Rækjuvinnslunni á Hólmavík borgið Jóhann K. Jóhannsson skrifar 1. september 2019 19:00 Þorgeir Pálsson, sveitarstjóri StrandabyggðarJói K Tekist hefur að bjarga rækjuvinnslu Hólmadrangs á Hólmavík með nýju hlutafé og nauðasamningum við kröfuhafa. Hefði vinnslan stöðvast hefði það haft ófyrirséðar afleiðingar fyrir bæjarfélagið en rækjuvinnslan er stærsti vinnustaður samfélagsins. Útganga Breta úr ESB hefur haft mikil áhrif. Endurskipulagning á rekstri rækjuvinnslu Hólmadrangs á Hólmavík hefur gengið vel og er útlit fyrir að búið sé að bjarga þessum stærsta vinnustað bæjarfélagsins sem telur um 440 manns. Sveitarstjóri Strandabyggðar segir að það hefði haft gífurleg áhrif hefði vinnslunni verið hætt. „Það er í fyrsta lagi starfsmenn og fjölskyldur þeirra. Fyrir sveitarfélagið að sjálfsögðu tekjur en þetta hefði haft svo mörg og óþægileg margföldunaráhrif að það er eiginlega hugsun sem vil ekki klára og þarf ekki núna,“ segir Þorgeir Pálsson, sveitarstjóri Strandabyggðar.Sigurbjörn Rafn Úlfarsson, rekstrarstjóri RækjuvinnslunnarTuttugu starfsmenn vinna hjá Hólmadrangi en ásamt afleiddum störfum og störfum sem tengjast rekstrinum með einhverjum hætti tæplega sjötíu. Fyrirtækið óskaði eftir greiðslustöðvun á síðasta ári en um miðjan júlí staðfesti héraðsdómur Vestfjarða nauðasamninga fyrirtækisins og er kröfuhöfum greitt eftir samningum. Rekstrarstjóri fyrirtækisins segir það fyrir elju starfsfólksins að tekist hafi að halda vinnslunni áfram. „Ég er með gott starfsfólk og það kom ekkert annað til greina heldur en að halda áfram. Og enn fremur frá lánardrottnum, sem að við erum nú búin að ganga frá samningum við, að þar var mikill skilningur og vilji fyrir því að við myndum halda áfram starfsemi,“ segir Sigurbjörn Rafn Úlfarsson, rekstrarstjóri Rækjuvinnslunnar. Rækjuvinnsla Hólmadrangs er vel búin tækjum og fer hver rækja í gegnum strangt gæðaferli áður en henni er komið söluumbúðir. 99 prósent af rækjunni sem er fullunnin er innflutt og jafn stórt hlutfall er flutt úr landi. Sigurbjörn segir að reksturinn hafi verið endurskipulagður og að nýr eigandi, fyrirtækið Snæfell, hafi komið inn í hluthafahópinn. Rækjuiðnaðurinn hefur heilt yfir átt erfitt uppdráttar síðustu misseri og hafa gengisþróun og Brexit haft langvarandi áhrif en lang stærsti hluti vinnslu Hólmadrangs fer á Bretlandsmarkað. „Markaðirnir eru ágætir, ég hef heyrt að það sé bara mjög gott á þeim og einna helsti markaðurinn er Bretland. Það er að vísu alltaf þessi óvissa með Brexit og útgöngu þeirra og við munum þurfa mæta því þegar þar að kemur,“ segir Sigurbjörn. Brexit Sjávarútvegur Strandabyggð Tengdar fréttir Rækjuvinnslan á Hólmavík fékk greiðslustöðvun í dag Eitt stærsta atvinnufyrirtæki Hólmavíkur, rækjuvinnslan Hólmadrangur, fékk í dag heimild til greiðslustöðvunar vegna rekstrarerfiðleika. Tuttugu heilsársstörf eru í fyrirtækinu. 12. október 2018 18:30 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Leystur frá störfum í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Leystur frá störfum í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Sjá meira
Þorgeir Pálsson, sveitarstjóri StrandabyggðarJói K Tekist hefur að bjarga rækjuvinnslu Hólmadrangs á Hólmavík með nýju hlutafé og nauðasamningum við kröfuhafa. Hefði vinnslan stöðvast hefði það haft ófyrirséðar afleiðingar fyrir bæjarfélagið en rækjuvinnslan er stærsti vinnustaður samfélagsins. Útganga Breta úr ESB hefur haft mikil áhrif. Endurskipulagning á rekstri rækjuvinnslu Hólmadrangs á Hólmavík hefur gengið vel og er útlit fyrir að búið sé að bjarga þessum stærsta vinnustað bæjarfélagsins sem telur um 440 manns. Sveitarstjóri Strandabyggðar segir að það hefði haft gífurleg áhrif hefði vinnslunni verið hætt. „Það er í fyrsta lagi starfsmenn og fjölskyldur þeirra. Fyrir sveitarfélagið að sjálfsögðu tekjur en þetta hefði haft svo mörg og óþægileg margföldunaráhrif að það er eiginlega hugsun sem vil ekki klára og þarf ekki núna,“ segir Þorgeir Pálsson, sveitarstjóri Strandabyggðar.Sigurbjörn Rafn Úlfarsson, rekstrarstjóri RækjuvinnslunnarTuttugu starfsmenn vinna hjá Hólmadrangi en ásamt afleiddum störfum og störfum sem tengjast rekstrinum með einhverjum hætti tæplega sjötíu. Fyrirtækið óskaði eftir greiðslustöðvun á síðasta ári en um miðjan júlí staðfesti héraðsdómur Vestfjarða nauðasamninga fyrirtækisins og er kröfuhöfum greitt eftir samningum. Rekstrarstjóri fyrirtækisins segir það fyrir elju starfsfólksins að tekist hafi að halda vinnslunni áfram. „Ég er með gott starfsfólk og það kom ekkert annað til greina heldur en að halda áfram. Og enn fremur frá lánardrottnum, sem að við erum nú búin að ganga frá samningum við, að þar var mikill skilningur og vilji fyrir því að við myndum halda áfram starfsemi,“ segir Sigurbjörn Rafn Úlfarsson, rekstrarstjóri Rækjuvinnslunnar. Rækjuvinnsla Hólmadrangs er vel búin tækjum og fer hver rækja í gegnum strangt gæðaferli áður en henni er komið söluumbúðir. 99 prósent af rækjunni sem er fullunnin er innflutt og jafn stórt hlutfall er flutt úr landi. Sigurbjörn segir að reksturinn hafi verið endurskipulagður og að nýr eigandi, fyrirtækið Snæfell, hafi komið inn í hluthafahópinn. Rækjuiðnaðurinn hefur heilt yfir átt erfitt uppdráttar síðustu misseri og hafa gengisþróun og Brexit haft langvarandi áhrif en lang stærsti hluti vinnslu Hólmadrangs fer á Bretlandsmarkað. „Markaðirnir eru ágætir, ég hef heyrt að það sé bara mjög gott á þeim og einna helsti markaðurinn er Bretland. Það er að vísu alltaf þessi óvissa með Brexit og útgöngu þeirra og við munum þurfa mæta því þegar þar að kemur,“ segir Sigurbjörn.
Brexit Sjávarútvegur Strandabyggð Tengdar fréttir Rækjuvinnslan á Hólmavík fékk greiðslustöðvun í dag Eitt stærsta atvinnufyrirtæki Hólmavíkur, rækjuvinnslan Hólmadrangur, fékk í dag heimild til greiðslustöðvunar vegna rekstrarerfiðleika. Tuttugu heilsársstörf eru í fyrirtækinu. 12. október 2018 18:30 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Leystur frá störfum í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Leystur frá störfum í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Sjá meira
Rækjuvinnslan á Hólmavík fékk greiðslustöðvun í dag Eitt stærsta atvinnufyrirtæki Hólmavíkur, rækjuvinnslan Hólmadrangur, fékk í dag heimild til greiðslustöðvunar vegna rekstrarerfiðleika. Tuttugu heilsársstörf eru í fyrirtækinu. 12. október 2018 18:30