Fögnuðu áheitameti í maraþoninu í ár Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 4. september 2019 11:44 4.667 hlauparar á öllum aldri tóku þátt í þetta skiptið. Vísir/Einar Árnason Í ár söfnuðu hlauparar í Reykjavíkurmaraþoninu 167.483.404 krónum til 181 góðgerðafélags sem er nýtt met og 6,7 prósent hærri upphæð en safnaðist í fyrra. Heildarupphæð áheita sem hafa safnast í tengslum við Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka frá því áheitasöfnun hófst árið 2006 er nú komin í tæplega 990 milljónir. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Íþróttabandalagi Reykjavíkur. Uppskeruhátíð áheitasöfnunar Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka 2019 fór fram í gær. Á uppskeruhátíðinni komu saman fulltrúar góðgerðafélaga, hlauparar, starfsmenn og stuðningsaðilar til að fagna góðum árangri áheitasöfnunarinnar sem fram fór á vefnum hlaupastyrkur.is. Íslandsbanki sem er aðalstyrktaraðili hlaupsins, bauð til hátíðarinnar í höfuðstöðvum sínum í Norðurturni. „Þeir hlauparar sem söfnuðu mest fengu viðurkenningu á áheitahátíðinni í gær. Þá voru einnig veitt verðlaun til góðgerðafélaga sem voru með hvatningarstöð á hlaupaleiðinni. Um var að ræða útdráttarverðlaun að upphæð 50 þúsund krónur fyrir tvö félög sem voru með hvatningarstöð þar sem allir hlaupa hjá og 100 þúsund krónur fyrir eitt félag sem var með stöð þar sem aðeins maraþonhlauparar fara hjá. Það voru Samtök um endometriosu og Villikettir sem fengu 50.000 krónur hvort og Ljósið, Endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda sem fékk 100.000 krónur.“Frá vinstri: Jóna Hildur Bjarnadóttir, hlaupstjóri Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka, Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, Kolbrún Stígsdóttir frá Samtökum um enómetríósu, Agla Sól Pétursdóttir sem var í 3.sæti einstaklinga í áheitasöfnuninni, Olga Katrín Davíðsd. Skarstad sem safnaði mest allra einstaklinga, Mekkín Bjarkadóttir úr hlaupahópnum Vinir Ólavíu, Ólöf Ólafsdóttir frá Villiköttum dýraverndunarfélagi, Sólveig Kolbrún Pálsdóttir frá Ljósinu, Ævar Ólafssson og Freyr Baldursson frá Deloitte og Gígja Gunnarsdóttir, ritari framkvæmdastjórnar Íþróttabandalags Reykjavíkur.Aðsend myndÞað var Olga Katrín Davíðsd. Skarstad safnaði mest allra einstaklinga, 1.400.000 krónur fyrir Vinir Ólavíu – Styrktarfélag. Olga Katrín fékk einnig flest áheit, 240 talsins. Arnar Hallsson safnaði næst mest, 1.027.100 krónur fyrir CMT4A styrktarsjóð Þórdísar. Í þriðja sæti einstaklinga var Agla Sól Pétursdóttir sem safnaði 959.000 krónum fyrir Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna (SKB). Sá hlaupahópur sem safnaði mestu var Vinir Ólavíu en þau söfnuðu 3.886.000 krónum og fyrirtækjahópurinn sem safnaði mestu var Deloitte sem safnaði 851.265 krónum. Alls bárust 38.539 einstök áheit í söfnunina á hlaupastyrkur.is í ár og var meðalupphæð áheita 4.346 krónur. Áheitin verða greidd til góðgerðafélaganna í lok október en þá berast síðustu greiðslur frá korta- og símafyrirtækjum, samkvæmt tilkynningunni. „Öll áheit sem bárust fara beint til félaganna því Íslandsbanki greiðir allan kostnað við söfnunina. Þau félög sem fá mest í ár eru Ljósið 15 milljónir, Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna 11,3 milljónir og Alzheimersamtökin 6,5 milljónir. 137 af þeim félögum sem safnað var fyrir fengu meira en 100.000 krónur í sinn hlut, 42 félög fengu meira en milljón og sjö félög meira en fimm milljónir.“ Reykjavíkurmaraþon Tengdar fréttir Stjörnuhlauparar gærdagsins misþreyttir en ánægðir: Fór að hágráta þegar 500 metrar voru eftir Ástandið á hlaupurum gærdagsins var misgott þegar blaðamaður heyrði í þeim. 25. ágúst 2019 14:01 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Í ár söfnuðu hlauparar í Reykjavíkurmaraþoninu 167.483.404 krónum til 181 góðgerðafélags sem er nýtt met og 6,7 prósent hærri upphæð en safnaðist í fyrra. Heildarupphæð áheita sem hafa safnast í tengslum við Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka frá því áheitasöfnun hófst árið 2006 er nú komin í tæplega 990 milljónir. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Íþróttabandalagi Reykjavíkur. Uppskeruhátíð áheitasöfnunar Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka 2019 fór fram í gær. Á uppskeruhátíðinni komu saman fulltrúar góðgerðafélaga, hlauparar, starfsmenn og stuðningsaðilar til að fagna góðum árangri áheitasöfnunarinnar sem fram fór á vefnum hlaupastyrkur.is. Íslandsbanki sem er aðalstyrktaraðili hlaupsins, bauð til hátíðarinnar í höfuðstöðvum sínum í Norðurturni. „Þeir hlauparar sem söfnuðu mest fengu viðurkenningu á áheitahátíðinni í gær. Þá voru einnig veitt verðlaun til góðgerðafélaga sem voru með hvatningarstöð á hlaupaleiðinni. Um var að ræða útdráttarverðlaun að upphæð 50 þúsund krónur fyrir tvö félög sem voru með hvatningarstöð þar sem allir hlaupa hjá og 100 þúsund krónur fyrir eitt félag sem var með stöð þar sem aðeins maraþonhlauparar fara hjá. Það voru Samtök um endometriosu og Villikettir sem fengu 50.000 krónur hvort og Ljósið, Endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda sem fékk 100.000 krónur.“Frá vinstri: Jóna Hildur Bjarnadóttir, hlaupstjóri Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka, Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, Kolbrún Stígsdóttir frá Samtökum um enómetríósu, Agla Sól Pétursdóttir sem var í 3.sæti einstaklinga í áheitasöfnuninni, Olga Katrín Davíðsd. Skarstad sem safnaði mest allra einstaklinga, Mekkín Bjarkadóttir úr hlaupahópnum Vinir Ólavíu, Ólöf Ólafsdóttir frá Villiköttum dýraverndunarfélagi, Sólveig Kolbrún Pálsdóttir frá Ljósinu, Ævar Ólafssson og Freyr Baldursson frá Deloitte og Gígja Gunnarsdóttir, ritari framkvæmdastjórnar Íþróttabandalags Reykjavíkur.Aðsend myndÞað var Olga Katrín Davíðsd. Skarstad safnaði mest allra einstaklinga, 1.400.000 krónur fyrir Vinir Ólavíu – Styrktarfélag. Olga Katrín fékk einnig flest áheit, 240 talsins. Arnar Hallsson safnaði næst mest, 1.027.100 krónur fyrir CMT4A styrktarsjóð Þórdísar. Í þriðja sæti einstaklinga var Agla Sól Pétursdóttir sem safnaði 959.000 krónum fyrir Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna (SKB). Sá hlaupahópur sem safnaði mestu var Vinir Ólavíu en þau söfnuðu 3.886.000 krónum og fyrirtækjahópurinn sem safnaði mestu var Deloitte sem safnaði 851.265 krónum. Alls bárust 38.539 einstök áheit í söfnunina á hlaupastyrkur.is í ár og var meðalupphæð áheita 4.346 krónur. Áheitin verða greidd til góðgerðafélaganna í lok október en þá berast síðustu greiðslur frá korta- og símafyrirtækjum, samkvæmt tilkynningunni. „Öll áheit sem bárust fara beint til félaganna því Íslandsbanki greiðir allan kostnað við söfnunina. Þau félög sem fá mest í ár eru Ljósið 15 milljónir, Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna 11,3 milljónir og Alzheimersamtökin 6,5 milljónir. 137 af þeim félögum sem safnað var fyrir fengu meira en 100.000 krónur í sinn hlut, 42 félög fengu meira en milljón og sjö félög meira en fimm milljónir.“
Reykjavíkurmaraþon Tengdar fréttir Stjörnuhlauparar gærdagsins misþreyttir en ánægðir: Fór að hágráta þegar 500 metrar voru eftir Ástandið á hlaupurum gærdagsins var misgott þegar blaðamaður heyrði í þeim. 25. ágúst 2019 14:01 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Stjörnuhlauparar gærdagsins misþreyttir en ánægðir: Fór að hágráta þegar 500 metrar voru eftir Ástandið á hlaupurum gærdagsins var misgott þegar blaðamaður heyrði í þeim. 25. ágúst 2019 14:01