Leitar uppi stolin hjól Björn Þorfinnsson skrifar 4. september 2019 06:15 Andri Már Sigurðsson endurheimti hjólið sitt í gær með aðstoð Bjartmars sem má með sanni segja að sé hjólahvíslari Reykjavíkur. Fréttablaðið/ERNIR Í sumar varaði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu við því að reiðhjólaþjófnaður á höfuðborgarsvæðinu hefði færst í vöxt. Hafa þjófarnir gerst sífellt bíræfnari og láta hvorki lása né rammgerðar keðjur stöðva sig. Leikur grunur á að í mörgum tilvikum sé um skipulagða glæpastarfsemi að ræða. Einn af þeim sem hafa látið sig málið varða er Reykvíkingurinn Bjartmar Leósson. Á nokkrum mánuðum hefur hann fundið fjölmörg hjól fyrir fórnarlömb fingralanga í miðbæ höfuðborgarinnar. „Þetta byrjaði í raun fyrir tilviljun. Ég er búsettur í miðbænum og fyrir nokkrum mánuðum rak ég augun í þrjú hjól sem voru læst í anddyri Háspennu við Hlemm. Það sem vakti athygli mína var að lásinn var bara ódýrt skran og það vakti grunsemdir mínar,“ segir Bjartmar. Hann tók mynd af hjólunum og hafði samband við lögreglu og hugboð hans reyndist rétt. Hjólunum hafði verið stolið og árvekni Bjartmars varð til þess að þau komust til réttra eigenda. Segja má að þetta hafi komið Bjartmari á bragðið og í kjölfarið fór hann að leggja sig fram við að hafa upp á hjólum. „Það er greinilega faraldur í gangi og ég ákvað bara að gera eitthvað í málunum. Þetta snýst ekki um annað en að hafa augun opin og koma upplýsingunum áfram.“ Hafa meðlimir Facebook-hópsins Hjóladót Tapað, fundið eða stolið notið góðs af vinnu Bjartmars og áætlar hann að hann hafi á þessum stutta tíma fundið um 15 hjól eða aðstoðað eigendur þeirra við að hafa upp á þeim. Í þeim hópi var einmitt blaðamaður Fréttablaðsins sem naut liðsinnis Bjartmars við að hafa upp á stolnu hjóli sonar síns. Hefur Bjartmar síðan gengið undir nafninu „Hjólhestahvíslarinn“ á ritstjórn blaðsins. Bjartmar segir að upplifun sín sé sú að í einfaldri mynd skiptist þjófnaðirnir í tvo flokka. „Flestum hjólunum sem ég hef fundið hafa einstaklingar í neyslu stolið og freistað þess að selja þau fyrir lágt verð til þess að fjármagna neyslu sína. En ég hef einnig frétt af erlendum hópum sem eru skipulagðari og koma stolnum hjólum beint úr landi,“ segir Bjartmar. Hann tekur undir varnaðarorð lögreglunnar um að lásar stöðvi ekki þjófnað. „Þú getur allt eins notað lakkrísreimar eins og þessa hefðbundnu krullulása sem fólk er að nota,“ segir hann. Að hans sögn eru nokkrir staðir líklegri en aðrir þegar kemur að því að hafa upp á stolnum hjólum. „Ég er með nokkra staði sem eru líklegri en aðrir og geri mér reglulega ferð þar fram hjá. Oftar en ekki sé ég einhver hjól í reiðileysi sem ég reyni þá að finna eigendurna að. Samfélagsmiðlarnir gera manni auðvelt fyrir,“ segir Bjartmar, sem er hvergi nærri hættur í þessari samfélagsþjónustu sinni. bjornth@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Í sumar varaði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu við því að reiðhjólaþjófnaður á höfuðborgarsvæðinu hefði færst í vöxt. Hafa þjófarnir gerst sífellt bíræfnari og láta hvorki lása né rammgerðar keðjur stöðva sig. Leikur grunur á að í mörgum tilvikum sé um skipulagða glæpastarfsemi að ræða. Einn af þeim sem hafa látið sig málið varða er Reykvíkingurinn Bjartmar Leósson. Á nokkrum mánuðum hefur hann fundið fjölmörg hjól fyrir fórnarlömb fingralanga í miðbæ höfuðborgarinnar. „Þetta byrjaði í raun fyrir tilviljun. Ég er búsettur í miðbænum og fyrir nokkrum mánuðum rak ég augun í þrjú hjól sem voru læst í anddyri Háspennu við Hlemm. Það sem vakti athygli mína var að lásinn var bara ódýrt skran og það vakti grunsemdir mínar,“ segir Bjartmar. Hann tók mynd af hjólunum og hafði samband við lögreglu og hugboð hans reyndist rétt. Hjólunum hafði verið stolið og árvekni Bjartmars varð til þess að þau komust til réttra eigenda. Segja má að þetta hafi komið Bjartmari á bragðið og í kjölfarið fór hann að leggja sig fram við að hafa upp á hjólum. „Það er greinilega faraldur í gangi og ég ákvað bara að gera eitthvað í málunum. Þetta snýst ekki um annað en að hafa augun opin og koma upplýsingunum áfram.“ Hafa meðlimir Facebook-hópsins Hjóladót Tapað, fundið eða stolið notið góðs af vinnu Bjartmars og áætlar hann að hann hafi á þessum stutta tíma fundið um 15 hjól eða aðstoðað eigendur þeirra við að hafa upp á þeim. Í þeim hópi var einmitt blaðamaður Fréttablaðsins sem naut liðsinnis Bjartmars við að hafa upp á stolnu hjóli sonar síns. Hefur Bjartmar síðan gengið undir nafninu „Hjólhestahvíslarinn“ á ritstjórn blaðsins. Bjartmar segir að upplifun sín sé sú að í einfaldri mynd skiptist þjófnaðirnir í tvo flokka. „Flestum hjólunum sem ég hef fundið hafa einstaklingar í neyslu stolið og freistað þess að selja þau fyrir lágt verð til þess að fjármagna neyslu sína. En ég hef einnig frétt af erlendum hópum sem eru skipulagðari og koma stolnum hjólum beint úr landi,“ segir Bjartmar. Hann tekur undir varnaðarorð lögreglunnar um að lásar stöðvi ekki þjófnað. „Þú getur allt eins notað lakkrísreimar eins og þessa hefðbundnu krullulása sem fólk er að nota,“ segir hann. Að hans sögn eru nokkrir staðir líklegri en aðrir þegar kemur að því að hafa upp á stolnum hjólum. „Ég er með nokkra staði sem eru líklegri en aðrir og geri mér reglulega ferð þar fram hjá. Oftar en ekki sé ég einhver hjól í reiðileysi sem ég reyni þá að finna eigendurna að. Samfélagsmiðlarnir gera manni auðvelt fyrir,“ segir Bjartmar, sem er hvergi nærri hættur í þessari samfélagsþjónustu sinni. bjornth@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira