Simone Biles sendi fjölskyldu fórnarlamba bróður síns samúðarkveðjur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2019 15:30 Simone Biles. Getty/Jamie Squire Það eru erfiðir tímar hjá bestu fimleikakonu heims eftir að bróðir hennar framdi þrefalt morð. Simone Biles hefur nú tjáð sig í fyrsta sinn um hryllilegan glæp bróður síns. Það þekkja flestir Simone Biles sem brosandi og lífsglaða stelpu sem hefur verið nánast í sérflokki í fimleikasalnum síðustu ár. Það var mikið áfall fyrir hana þegar fréttist af örlögum bróður hennar. Simone Biles vildi senda fjölskyldu fórnarlamba bróður síns „innilegar samúðarkveðjur“ en hann framdi morðin á gamlárskvöld.In her first comments since her brother's arrest on a murder charge, Simone Biles expressed her "sincere condolences" to the victims of the New Year's Eve shooting. https://t.co/hDWErVzlhE — USA TODAY Sports (@usatodaysports) September 3, 2019Bróðir hennar heitir Tevin Biles-Thomas og Simone Biles var að ræða þetta mál í fyrsta sinn frá því að hann var handtekinn fyrir morðið. Hann var kærður fyrir morð, grófa árás og meinsæri. Biles segir að hún eigi enn erfitt með að melta þessar hræðilegu fréttir. Morðin framdi hann í partíi á gamlárskvöld eftir að hópur óboðinna manna mætti á svæðið og voru beðnir um að yfirgefa veisluna. Auk þeirra þriggja sem létust, slösuðust tveir til viðbótar. „Hjarta mitt er hjá öllum sem lentu í þessu og þá sérstaklega hjá fórnarlömbunum og fjölskyldum þeirra. Það er ekkert sem ég get sagt sem mun lækna þeirra sársauka en ég vil samt nota tækifærið og senda öllum innilegar samúðarkveðjur sem þessi hræðilegi harmleikur snerti,“ sagði Simone Biles. Simone Biles ólst ekki upp með bróður sínum en hún var þriggja ára gömul þegar hún, bróðir hennar og tvö önnur systkini voru sett í fóstur vegna eiturlyfja- og áfengisvandamála móður hennar. Biles og yngri systir hennar, Adria, fóru seinna til afa síns og eiginkonu hans, Ron og Nellie Biles. Þau ættleiddu báðar stelpurnar þegar Biles var sex ára og hafa síðan átt heima í Houston. Biles-Thomas og fjórða systkinið ólust aftur á móti upp hjá öðrum ættingjum í Cleveland. Simone Biles varð fjórfaldur Ólympíumeistari í Ríó 2016 og hefur unnið fjórtán gullverðlaun á heimsmeistaramótum. Hún er í frábæru formi þessa dagana og til alls líkleg á næsta ári þegar Ólympíuleikarnir fara fram í Tókýó í Japan. Bandaríkin Fimleikar Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira
Það eru erfiðir tímar hjá bestu fimleikakonu heims eftir að bróðir hennar framdi þrefalt morð. Simone Biles hefur nú tjáð sig í fyrsta sinn um hryllilegan glæp bróður síns. Það þekkja flestir Simone Biles sem brosandi og lífsglaða stelpu sem hefur verið nánast í sérflokki í fimleikasalnum síðustu ár. Það var mikið áfall fyrir hana þegar fréttist af örlögum bróður hennar. Simone Biles vildi senda fjölskyldu fórnarlamba bróður síns „innilegar samúðarkveðjur“ en hann framdi morðin á gamlárskvöld.In her first comments since her brother's arrest on a murder charge, Simone Biles expressed her "sincere condolences" to the victims of the New Year's Eve shooting. https://t.co/hDWErVzlhE — USA TODAY Sports (@usatodaysports) September 3, 2019Bróðir hennar heitir Tevin Biles-Thomas og Simone Biles var að ræða þetta mál í fyrsta sinn frá því að hann var handtekinn fyrir morðið. Hann var kærður fyrir morð, grófa árás og meinsæri. Biles segir að hún eigi enn erfitt með að melta þessar hræðilegu fréttir. Morðin framdi hann í partíi á gamlárskvöld eftir að hópur óboðinna manna mætti á svæðið og voru beðnir um að yfirgefa veisluna. Auk þeirra þriggja sem létust, slösuðust tveir til viðbótar. „Hjarta mitt er hjá öllum sem lentu í þessu og þá sérstaklega hjá fórnarlömbunum og fjölskyldum þeirra. Það er ekkert sem ég get sagt sem mun lækna þeirra sársauka en ég vil samt nota tækifærið og senda öllum innilegar samúðarkveðjur sem þessi hræðilegi harmleikur snerti,“ sagði Simone Biles. Simone Biles ólst ekki upp með bróður sínum en hún var þriggja ára gömul þegar hún, bróðir hennar og tvö önnur systkini voru sett í fóstur vegna eiturlyfja- og áfengisvandamála móður hennar. Biles og yngri systir hennar, Adria, fóru seinna til afa síns og eiginkonu hans, Ron og Nellie Biles. Þau ættleiddu báðar stelpurnar þegar Biles var sex ára og hafa síðan átt heima í Houston. Biles-Thomas og fjórða systkinið ólust aftur á móti upp hjá öðrum ættingjum í Cleveland. Simone Biles varð fjórfaldur Ólympíumeistari í Ríó 2016 og hefur unnið fjórtán gullverðlaun á heimsmeistaramótum. Hún er í frábæru formi þessa dagana og til alls líkleg á næsta ári þegar Ólympíuleikarnir fara fram í Tókýó í Japan.
Bandaríkin Fimleikar Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum