Jón Þór: Elín búin að vera frábær á árinu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. september 2019 21:09 „Þetta var erfið fæðing, við vissum það að slóvakíska yrði þétt til baka og erfitt við að eiga. Það er búið að ná flottum úrslitum í síðustu þremur leikjum á undan þessum leik og aðeins fengið á sig tvö mörk í þeim leikjum. Við vissum það að okkar biði þolinmæðis verk en ég er stoltur og ánægður með liðið í dag,“ sagði Jón Þór Hauksson þjálfari A-landsliðs kvenna eftir 1-0 sigur gegn Slóvakíu í undankeppni Evrópumótsins sem fram fer í Englandi sumarið 2021. „Þær héldu alltaf áfram og höfðu trú á þessu. Við þurftum aðeins að skerpa á hreyfingunum okkar inn í teig eftir fyrri hálfleikinn þar sem við vorum að fá frábærar fyrirgjafir og koma okkur í ágætis stöður en það gekk illa að skapa þessi dauðafæri en mér fannst við bæta okkur í síðari hálfleik og kláruðum leikinn,“ sagði Jón Þór ennfremur. Elín Metta Jensen skoraði eina mark Íslands í dag. Þá var hún var einnig á skotskónum gegn Ungverjalandi á dögunum en Elín er markahæst í Pepsi Max deild kvenna ásamt Hlín Eiríksdóttur, liðsfélaga sínum hjá Val, með 15 mörk. „Frábært mark hjá Elínu, hennar þriðja í þessu verkefni en hún er búin að vera frábær á árinu,“ sagði Jón Þór um Elínu Mettu og hennar framlag í síðustu tveimur leikjum. Hlín Eiríksdóttir byrjaði á bekknum í dag en annan leikinn í röð skipti Jón Þór báðum kantmönnum sínum af velli í síðari hálfleik. „Það frískar upp á þetta og við erum með 4-5 frábæra kantmenn í hópnum. Það er breiddin sem við höfum. Það er mjög mikilvægt að vera á fullum krafti í 90 mínútur út á vængjunum, það eru mikil hlaup á kantmönnunum okkar og þeir hafa staðið sig frábærlega í þessu verkefni,“ sagði Jón Þór aðspurður hvort þessar skiptingar væru komnar til að vera. „Það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur að fá sex stig í þessum tveimur heimaleikjum og það er ekki hægt að biðja um meira,“ sagði Jón Þór að lokum um hversu mikilvægt væri að byrja þessa undankeppni á tveimur sigrum, sérstaklega í ljósi þess að um heimaleiki væri að ræða. EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Slóvakía 1-0 | Elín Metta bjargaði deginum Ísland hefur unnið báða leiki sína í undankeppni EM 2021. 2. september 2019 20:45 Sjáðu sigurmarkið mikilvæga úr Laugardalnum Ísland er með mikilvæg sex stig eftir fyrstu tvo leikina 2. september 2019 20:42 Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Dagný ólétt af sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Sport Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn Fleiri fréttir Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt af sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Sjá meira
„Þetta var erfið fæðing, við vissum það að slóvakíska yrði þétt til baka og erfitt við að eiga. Það er búið að ná flottum úrslitum í síðustu þremur leikjum á undan þessum leik og aðeins fengið á sig tvö mörk í þeim leikjum. Við vissum það að okkar biði þolinmæðis verk en ég er stoltur og ánægður með liðið í dag,“ sagði Jón Þór Hauksson þjálfari A-landsliðs kvenna eftir 1-0 sigur gegn Slóvakíu í undankeppni Evrópumótsins sem fram fer í Englandi sumarið 2021. „Þær héldu alltaf áfram og höfðu trú á þessu. Við þurftum aðeins að skerpa á hreyfingunum okkar inn í teig eftir fyrri hálfleikinn þar sem við vorum að fá frábærar fyrirgjafir og koma okkur í ágætis stöður en það gekk illa að skapa þessi dauðafæri en mér fannst við bæta okkur í síðari hálfleik og kláruðum leikinn,“ sagði Jón Þór ennfremur. Elín Metta Jensen skoraði eina mark Íslands í dag. Þá var hún var einnig á skotskónum gegn Ungverjalandi á dögunum en Elín er markahæst í Pepsi Max deild kvenna ásamt Hlín Eiríksdóttur, liðsfélaga sínum hjá Val, með 15 mörk. „Frábært mark hjá Elínu, hennar þriðja í þessu verkefni en hún er búin að vera frábær á árinu,“ sagði Jón Þór um Elínu Mettu og hennar framlag í síðustu tveimur leikjum. Hlín Eiríksdóttir byrjaði á bekknum í dag en annan leikinn í röð skipti Jón Þór báðum kantmönnum sínum af velli í síðari hálfleik. „Það frískar upp á þetta og við erum með 4-5 frábæra kantmenn í hópnum. Það er breiddin sem við höfum. Það er mjög mikilvægt að vera á fullum krafti í 90 mínútur út á vængjunum, það eru mikil hlaup á kantmönnunum okkar og þeir hafa staðið sig frábærlega í þessu verkefni,“ sagði Jón Þór aðspurður hvort þessar skiptingar væru komnar til að vera. „Það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur að fá sex stig í þessum tveimur heimaleikjum og það er ekki hægt að biðja um meira,“ sagði Jón Þór að lokum um hversu mikilvægt væri að byrja þessa undankeppni á tveimur sigrum, sérstaklega í ljósi þess að um heimaleiki væri að ræða.
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Slóvakía 1-0 | Elín Metta bjargaði deginum Ísland hefur unnið báða leiki sína í undankeppni EM 2021. 2. september 2019 20:45 Sjáðu sigurmarkið mikilvæga úr Laugardalnum Ísland er með mikilvæg sex stig eftir fyrstu tvo leikina 2. september 2019 20:42 Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Dagný ólétt af sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Sport Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn Fleiri fréttir Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt af sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Slóvakía 1-0 | Elín Metta bjargaði deginum Ísland hefur unnið báða leiki sína í undankeppni EM 2021. 2. september 2019 20:45
Sjáðu sigurmarkið mikilvæga úr Laugardalnum Ísland er með mikilvæg sex stig eftir fyrstu tvo leikina 2. september 2019 20:42