Dæmt í máli Katalóníuforseta undir lok mánaðar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 2. september 2019 20:00 Quim Torra, forseti Katalóníuhéraðs. vísir/getty Hæstiréttur Katalóníu kveður upp dóm sinn í máli hins opinbera gegn Quim Torra, forseta héraðsstjórnar Katalóníu, dagana 25. og 26. september. Forsetinn er sakaður um að hafa ekki fjarlægt stuðningsyfirlýsingar við útlæga og ákærða katalónsku sjálfstæðissinna af opinberum byggingum í síðustu kosningabaráttu þótt kjörstjórn hafi farið fram á það. Katalónski héraðsmiðillinn ACN greindi frá þessu. Saksóknaraembættið krefst þess að Torra verði settur í tuttugu mánaða langt bann frá því að gegna kjörnu embætti. Hann verði sömuleiðis sektaður um þrjátíu þúsund evrur. Ef dómstóllinn felst á kröfuna þýðir það því að Torra verður rekinn úr embætti. Héraðsforsetinn undrast tímasetninguna og sagði það áhugavert hversu hraða meðferð málið hefur fengið. Dómskerfið sé einungis í hægagangi þegar nauðsyn krefur, sagði forsetinn og vísaði þar til þess að hæstiréttur Spánar var að mati sjálfstæðissinna of lengi að hefja málsmeðferð í máli sem enn stendur yfir gegn leiðtogum katalónsku sjálfstæðishreyfingarinnar. Torra hefur raunar þegar viðurkennt sekt í málinu. „Já, ég óhlýðnaðist. Vegna þess að ég stend í skuld við æðra umboð. Að standa vörð um mannréttindi,“ sagði hann þann 15. maí við meðferð málsins. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Tengdar fréttir Katalónar hrífast af íslensku leiðinni Alfred Bosch, utanríkisráðherra Katalóníu, ræðir við Fréttablaðið um réttarhöld yfir leiðtogum katalónsku sjálfstæðishreyfingarinnar, stöðuna í Katalóníu og hvernig Katalónar geti lært af Íslendingum. 16. mars 2019 07:15 Nýkjörnir þingmenn áfram í fangelsi Ákærðir Katalónar, nýkjörnir á spænska þingið, fá að sækja innsetningarathöfn en þurfa svo að mæta aftur í fangelsi. 15. maí 2019 08:45 Óreiða og usli er Katalónarnir mættu Fimm katalónskir sjálfstæðissinnar sem hafa verið ákærðir fyrir uppreisn og setið í gæsluvarðhaldi í meira en ár mættu sem nýir þingmenn á spænska þingið í gær. 22. maí 2019 08:00 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Sjá meira
Hæstiréttur Katalóníu kveður upp dóm sinn í máli hins opinbera gegn Quim Torra, forseta héraðsstjórnar Katalóníu, dagana 25. og 26. september. Forsetinn er sakaður um að hafa ekki fjarlægt stuðningsyfirlýsingar við útlæga og ákærða katalónsku sjálfstæðissinna af opinberum byggingum í síðustu kosningabaráttu þótt kjörstjórn hafi farið fram á það. Katalónski héraðsmiðillinn ACN greindi frá þessu. Saksóknaraembættið krefst þess að Torra verði settur í tuttugu mánaða langt bann frá því að gegna kjörnu embætti. Hann verði sömuleiðis sektaður um þrjátíu þúsund evrur. Ef dómstóllinn felst á kröfuna þýðir það því að Torra verður rekinn úr embætti. Héraðsforsetinn undrast tímasetninguna og sagði það áhugavert hversu hraða meðferð málið hefur fengið. Dómskerfið sé einungis í hægagangi þegar nauðsyn krefur, sagði forsetinn og vísaði þar til þess að hæstiréttur Spánar var að mati sjálfstæðissinna of lengi að hefja málsmeðferð í máli sem enn stendur yfir gegn leiðtogum katalónsku sjálfstæðishreyfingarinnar. Torra hefur raunar þegar viðurkennt sekt í málinu. „Já, ég óhlýðnaðist. Vegna þess að ég stend í skuld við æðra umboð. Að standa vörð um mannréttindi,“ sagði hann þann 15. maí við meðferð málsins.
Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Tengdar fréttir Katalónar hrífast af íslensku leiðinni Alfred Bosch, utanríkisráðherra Katalóníu, ræðir við Fréttablaðið um réttarhöld yfir leiðtogum katalónsku sjálfstæðishreyfingarinnar, stöðuna í Katalóníu og hvernig Katalónar geti lært af Íslendingum. 16. mars 2019 07:15 Nýkjörnir þingmenn áfram í fangelsi Ákærðir Katalónar, nýkjörnir á spænska þingið, fá að sækja innsetningarathöfn en þurfa svo að mæta aftur í fangelsi. 15. maí 2019 08:45 Óreiða og usli er Katalónarnir mættu Fimm katalónskir sjálfstæðissinnar sem hafa verið ákærðir fyrir uppreisn og setið í gæsluvarðhaldi í meira en ár mættu sem nýir þingmenn á spænska þingið í gær. 22. maí 2019 08:00 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Sjá meira
Katalónar hrífast af íslensku leiðinni Alfred Bosch, utanríkisráðherra Katalóníu, ræðir við Fréttablaðið um réttarhöld yfir leiðtogum katalónsku sjálfstæðishreyfingarinnar, stöðuna í Katalóníu og hvernig Katalónar geti lært af Íslendingum. 16. mars 2019 07:15
Nýkjörnir þingmenn áfram í fangelsi Ákærðir Katalónar, nýkjörnir á spænska þingið, fá að sækja innsetningarathöfn en þurfa svo að mæta aftur í fangelsi. 15. maí 2019 08:45
Óreiða og usli er Katalónarnir mættu Fimm katalónskir sjálfstæðissinnar sem hafa verið ákærðir fyrir uppreisn og setið í gæsluvarðhaldi í meira en ár mættu sem nýir þingmenn á spænska þingið í gær. 22. maí 2019 08:00