Raggi Bjarna ætlar að kveðja stóra sviðið með stórtónleikum í Hörpu Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 1. september 2019 21:00 Raggi Bjarna ætlar að kveðja stóra sviðið með stórtónleikum í Hörpu í kvöld. Hann segist þó hvergi nærri hættur að syngja opinberlega en það verði bara á minni stöðum. Hann segir að leyndarmálið á bak við að halda söngröddinni í 70 ár sé að hafa engar áhyggjur. Stórsöngvarinn Raggi Bjarna byrjaði söngferil sinn fyrir sjötíu árum þegar hann var fimmtán ára gamall og hefur síðan þá átt hverja dægurlagaperluna á fætur annarri. Hann hefur nokkrum sinnum haldið kveðjutónleika og í kvöld verða tónleikar í Eldborg í Hörpu sem sagðir eru síðustu stórtónleikar listamannsins. „Ég er með umboðsmann sem heitir Einar Spade, og einn annan. Þeir eru óútreiknanlegir, ég gæti verið farinn að spila út í Grímsey eftir viku þess vegna. Svoleiðis að það þarf að spyrja hann um það hvað hann gerir,“ sagði Raggi í samtali við fréttastofu. Raggi var á æfingu í dag ásamt Þorgeiri Ástvaldssyni sem hefur spilað og sungið með honum um margra ára skeið. Þeir félagar eru búnir að fylla Eldborg. Raggi segir nauðsynlegt að vera með sviðsskrekk. „Það er alltaf sko. Ef hann væri ekki þá væri eitthvað að.“ Raggi sem er áttatíu og fimm ára segir að leyndardómurinn að því að geta sungið svo lengi sé einfaldur. „Það er það merkilega við þetta að ég hef aldrei spekúlerað í röddinni öðruvísi en að nota hana til þess að syngja með. Hún klikkar bara þegar hún ætlar að klikka og þá er það bara búið,“ sagði Raggi léttur í bragði. Eitt af uppáhaldslögum Ragga er My way eftir Frank Sinatra. Hann segir textann eiga afar vel við kvöldið og tók lagastúf fyrir fréttastofu. Menning Tímamót Tónlist Tengdar fréttir Raggi Bjarna og Karl Orgeltríó í Carpool Karaoke Raggi Bjarna og Karl Orgeltríó brugðu sér á rúntinn af tilefni af útkomu lagsins Call Me sem þeir voru að senda frá sér. 8. september 2017 15:15 Raggi Bjarna mælti sér mót við Elly í síðasta sinn Lokasýning á hinum vinsæla söngleik Elly í Borgarleikhúsinnu var sýnd í gærkvöldi en sýningin sló áhorfendamet hér á landi. 16. júní 2019 20:54 Mest lesið Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Fleiri fréttir Kviknað í íbúð í Breiðholti Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Sjá meira
Raggi Bjarna ætlar að kveðja stóra sviðið með stórtónleikum í Hörpu í kvöld. Hann segist þó hvergi nærri hættur að syngja opinberlega en það verði bara á minni stöðum. Hann segir að leyndarmálið á bak við að halda söngröddinni í 70 ár sé að hafa engar áhyggjur. Stórsöngvarinn Raggi Bjarna byrjaði söngferil sinn fyrir sjötíu árum þegar hann var fimmtán ára gamall og hefur síðan þá átt hverja dægurlagaperluna á fætur annarri. Hann hefur nokkrum sinnum haldið kveðjutónleika og í kvöld verða tónleikar í Eldborg í Hörpu sem sagðir eru síðustu stórtónleikar listamannsins. „Ég er með umboðsmann sem heitir Einar Spade, og einn annan. Þeir eru óútreiknanlegir, ég gæti verið farinn að spila út í Grímsey eftir viku þess vegna. Svoleiðis að það þarf að spyrja hann um það hvað hann gerir,“ sagði Raggi í samtali við fréttastofu. Raggi var á æfingu í dag ásamt Þorgeiri Ástvaldssyni sem hefur spilað og sungið með honum um margra ára skeið. Þeir félagar eru búnir að fylla Eldborg. Raggi segir nauðsynlegt að vera með sviðsskrekk. „Það er alltaf sko. Ef hann væri ekki þá væri eitthvað að.“ Raggi sem er áttatíu og fimm ára segir að leyndardómurinn að því að geta sungið svo lengi sé einfaldur. „Það er það merkilega við þetta að ég hef aldrei spekúlerað í röddinni öðruvísi en að nota hana til þess að syngja með. Hún klikkar bara þegar hún ætlar að klikka og þá er það bara búið,“ sagði Raggi léttur í bragði. Eitt af uppáhaldslögum Ragga er My way eftir Frank Sinatra. Hann segir textann eiga afar vel við kvöldið og tók lagastúf fyrir fréttastofu.
Menning Tímamót Tónlist Tengdar fréttir Raggi Bjarna og Karl Orgeltríó í Carpool Karaoke Raggi Bjarna og Karl Orgeltríó brugðu sér á rúntinn af tilefni af útkomu lagsins Call Me sem þeir voru að senda frá sér. 8. september 2017 15:15 Raggi Bjarna mælti sér mót við Elly í síðasta sinn Lokasýning á hinum vinsæla söngleik Elly í Borgarleikhúsinnu var sýnd í gærkvöldi en sýningin sló áhorfendamet hér á landi. 16. júní 2019 20:54 Mest lesið Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Fleiri fréttir Kviknað í íbúð í Breiðholti Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Sjá meira
Raggi Bjarna og Karl Orgeltríó í Carpool Karaoke Raggi Bjarna og Karl Orgeltríó brugðu sér á rúntinn af tilefni af útkomu lagsins Call Me sem þeir voru að senda frá sér. 8. september 2017 15:15
Raggi Bjarna mælti sér mót við Elly í síðasta sinn Lokasýning á hinum vinsæla söngleik Elly í Borgarleikhúsinnu var sýnd í gærkvöldi en sýningin sló áhorfendamet hér á landi. 16. júní 2019 20:54