining sem slík. Fólk er oft með mjög ólíkar þarfir og væntingar til kynlífs og því misjafnt hvað það er sem gerir okkur kynferðislega fullnægð. 30. ágúst 2019 10:45 Tantranudd: Ekki kynlífsþjónusta heldur munúðarfull upplifun "Tantranudd er alls ekki kynlífsþjónusta“ segir Magdalena Hansen stofnandi Tantra Temple á Íslandi. Hún segir jafnframt að þeim berist oft spurningar frá fólki sem er að leita eftir einhvers konar kynlífsþjónustu en þær berist þó aðallega frá karlmönnum. 31. ágúst 2019 19:15 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Í lögreglufylgd á stefnumót: „Um leið og ég settist inn í bílinn, kom útkall“ Makamál Fjölástir á Íslandi algengari en fólk heldur Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Eru hrotur makans vandamál í sambandinu? Makamál Móðurmál: Marín Manda um þriðju meðgönguna, fæðinguna og ástina Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Í gær birtu Makamál VIÐTAL við Magdalenu Hansen eiganda Tantra Temple á Íslandi þar sem hún talar ítarlega um tantranudd og þann algenga misskilning að fólk rugli því saman við kynlífsþjónustu. Í framhaldi af viðtalinu bauðst Makamálum að finna par til þess að prófa nuddið. Parið sem kaus að koma ekki fram undir nafni, hafði aldrei áður prófað neitt þessu líkt. Hún er 35 ára og vinnur í hönnunargeiranum en hann er 37 ára bankastarfsmaður. Saman eiga þau eins árs gamallt barn og hafa verið saman í rúm þrjú ár. Parið fékk sömu spurningarnar sem þau svöruðu í sitthvoru lagi. Hvað vissuð þið um tantranudd áður en þið ákváðuð að prófa?Hann: Sko, ætli það hafi ekki verið þessi týpíska tenging við kynlíf og spiritualisma. Ég fer jafnvel svo langt að segja að í mínum huga tengdi ég þetta við einhvers konar blæti (fetism) hjá fólki. Svo auðvitað vita allir Íslendingar af þessu vegna Skjás Eins þáttanna forðum daga sem gaf misgóða mynd af þessu.Hún:Ég var búin að vera forvitin um þetta í smá tíma og aðeins lesið mig til. En ég vissi samt ekki alveg hvað þetta var. Ég var ekki alveg viss um mörkin á milli nudds og kynlífsþjónustu ef ég á að vera alveg hreinskilin. Var auðvelt að taka þessa ákvörðun eða voruð þið hikandi?Hann: Ég var mjög hikandi með þetta en hugsaði að ég hefði engu að tapa. Ég fór stanslaust í gegnum öll vandræðalegu augnablikin sem gætu hugsanlega komið upp en lendingin var auðvitað sú að þessir aðilar eru sérfræðingar í þessu og ég verð ekki fyrsti gesturinn þeirra. Þannig að ég sló til.Hún: Ég held að ég hafi ekki verið eins hikandi og kærastinn minn en ég var samt pínulítið stressuð. Mig hefur lengi fundist þetta forvitnilegt og hef mjög mikinn áhuga á svona málum. Mér fannst þetta vera gullið tækifæri til að svala forvitni minni og líka bara spennandi upplifun fyrir okkur sem par. Nú fóruð þið saman í viðtal fyrir nuddið með nuddurunum, hvernig fannst ykkur það?Hann: Það var hreint út sagt mjög fagmannlegt. Við fengum að fræðast aðeins um hver hugmyndafræði tantra væri og hverjar svona algengustu ranghugmyndirnar væru um þetta. Mörkin milli nuddarans og gestsins voru skýrð og við fengum það augljóst á tilfinninguna að þetta væri ákveðin skoðun hjá þeim til að sjá hvort maður gengi ekki alveg heill til skógar þarna inni.Hún:Svona eftir á að hyggja þá held ég að ég hefði ekki viljað missa af þessu viðtali. Þetta var mjög fræðandi og kom á óvart hvað þetta var fagmannlegt. Við gátum bæði spurt nuddarana að öllu sem við vorum í vafa um og ég held að þetta hafi róað okkur bæði.Hvað kom mest á óvart varðandi nuddið?Hann: Það kom mér eiginlega mest á óvart hvað þetta var lítið sem ekkert vandræðalegt, svona þar sem ég lá nakinn þarna við hlið annarrar konu sem nuddaði mig.Hún: Það kom mér á óvart hvernig þetta gat verið örvandi og svona slakandi á sama tíma. Ég hef alltaf tengt örvun við einhverja spennu en þetta var eitthvað allt, allt annað. Einnig kom mér á óvart að upplifa svo mikla næmni á stöðum sem mér hefði ekki órað fyrir að væru næmir og hvað þá örvandi.Það var líka skrítið að upplifa það að vera nakin í svona nuddi með konu sem var nánast nakin að nudda mig og finnast það einhvern veginn ekki vera kynferðislegt. Eitthvað sem ég hefði aldrei trúað áður en ég prófaði þetta. Ég treysti henni fullkomlega og leið ekkert óþægilega. Eftir svona tuttugu til þrjátíu mínutur var ég komin í eitthvað alsælu ástand þar sem mér fannst ég vera ofurnæm í öllum líkamanum. Það var vægast sagt magnað.Voruð þið bæði jafn spennt fyrir því að prófa nuddið eða þurfti annað hvort ykkar sannfæringu? Hann: Nei, kærasta mín var klárlega spenntari. Hún náði samt að sannfæra mig að lokum.Hún: Haha, ég var miklu spenntari fyrir þessu og þurfti svolítið að sannfæra kærasta minn um að slá til, en ég sé ekki eftir því og ég held að hann sé mjög glaður með þetta núna.Töluðuðu þið um afbrýðisemi eða óþægilega aðstöðu sem gæti skapast? Hann: Já, auðvitað. Annað hefði verið frekar taktlaust. Afbrýðisemi stafar yfirleitt af óöryggi og vantrausti, það háir okkur ekki. Ráðlegg öllum sem vilja prófa þetta að ræða þessa hluti vel og vandlega fyrir. Það kom líka mjög skýrt fram í viðtalinu fyrir og svo í spjallinu eftirá að þessir fagaðilar eru nákvæmlega það, fagfólk í þessu.Hún: Já við gerðum það. Það er eitt að vilja fara í svona nudd sjálfur en svo þarftu líka að ímynda þér maka þinn í þessu nuddi með annari manneskju og allir hálf naktir. Ég var ekki viss hvernig tilfinning það væri en var tilbúin að prófa. Svo fór allur vafi um að mér myndi finnast þetta óþægilegt í viðtalinu fyrir nuddið. Ef eitthvað þá fannst mér það bara spennandi. Ég held líka að það sé mjög mikilvægt að þetta sé sameiginleg ákvörðun. Ég hefði ábyggilega orðið abrýðisöm eða sár ef hann hefði farið í þetta og ekki látið mig vita. Hvernig leið ykkur eftir nuddið?Hann: Mér leið frábærlega. Held að allir hafi gott af því að læra hvernig hægt er að veita maka sínum svona nánd. Það er alveg klárt mál að þetta nýtist heima við, en fyrir utan það þá er þetta alveg fáránlega róandi en jafnframt kynæsandi.Hún: Mér leið eins og ég væri í einhverri leiðslu. Leið reyndar þannig í svona tvo daga á eftir. Ég var sjálf svo næm í líkamanum og mjög tengd orkunni minni, ef svo má að orði komast.Við gátum varla látið hvort annað vera þegar við komum heim. Án þess að það hafi verið að hoppa beint í rúmið, það var alls ekki þannig. Það varð bara öll snerting eitthvað dýpri og meira spennandi, erfitt að útskýra það. Mér fannst ég örvuð á einhvern nýjan hátt. Ekki á svona æstan hátt heldur dýpri.Langar ykkur að prófa aftur?Hann: Já, ég er alveg á því. Ég held ég geti ekki ímyndað mér fleiri vandræðaleg móment og muni ná dýpri slökun/örvun næst.Hún: Já, ég get eiginlega ekki beðið. Mig langar bæði fljótt aftur í nudd og svo líka á námskeið. Mig langar sjálfri mjög mikið að læra þetta og ná meiri tökum á þessari tækni.Makamál þakka parinu kærlega fyrir heiðarleg og einlæg svör og benda öllum þeim sem hafa áhuga á því að kynna sér málið betur að hafa samband við Tantra Temple á Íslandi.
Ástin og lífið Tengdar fréttir Kostuleg túlkun Alberts Inga á Emojional viðtali Makamála Albert Inga hefur slegið í gegn undanfarin misseri fyrir hnyttin og skemmtilega tíst á Twitter. Fyrr í vikunni tísti hann myndbandi á Twitter þar sem hann túlkar Emojional viðtal sem Makamál tóku við Brynju Dan. Útkoman er vægast sagt fyndin. 30. ágúst 2019 15:30 Spurning vikunnar: Ertu kynferðislega fullnægð/ur í sambandinu þínu? Að vera kynferðislega fullnægður í sambandinu sínu er mjög opin skilgreining sem slík. Fólk er oft með mjög ólíkar þarfir og væntingar til kynlífs og því misjafnt hvað það er sem gerir okkur kynferðislega fullnægð. 30. ágúst 2019 10:45 Tantranudd: Ekki kynlífsþjónusta heldur munúðarfull upplifun "Tantranudd er alls ekki kynlífsþjónusta“ segir Magdalena Hansen stofnandi Tantra Temple á Íslandi. Hún segir jafnframt að þeim berist oft spurningar frá fólki sem er að leita eftir einhvers konar kynlífsþjónustu en þær berist þó aðallega frá karlmönnum. 31. ágúst 2019 19:15 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Í lögreglufylgd á stefnumót: „Um leið og ég settist inn í bílinn, kom útkall“ Makamál Fjölástir á Íslandi algengari en fólk heldur Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Eru hrotur makans vandamál í sambandinu? Makamál Móðurmál: Marín Manda um þriðju meðgönguna, fæðinguna og ástina Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Kostuleg túlkun Alberts Inga á Emojional viðtali Makamála Albert Inga hefur slegið í gegn undanfarin misseri fyrir hnyttin og skemmtilega tíst á Twitter. Fyrr í vikunni tísti hann myndbandi á Twitter þar sem hann túlkar Emojional viðtal sem Makamál tóku við Brynju Dan. Útkoman er vægast sagt fyndin. 30. ágúst 2019 15:30
Spurning vikunnar: Ertu kynferðislega fullnægð/ur í sambandinu þínu? Að vera kynferðislega fullnægður í sambandinu sínu er mjög opin skilgreining sem slík. Fólk er oft með mjög ólíkar þarfir og væntingar til kynlífs og því misjafnt hvað það er sem gerir okkur kynferðislega fullnægð. 30. ágúst 2019 10:45
Tantranudd: Ekki kynlífsþjónusta heldur munúðarfull upplifun "Tantranudd er alls ekki kynlífsþjónusta“ segir Magdalena Hansen stofnandi Tantra Temple á Íslandi. Hún segir jafnframt að þeim berist oft spurningar frá fólki sem er að leita eftir einhvers konar kynlífsþjónustu en þær berist þó aðallega frá karlmönnum. 31. ágúst 2019 19:15