Uppreisnarmenn reknir úr þingflokki Íhaldsflokksins Kjartan Kjartansson skrifar 3. september 2019 23:01 Það var ekki glatt yfir Johnson forsætisráðherra (f.m.) og félögum hans í Íhaldsflokknum á þingi í kvöld. Vísir/EPA Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, byrjaði í kvöld að tilkynna uppreisnarmönnum í Íhaldsflokki hans að þeir séu reknir úr þingflokknum. Uppreisnarmennirnir greiddu atkvæði gegn Johnson í þinginu í kvöld til að stöðva útgöngu úr Evrópusambandinu án samnings. Tillagan sem breska þingið samþykkti með 27 atkvæða mun í kvöld gaf þverpólitískum hópi þingmanna dagskrárvald í þinginu. Á morgun ætlar hópurinn því að leggja fram frumvarp sem kæmi í veg fyrir að Johnson geti dregið Bretland úr Evrópusambandinu án samnings 31. október. Tuttugu og einn þingmaður Íhaldsflokksins greiddi atkvæði með tillögunni í kvöld þrátt fyrir að Johnson hefði hótað þeim brottrekstri úr þingflokknum. Johnson virðist hafa staðið við stóru orðin því breskir fjölmiðlar hafa eftir heimildarmönnum sínum í kvöld að Mark Spencer, þingflokksformaður Íhaldsflokksins, hafi byrjað að hringja í uppreisnarmennina til að tilkynna þeim um brottreksturinn skömmu eftir að atkvæðagreiðslunni lauk. Á meðal þeirra sem eru reknir úr þingflokknum eru Philip Hammond sem var fjármálaráðherra í ríkisstjórn Theresu May þar til í lok sumars og David Gauke, dómsmálaráðherrann í stjórn May. Nicholas Soames, fyrrverandi ráðherra Íhaldsflokksins og barnabarn Winstons Churchill, er einnig rekinn úr þingflokknum fyrir að greiða atkvæði með tillögunni. Soames, sem er 71 árs gamall, segist ætla að hætta sem þingmaður við næstu kosningar. Johnson lagði fram frumvarp í kvöld um að boða til kosninga um miðjan október. Til þess þarf hann samþykki meirihluta þingmanna. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, segir flokk sinn aðeins munu fallast á kosningar verði frumvarp sem stöðvi útgöngu án samnings samþykkt. Bretland Brexit Tengdar fréttir Íhaldsflokkurinn missir meirihlutann: „Ríkisstjórnin stefnir lífi fólks og lífsviðurværi þess í voða“ Íhaldsflokkurinn missti í dag eins manns meirihluta sinn á breska þinginu þegar þingmaðurinn Phillip Lee stóð upp á þingfundi og færði sig yfir til Frjálslyndra demókrata í þingsalnum. 3. september 2019 15:06 Kom á óvart að ríkisstjórn Boris Johnson skyldi missa meirihluta sinn Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir það hafa komið á óvart að ríkisstjórn Íhaldsflokksins undir forystu Boris Johnson skyldi missa eins manns meirihluta sinn á þinginu í dag er Phillip Lee gekk til liðs við Frjálslynda demókrata. 3. september 2019 16:53 Andstæðingar Brexit fá að bera fram frumvarp sitt Frumvarp sem á að koma í veg fyrir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu án samnings verður lagt fram á morgun. 3. september 2019 21:00 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, byrjaði í kvöld að tilkynna uppreisnarmönnum í Íhaldsflokki hans að þeir séu reknir úr þingflokknum. Uppreisnarmennirnir greiddu atkvæði gegn Johnson í þinginu í kvöld til að stöðva útgöngu úr Evrópusambandinu án samnings. Tillagan sem breska þingið samþykkti með 27 atkvæða mun í kvöld gaf þverpólitískum hópi þingmanna dagskrárvald í þinginu. Á morgun ætlar hópurinn því að leggja fram frumvarp sem kæmi í veg fyrir að Johnson geti dregið Bretland úr Evrópusambandinu án samnings 31. október. Tuttugu og einn þingmaður Íhaldsflokksins greiddi atkvæði með tillögunni í kvöld þrátt fyrir að Johnson hefði hótað þeim brottrekstri úr þingflokknum. Johnson virðist hafa staðið við stóru orðin því breskir fjölmiðlar hafa eftir heimildarmönnum sínum í kvöld að Mark Spencer, þingflokksformaður Íhaldsflokksins, hafi byrjað að hringja í uppreisnarmennina til að tilkynna þeim um brottreksturinn skömmu eftir að atkvæðagreiðslunni lauk. Á meðal þeirra sem eru reknir úr þingflokknum eru Philip Hammond sem var fjármálaráðherra í ríkisstjórn Theresu May þar til í lok sumars og David Gauke, dómsmálaráðherrann í stjórn May. Nicholas Soames, fyrrverandi ráðherra Íhaldsflokksins og barnabarn Winstons Churchill, er einnig rekinn úr þingflokknum fyrir að greiða atkvæði með tillögunni. Soames, sem er 71 árs gamall, segist ætla að hætta sem þingmaður við næstu kosningar. Johnson lagði fram frumvarp í kvöld um að boða til kosninga um miðjan október. Til þess þarf hann samþykki meirihluta þingmanna. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, segir flokk sinn aðeins munu fallast á kosningar verði frumvarp sem stöðvi útgöngu án samnings samþykkt.
Bretland Brexit Tengdar fréttir Íhaldsflokkurinn missir meirihlutann: „Ríkisstjórnin stefnir lífi fólks og lífsviðurværi þess í voða“ Íhaldsflokkurinn missti í dag eins manns meirihluta sinn á breska þinginu þegar þingmaðurinn Phillip Lee stóð upp á þingfundi og færði sig yfir til Frjálslyndra demókrata í þingsalnum. 3. september 2019 15:06 Kom á óvart að ríkisstjórn Boris Johnson skyldi missa meirihluta sinn Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir það hafa komið á óvart að ríkisstjórn Íhaldsflokksins undir forystu Boris Johnson skyldi missa eins manns meirihluta sinn á þinginu í dag er Phillip Lee gekk til liðs við Frjálslynda demókrata. 3. september 2019 16:53 Andstæðingar Brexit fá að bera fram frumvarp sitt Frumvarp sem á að koma í veg fyrir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu án samnings verður lagt fram á morgun. 3. september 2019 21:00 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Íhaldsflokkurinn missir meirihlutann: „Ríkisstjórnin stefnir lífi fólks og lífsviðurværi þess í voða“ Íhaldsflokkurinn missti í dag eins manns meirihluta sinn á breska þinginu þegar þingmaðurinn Phillip Lee stóð upp á þingfundi og færði sig yfir til Frjálslyndra demókrata í þingsalnum. 3. september 2019 15:06
Kom á óvart að ríkisstjórn Boris Johnson skyldi missa meirihluta sinn Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir það hafa komið á óvart að ríkisstjórn Íhaldsflokksins undir forystu Boris Johnson skyldi missa eins manns meirihluta sinn á þinginu í dag er Phillip Lee gekk til liðs við Frjálslynda demókrata. 3. september 2019 16:53
Andstæðingar Brexit fá að bera fram frumvarp sitt Frumvarp sem á að koma í veg fyrir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu án samnings verður lagt fram á morgun. 3. september 2019 21:00