Íslendingar minnast Atla: „Hafðu þökk fyrir“ Anton Ingi Leifsson skrifar 2. september 2019 20:17 Atli fyrir miðri mynd í hvítri treyju í leik með Fortuna Dusseldorf í Þýskalandi. vísir/getty Atli Eðvaldsson lést í dag eftir erfiða baráttu við krabbamein en Atli var meðal annars fyrrum landsliðsmaður og landsliðsþjálfari. Atli barðist við krabbamein en ræddi opinskátt um meinið í samtali Bylgjuna á páskámánuðunum. Atli þjálfaði mörg lið hér heima en hann lék einnig sem atvinnumaður í bæði Þýskalandi og Tyrklandi. Margir hafa vottað fjölskyldu og vinum Atla samúð sína en hér að neðan má sjá brot af kveðjunum.Atli Eðvaldson er sá sem hefur haft stærstu áhrifin á minn ferill. Viðhorf hans tók ég til mín, ég er sá fyrirliði sem hann skapaði í mér og vona að hann hafi verið stoltur af mér. Ég á honum allt að þakka. Hann er á efsta stalli hjá mér. Samúð mín til fjölskyldu og vina — gulligull1 (@GGunnleifsson) September 2, 2019Atli Eðvaldsson mun lifa í minningunni. Einstakur karakter og keppnismaður. Hafðu þökk fyrir.Eina. — Guðjón Guðmundsson (@gaupinn) September 2, 2019Fyrir þá sem ólust upp á 9. áratugnum var Atli Eðvaldsson maðurinn. Fyrirliðinn. Svo kynntist ég honum í starfi mínu og meiri eðalmann er erfitt að finna. Innilegar samúðarkveðjur til fjölskyldu Atla. — Einar Örn Jónsson (@RanieNro) September 2, 2019Hrikalega sorglegt. Algjör goðsögn fallin frá. Atli er einn af okkar bestu frá upphafi. Líka einkar indæll og viðkunnalegur náungi sem gaman var að tala við. Samúðarkveðjur til vina og fjölskyldu. https://t.co/Ny01zPOndz — Henry Birgir (@henrybirgir) September 2, 2019Man svo vel mörkin fimm með Düsseldorf gegn Frankfurt. Ég eignaðist rauðu treyju Fortuna í kjölfarið. Leiðtoginn, fyrirliðinn, hugsuðurinn. Alltaf til í spjall og pælingar, alltaf jákvæður. Blessuð sé minning Atla Eðvaldssonar. Hlýjar kveðjur til fólksins hans.#Edvaldsson#RIPpic.twitter.com/yXhUya93jk — Leifur Gardarsson (@LGardarsson) September 2, 2019Þessi hefur gert svo marg fyrir fallega leikinn bæði innan og utan vallar. Takk fyrir þitt framlag Atli Eðvaldsson. Hvíl í friði. pic.twitter.com/TXpY7L9UeI — Rikki G (@RikkiGje) September 2, 2019Einn af þeim skemmtilegri sem maður ræddi við um fótbolta, hafði alltaf skemmtilegar sögur að segja og hafði tíma fyrir alla. Hvíl í friði Atli https://t.co/P7BTyxZtLp — Hörður S Jónsson (@hoddi23) September 2, 2019Sendi aðstandendum Atla Eðvaldssonar innilegar samúðarkveðjur. Tók annað stóra viðtalið mitt sem blaðamaður við hann snemma árs 2008. Vorum fínustu félagar eftir það. Frábær fótboltamaður og sömuleiðis frábær persóna. Elskaði að spila og tala um fótbolta. Hvíl í friði, Atli. — Tómas Þór Þórðarson (@tomthordarson) September 2, 2019Takk fyrir mig Atli https://t.co/RPPQHBvOY0 — Gummi Ben (@GummiBen) September 2, 2019Atli Eðvaldsson, fyrrum þjálfari Þróttar, lést í dag eftir hetjulega baráttu við krabbamein. Atli var sannkallaður heiðursmaður sem hafði mikil áhrif á íslenska knattspyrnu, bæði sem leikmaður og þjálfari. Þróttur vottar fjölskyldu og vinum Atla innilegar samúðarkveðjur. pic.twitter.com/HPQ3B8r6ET — Þróttur (@throtturrvk) September 2, 2019Fyrrum leikmaður og þjálfari HK Atli Eðvaldsson lést í dag eftir hetjulega baráttu við krabbamein. Atli var mikill heiðursmaður sem hafði mikil áhrif á íslenska knattspyrnu, bæði sem leikmaður og þjálfari. HK sendir fjölskyldu og vinum Atla dýpstu samúðarkveðjur. pic.twitter.com/MOL4HjEWmb — HK (@HK_Kopavogur) September 2, 2019Hvíldu í friði Atli Eðvaldsson. Magnaður karakter sem að hafði djúpstæð áhrif á leikinn sem við Íslendingar elskum. — Daníel Magnússon (@danielmagg77) September 2, 2019Fyrir krakka sem ólst upp á níunda áratugnum, þá var Atli Eðvaldsson ekkert annað en ofurhetja. Frábær fótboltamaður og frábær fyrirmynd. Samúðarkveðjur á alla sem um sárt eiga að binda vegna fráfalls Atla. — Benedikt Gretarsson (@bennigretars) September 2, 2019Þær sorgarfréttir bárust í dag að Atli Eðvaldsson hefði látist eftir hetjulega baráttu við krabbamein. KR vottar fjölskyldu og ástvinum Atla samúð sína. Hans nafni verður haldið á lofti innan KR. pic.twitter.com/sRlXf75K69 — KR Reykjavik FC (@KRreykjavik) September 2, 2019Atli Eðvaldsson átti stóran þátt í því að @IBVsport varð Íslandsmeistari 1997 og 1998 og eitt af bestu liðum landsins árin þar á eftir. Hann lagði grunninn sem þjálfari liðsins 95-96, tók liðið úr eilífri fallbaráttu og út í Evrópu. Blessuð sé minning hans #fotbolti — Smári Jökull Jónsson (@smarijokull) September 2, 2019Atli var alltaf í miklu uppáhaldi hjá mér. Alltaf styðjandi, til í að hjálpa og gefa góð ráð. Og ég elskaði allar sögurnar. Ég sendi fólkinu hans mínar innilegustu samúðarkveðjur. #fyriratla#fyrirÍslandhttps://t.co/GnZeQ6Lsc4 — Vanda Sigurgeirsdóttir (@vandasig) September 2, 2019Atli Eðvalds bjó í húsinu við túnið þar sem við spiluðum fótbolta í hverfinu. Var ekki leiðinlegt að hafa sjálfan landsliðsþjálfarann í eldhúsglugganum að horfa á mann. Svo fékk maður auðvitað skammir þegar maður labbaði framhjá með videospólu en engan bolta. Hvíl í friði. — Orri Freyr Rúnarsson (@OrriFreyr) September 2, 2019Ruhe in Frieden Atli https://t.co/54hX0tOk6i — Fortuna Düsseldorf (@f95) September 2, 2019 Einstök manneskja og stór fyrirmynd Íslenskar knattspyrnu hefur kvatt okkur allt of snemma. Ég lærði ótrúlega mikið af Atla og nýt þeirra forréttinda að fá að vinna med @sifatla á hverjum degi. Sami leiðtogi og fyrirmynd eins og pabbi sinn Blessuð sé minning hans. https://t.co/jGzLW2zk7x — Elisabet Gunnarsdótt (@ElisabetGunnarz) September 2, 2019Atli var þá rúmlega tvítugur sumarstarfsmaður á Laugardalsvelli, landsliðsmaður og hetja í Val. Strax farinn að kenna og gefa af sér Magnaður kappi. Blessuð sé minning hans. — Jón Kaldal (@jonkaldal) September 2, 2019 Andlát Íslenski boltinn Tengdar fréttir Atli Eðvaldsson látinn Atli Eðvaldsson er látinn eftir hetjulega baráttu við krabbamein en Atli féll frá í dag. 2. september 2019 18:14 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hættur með landsliðið Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Sjá meira
Atli Eðvaldsson lést í dag eftir erfiða baráttu við krabbamein en Atli var meðal annars fyrrum landsliðsmaður og landsliðsþjálfari. Atli barðist við krabbamein en ræddi opinskátt um meinið í samtali Bylgjuna á páskámánuðunum. Atli þjálfaði mörg lið hér heima en hann lék einnig sem atvinnumaður í bæði Þýskalandi og Tyrklandi. Margir hafa vottað fjölskyldu og vinum Atla samúð sína en hér að neðan má sjá brot af kveðjunum.Atli Eðvaldson er sá sem hefur haft stærstu áhrifin á minn ferill. Viðhorf hans tók ég til mín, ég er sá fyrirliði sem hann skapaði í mér og vona að hann hafi verið stoltur af mér. Ég á honum allt að þakka. Hann er á efsta stalli hjá mér. Samúð mín til fjölskyldu og vina — gulligull1 (@GGunnleifsson) September 2, 2019Atli Eðvaldsson mun lifa í minningunni. Einstakur karakter og keppnismaður. Hafðu þökk fyrir.Eina. — Guðjón Guðmundsson (@gaupinn) September 2, 2019Fyrir þá sem ólust upp á 9. áratugnum var Atli Eðvaldsson maðurinn. Fyrirliðinn. Svo kynntist ég honum í starfi mínu og meiri eðalmann er erfitt að finna. Innilegar samúðarkveðjur til fjölskyldu Atla. — Einar Örn Jónsson (@RanieNro) September 2, 2019Hrikalega sorglegt. Algjör goðsögn fallin frá. Atli er einn af okkar bestu frá upphafi. Líka einkar indæll og viðkunnalegur náungi sem gaman var að tala við. Samúðarkveðjur til vina og fjölskyldu. https://t.co/Ny01zPOndz — Henry Birgir (@henrybirgir) September 2, 2019Man svo vel mörkin fimm með Düsseldorf gegn Frankfurt. Ég eignaðist rauðu treyju Fortuna í kjölfarið. Leiðtoginn, fyrirliðinn, hugsuðurinn. Alltaf til í spjall og pælingar, alltaf jákvæður. Blessuð sé minning Atla Eðvaldssonar. Hlýjar kveðjur til fólksins hans.#Edvaldsson#RIPpic.twitter.com/yXhUya93jk — Leifur Gardarsson (@LGardarsson) September 2, 2019Þessi hefur gert svo marg fyrir fallega leikinn bæði innan og utan vallar. Takk fyrir þitt framlag Atli Eðvaldsson. Hvíl í friði. pic.twitter.com/TXpY7L9UeI — Rikki G (@RikkiGje) September 2, 2019Einn af þeim skemmtilegri sem maður ræddi við um fótbolta, hafði alltaf skemmtilegar sögur að segja og hafði tíma fyrir alla. Hvíl í friði Atli https://t.co/P7BTyxZtLp — Hörður S Jónsson (@hoddi23) September 2, 2019Sendi aðstandendum Atla Eðvaldssonar innilegar samúðarkveðjur. Tók annað stóra viðtalið mitt sem blaðamaður við hann snemma árs 2008. Vorum fínustu félagar eftir það. Frábær fótboltamaður og sömuleiðis frábær persóna. Elskaði að spila og tala um fótbolta. Hvíl í friði, Atli. — Tómas Þór Þórðarson (@tomthordarson) September 2, 2019Takk fyrir mig Atli https://t.co/RPPQHBvOY0 — Gummi Ben (@GummiBen) September 2, 2019Atli Eðvaldsson, fyrrum þjálfari Þróttar, lést í dag eftir hetjulega baráttu við krabbamein. Atli var sannkallaður heiðursmaður sem hafði mikil áhrif á íslenska knattspyrnu, bæði sem leikmaður og þjálfari. Þróttur vottar fjölskyldu og vinum Atla innilegar samúðarkveðjur. pic.twitter.com/HPQ3B8r6ET — Þróttur (@throtturrvk) September 2, 2019Fyrrum leikmaður og þjálfari HK Atli Eðvaldsson lést í dag eftir hetjulega baráttu við krabbamein. Atli var mikill heiðursmaður sem hafði mikil áhrif á íslenska knattspyrnu, bæði sem leikmaður og þjálfari. HK sendir fjölskyldu og vinum Atla dýpstu samúðarkveðjur. pic.twitter.com/MOL4HjEWmb — HK (@HK_Kopavogur) September 2, 2019Hvíldu í friði Atli Eðvaldsson. Magnaður karakter sem að hafði djúpstæð áhrif á leikinn sem við Íslendingar elskum. — Daníel Magnússon (@danielmagg77) September 2, 2019Fyrir krakka sem ólst upp á níunda áratugnum, þá var Atli Eðvaldsson ekkert annað en ofurhetja. Frábær fótboltamaður og frábær fyrirmynd. Samúðarkveðjur á alla sem um sárt eiga að binda vegna fráfalls Atla. — Benedikt Gretarsson (@bennigretars) September 2, 2019Þær sorgarfréttir bárust í dag að Atli Eðvaldsson hefði látist eftir hetjulega baráttu við krabbamein. KR vottar fjölskyldu og ástvinum Atla samúð sína. Hans nafni verður haldið á lofti innan KR. pic.twitter.com/sRlXf75K69 — KR Reykjavik FC (@KRreykjavik) September 2, 2019Atli Eðvaldsson átti stóran þátt í því að @IBVsport varð Íslandsmeistari 1997 og 1998 og eitt af bestu liðum landsins árin þar á eftir. Hann lagði grunninn sem þjálfari liðsins 95-96, tók liðið úr eilífri fallbaráttu og út í Evrópu. Blessuð sé minning hans #fotbolti — Smári Jökull Jónsson (@smarijokull) September 2, 2019Atli var alltaf í miklu uppáhaldi hjá mér. Alltaf styðjandi, til í að hjálpa og gefa góð ráð. Og ég elskaði allar sögurnar. Ég sendi fólkinu hans mínar innilegustu samúðarkveðjur. #fyriratla#fyrirÍslandhttps://t.co/GnZeQ6Lsc4 — Vanda Sigurgeirsdóttir (@vandasig) September 2, 2019Atli Eðvalds bjó í húsinu við túnið þar sem við spiluðum fótbolta í hverfinu. Var ekki leiðinlegt að hafa sjálfan landsliðsþjálfarann í eldhúsglugganum að horfa á mann. Svo fékk maður auðvitað skammir þegar maður labbaði framhjá með videospólu en engan bolta. Hvíl í friði. — Orri Freyr Rúnarsson (@OrriFreyr) September 2, 2019Ruhe in Frieden Atli https://t.co/54hX0tOk6i — Fortuna Düsseldorf (@f95) September 2, 2019 Einstök manneskja og stór fyrirmynd Íslenskar knattspyrnu hefur kvatt okkur allt of snemma. Ég lærði ótrúlega mikið af Atla og nýt þeirra forréttinda að fá að vinna med @sifatla á hverjum degi. Sami leiðtogi og fyrirmynd eins og pabbi sinn Blessuð sé minning hans. https://t.co/jGzLW2zk7x — Elisabet Gunnarsdótt (@ElisabetGunnarz) September 2, 2019Atli var þá rúmlega tvítugur sumarstarfsmaður á Laugardalsvelli, landsliðsmaður og hetja í Val. Strax farinn að kenna og gefa af sér Magnaður kappi. Blessuð sé minning hans. — Jón Kaldal (@jonkaldal) September 2, 2019
Andlát Íslenski boltinn Tengdar fréttir Atli Eðvaldsson látinn Atli Eðvaldsson er látinn eftir hetjulega baráttu við krabbamein en Atli féll frá í dag. 2. september 2019 18:14 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hættur með landsliðið Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Sjá meira
Atli Eðvaldsson látinn Atli Eðvaldsson er látinn eftir hetjulega baráttu við krabbamein en Atli féll frá í dag. 2. september 2019 18:14