Haustgestir Guðmundur Brynjólfsson skrifar 2. september 2019 08:00 Nú eru skólarnir byrjaðir. Bráðum koma blessuð bréfin. Fasískir pappírar þar sem mælt er með útrýmingu á tveimur dýrategundum. Njálg og lús. Það má heita merkilegt að í allri umræðu um dýravernd og virðingu fyrir lífríkinu er litið með velþóknun á fjöldamorð á lús og njálg. Ekki er hægt að segja að þessi litlu dýr reki svo heiftarlega við að þau framleiði jafn mikið af gróðurhúsalofttegundum á ári og bíll sem ekið er rúma 62.000 kílómetra – eða hvað það nú var sem ein belja átti að kosta andrúmsloftið. Nei, njálgurinn og lúsin eru vinveitt vistkerfinu, dvelja við mannslíkamann og dunda sér þar í sakleysi, geta valdið kláða, en hvað er það í samfélagi sem gengur út á spekina: „Ef þú klórar mér skal ég klóra þér.“ Þá er ótalin sú matarsóun sem felst í því að drepa þessi varnarlausu grey með lyfjum og lút. Eða hefur það fólk sem með miskunnarleysi ræðst að þessum smádýrum ekki fylgst með umræðum um að í náinni framtíð muni mannskepnan þurfa að leita í aðrar fæðutegundir en hún borðar nú? Hafa ýmis smádýr verið nefnd sem framtíðarfæða. Ég tel einboðið að njálgurinn hljóti að fara vel í maga því sú tegund þekkir sig, og kann sig, í meltingarfærum okkar og því litlar líkur á að okkur verði bumbult af að snæða þessa litlu próteinríku orma sem líður best í hringferð um okkur sjálf. Um lúsina þarf ekki að hafa mörg orð í þessu sambandi, þekkt er að frændur okkar aparnir éta lýsnar hver af öðrum og því þá ekki við? Maður getur jafnvel séð fyrir sér samkvæmisleiki tengda lúsaleit og -áti. Gefum grið lúsinni og njálgnum. Verndum allt lífríkið! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Brynjólfsson Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Sjá meira
Nú eru skólarnir byrjaðir. Bráðum koma blessuð bréfin. Fasískir pappírar þar sem mælt er með útrýmingu á tveimur dýrategundum. Njálg og lús. Það má heita merkilegt að í allri umræðu um dýravernd og virðingu fyrir lífríkinu er litið með velþóknun á fjöldamorð á lús og njálg. Ekki er hægt að segja að þessi litlu dýr reki svo heiftarlega við að þau framleiði jafn mikið af gróðurhúsalofttegundum á ári og bíll sem ekið er rúma 62.000 kílómetra – eða hvað það nú var sem ein belja átti að kosta andrúmsloftið. Nei, njálgurinn og lúsin eru vinveitt vistkerfinu, dvelja við mannslíkamann og dunda sér þar í sakleysi, geta valdið kláða, en hvað er það í samfélagi sem gengur út á spekina: „Ef þú klórar mér skal ég klóra þér.“ Þá er ótalin sú matarsóun sem felst í því að drepa þessi varnarlausu grey með lyfjum og lút. Eða hefur það fólk sem með miskunnarleysi ræðst að þessum smádýrum ekki fylgst með umræðum um að í náinni framtíð muni mannskepnan þurfa að leita í aðrar fæðutegundir en hún borðar nú? Hafa ýmis smádýr verið nefnd sem framtíðarfæða. Ég tel einboðið að njálgurinn hljóti að fara vel í maga því sú tegund þekkir sig, og kann sig, í meltingarfærum okkar og því litlar líkur á að okkur verði bumbult af að snæða þessa litlu próteinríku orma sem líður best í hringferð um okkur sjálf. Um lúsina þarf ekki að hafa mörg orð í þessu sambandi, þekkt er að frændur okkar aparnir éta lýsnar hver af öðrum og því þá ekki við? Maður getur jafnvel séð fyrir sér samkvæmisleiki tengda lúsaleit og -áti. Gefum grið lúsinni og njálgnum. Verndum allt lífríkið!
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar