Á tólfta degi í hungurverkfalli: „Deyi ég hér skiptir það engu máli“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. september 2019 19:00 Hælisleitandi sem hefur verið í hungurverkfalli í tólf daga segist örmagna. Hann vilji þó frekar deyja hér en að vera sendur úr landi. Honum hefur verið synjað um dvalarleyfi og bíður brottvísunar. Amin er 26 ára gamall og fæddur í Íran. Hann segist hafa orðið fyrir ofsóknum eftir að hafa skipt um trú og snúist frá Íslam til kristni. Þar sem hann óttaðist um líf sitt lagði hann á flótta. „Ég er frá Íran og átti bæði í trúarlegum og pólitískum erfiðleikum. Þess vegna varð ég að flýja," segir Amin Ghayszadeh. Hann kom til Íslands í desember í fyrra og sótti um hæli. Líkt og margir aðrir flóttamenn fór hann þó fyrst til Grikklands þar sem honum var veitt alþjóðleg vernd. Hælisleitendur í þeirri stöðu eru endursendir þangað. Rauði krossinn á Íslandi hefur þó ítrekað varað við þessum endursendingum vegna bágra aðstæðna sem bíða fólksins þar. Umsókn Amins hlaut ekki efnismeðferð. Útlendingastofnun hafnaði honum í sumar og í byrjun ágúst hafnaði kærunefnd útlendingamála frestun á réttaráhrifum. Amin sem býr í húsnæði á vegum Útlendingastofnunar á Grensásvegi hefur verið í hungurverkfalli í tólf daga. Hann segist ekki geta farið til baka. „Ég get ekki snúið aftur til Grikklands. Deyi ég hér skiptir það engu máli. Ég reyni að útskýra að ef ég fer aftur til Grikklands er ég í hættu. Ég get ekki búið þar svo ég verð hér eins lengi og ég get," segir Amin. Hann var 52 kíló þegar hann hóf hungurverkfallið fyrir tólf dögum og hefur grennst mikið. „Líkami minn er kaldur og ég er með hjartaverk," segir hann. Að sögn lögmanns Amins er til skoðunar að fara fram á endurupptöku málsins á grundvelli breyttra heilsufarsástæðna. Hann segist munu halda hungurverkfallinu áfram þar til á hann verður hlustað. „Ég mun gera þetta í eins langan tíma og ríkisstjórnin þarf til að senda mig til Grikklands," segir Amin. Grikkland Hælisleitendur Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Hælisleitandi sem hefur verið í hungurverkfalli í tólf daga segist örmagna. Hann vilji þó frekar deyja hér en að vera sendur úr landi. Honum hefur verið synjað um dvalarleyfi og bíður brottvísunar. Amin er 26 ára gamall og fæddur í Íran. Hann segist hafa orðið fyrir ofsóknum eftir að hafa skipt um trú og snúist frá Íslam til kristni. Þar sem hann óttaðist um líf sitt lagði hann á flótta. „Ég er frá Íran og átti bæði í trúarlegum og pólitískum erfiðleikum. Þess vegna varð ég að flýja," segir Amin Ghayszadeh. Hann kom til Íslands í desember í fyrra og sótti um hæli. Líkt og margir aðrir flóttamenn fór hann þó fyrst til Grikklands þar sem honum var veitt alþjóðleg vernd. Hælisleitendur í þeirri stöðu eru endursendir þangað. Rauði krossinn á Íslandi hefur þó ítrekað varað við þessum endursendingum vegna bágra aðstæðna sem bíða fólksins þar. Umsókn Amins hlaut ekki efnismeðferð. Útlendingastofnun hafnaði honum í sumar og í byrjun ágúst hafnaði kærunefnd útlendingamála frestun á réttaráhrifum. Amin sem býr í húsnæði á vegum Útlendingastofnunar á Grensásvegi hefur verið í hungurverkfalli í tólf daga. Hann segist ekki geta farið til baka. „Ég get ekki snúið aftur til Grikklands. Deyi ég hér skiptir það engu máli. Ég reyni að útskýra að ef ég fer aftur til Grikklands er ég í hættu. Ég get ekki búið þar svo ég verð hér eins lengi og ég get," segir Amin. Hann var 52 kíló þegar hann hóf hungurverkfallið fyrir tólf dögum og hefur grennst mikið. „Líkami minn er kaldur og ég er með hjartaverk," segir hann. Að sögn lögmanns Amins er til skoðunar að fara fram á endurupptöku málsins á grundvelli breyttra heilsufarsástæðna. Hann segist munu halda hungurverkfallinu áfram þar til á hann verður hlustað. „Ég mun gera þetta í eins langan tíma og ríkisstjórnin þarf til að senda mig til Grikklands," segir Amin.
Grikkland Hælisleitendur Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira