770 milljóna tap vegna gjaldþrots Primera Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. september 2019 11:59 Vél hins gjaldþrota Primera Air á Keflavíkurflugvelli. VÍSIR Gjaldþrot flugfélagsins Primera Air reyndist ferðaskrifstofunni Heimsferðum þungt í uppgjör síðasta árs. Að teknu tilliti til tapaðra krafna vegna gjaldþrots Primera Air og Primera Travel Group (PTG) var afkoma Heimsferða neikvæð um 767,9 milljónir króna. Alls námu tapaðar kröfur á hendur Primera Air og PTG 938,7 milljónum króna. Arion banki tók yfir rekstur Heimsferða í júní á þessu ári með það að markmiði að tryggja áframhaldandi starfssemi félagsins. Hefur bankinn þegar hafið söluferli félagsins og eru viðræður við mögulega fjárfesta hafnar. Heimsferðir þurftu að ráðast í „mikla endurskipulagningu“ við gjaldþrota Primera Air og reyndust nýir flugsamningar kostnaðarsamir. Þannig er áætlað að einskiptiskostnaður vegna gjalþrotsins hafi numið tæplega 96 milljónum króna. Hagnaður eftir skatt af reglulegri starfsemi ársins nam 2,7 milljónum króna samanborið við 52,3 milljónir króna árið 2017. Úr ársreikningi Heimsferða má þó lesa að grunnrekstur fyrirtækisins hafi gengið ágætlega. Þannig námu rekstrartekjur Heimferða 4,3 milljörðum króna árið 2018, sem er um 8 prósent aukning frá fyrra ári. Þá segir Jón Karl Ólafsson, stjórnarformaður Heimsferða, að horfur fyrir árið 2019 séu jákvæðar - „þrátt fyrir að fyrri hluti ársins hafi verið krefjandi m.a. vegna áhrifa falls Primera Air.“ Þannig hafi verið gengið frá samningum um flug fyrir félagið í vetur, gert ráð fyrir að flugvél verði staðsett á Íslandi eins og undanfarin ár og verða bæði stök flugsæti og pakkaferðir í boði fjóra daga vikunnar. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Tengdar fréttir Draga í efa ársreikninga Primera Air Aðaleigandi Primera-samstæðunnar vísar því á bug að ársreikningar félaga innan ferðaþjónustusamstæðunnar hafi farið í bága við lög og reglur. Endurskoðendur telja vafa leika á því hvort Primera Air hafi verið heimilt að innleysa 14. nóvember 2018 07:30 Fall Primera Air kemur niður á afkomu Arion banka Verulega hefur dregið úr hagnaði og arðsemi bankans á fyrstu níu mánuðum þessa árs, borið saman við sama tímabil í fyrra. 31. október 2018 18:49 Andri Már greiddi sig frá málsóknum Andri Már Ingólfsson greiddi þrotabúi Primera Air tæpar 200 milljónir til þess að forðast málsóknir. Féll einnig frá milljarða kröfum sínum. Forsvarsmenn félagsins voru taldir hafa mögulega valdið því tjóni í tveimur tilvika. 12. júní 2019 06:15 Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Gjaldþrot flugfélagsins Primera Air reyndist ferðaskrifstofunni Heimsferðum þungt í uppgjör síðasta árs. Að teknu tilliti til tapaðra krafna vegna gjaldþrots Primera Air og Primera Travel Group (PTG) var afkoma Heimsferða neikvæð um 767,9 milljónir króna. Alls námu tapaðar kröfur á hendur Primera Air og PTG 938,7 milljónum króna. Arion banki tók yfir rekstur Heimsferða í júní á þessu ári með það að markmiði að tryggja áframhaldandi starfssemi félagsins. Hefur bankinn þegar hafið söluferli félagsins og eru viðræður við mögulega fjárfesta hafnar. Heimsferðir þurftu að ráðast í „mikla endurskipulagningu“ við gjaldþrota Primera Air og reyndust nýir flugsamningar kostnaðarsamir. Þannig er áætlað að einskiptiskostnaður vegna gjalþrotsins hafi numið tæplega 96 milljónum króna. Hagnaður eftir skatt af reglulegri starfsemi ársins nam 2,7 milljónum króna samanborið við 52,3 milljónir króna árið 2017. Úr ársreikningi Heimsferða má þó lesa að grunnrekstur fyrirtækisins hafi gengið ágætlega. Þannig námu rekstrartekjur Heimferða 4,3 milljörðum króna árið 2018, sem er um 8 prósent aukning frá fyrra ári. Þá segir Jón Karl Ólafsson, stjórnarformaður Heimsferða, að horfur fyrir árið 2019 séu jákvæðar - „þrátt fyrir að fyrri hluti ársins hafi verið krefjandi m.a. vegna áhrifa falls Primera Air.“ Þannig hafi verið gengið frá samningum um flug fyrir félagið í vetur, gert ráð fyrir að flugvél verði staðsett á Íslandi eins og undanfarin ár og verða bæði stök flugsæti og pakkaferðir í boði fjóra daga vikunnar.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Tengdar fréttir Draga í efa ársreikninga Primera Air Aðaleigandi Primera-samstæðunnar vísar því á bug að ársreikningar félaga innan ferðaþjónustusamstæðunnar hafi farið í bága við lög og reglur. Endurskoðendur telja vafa leika á því hvort Primera Air hafi verið heimilt að innleysa 14. nóvember 2018 07:30 Fall Primera Air kemur niður á afkomu Arion banka Verulega hefur dregið úr hagnaði og arðsemi bankans á fyrstu níu mánuðum þessa árs, borið saman við sama tímabil í fyrra. 31. október 2018 18:49 Andri Már greiddi sig frá málsóknum Andri Már Ingólfsson greiddi þrotabúi Primera Air tæpar 200 milljónir til þess að forðast málsóknir. Féll einnig frá milljarða kröfum sínum. Forsvarsmenn félagsins voru taldir hafa mögulega valdið því tjóni í tveimur tilvika. 12. júní 2019 06:15 Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Draga í efa ársreikninga Primera Air Aðaleigandi Primera-samstæðunnar vísar því á bug að ársreikningar félaga innan ferðaþjónustusamstæðunnar hafi farið í bága við lög og reglur. Endurskoðendur telja vafa leika á því hvort Primera Air hafi verið heimilt að innleysa 14. nóvember 2018 07:30
Fall Primera Air kemur niður á afkomu Arion banka Verulega hefur dregið úr hagnaði og arðsemi bankans á fyrstu níu mánuðum þessa árs, borið saman við sama tímabil í fyrra. 31. október 2018 18:49
Andri Már greiddi sig frá málsóknum Andri Már Ingólfsson greiddi þrotabúi Primera Air tæpar 200 milljónir til þess að forðast málsóknir. Féll einnig frá milljarða kröfum sínum. Forsvarsmenn félagsins voru taldir hafa mögulega valdið því tjóni í tveimur tilvika. 12. júní 2019 06:15