Íslenski boltinn

Var rekinn fyrir að mæta ekki á fjáröflun en segist hafa verið heima með veiku barni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ondo, lengst til vinstri, í leik með Aftureldingu.
Ondo, lengst til vinstri, í leik með Aftureldingu. fbl/sigtryggur ari
Loic Ondo segist ekki hafa mætt á fjáröflun á vegum Aftureldingar vegna veikinda dóttur sinnar.

Eins og frá var greint á Vísi í gær var samningi Ondos við Aftureldingu sagt upp. Hann hefur leikið með liðinu undanfarin tvö tímabil og í sumar var hann fyrirliði þess.

Í dag var svo greint frá því á vef Fréttablaðsins að Ondo hefði ekki mætt á fjáröflun Aftureldingar um síðustu helgi. Leikmenn liðsins áttu að hjálpa til við að setja upp ball Páls Óskars Hjálmtýssonar sem var hluti af bæjarhátíðinni Í túninu heima. Í fréttinni kemur fram að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem Ondo mæti ekki á fjáraflanir.

Í færslu á Facebook í dag segir Ondo að hann hafi ekki mætt á fjáröflunina um síðustu helgi til að geta sinnt veikri dóttur sinni. Mistök hans hafi verið að láta þjálfarann (Arnar Hallsson) ekki vita. Og þess vegna spili hann ekki meira með liðinu.



Ondo hefur leikið 18 af 19 leikjum Aftureldingar í Inkasso-deildinni. Mosfellingar eru í 9. sæti með 19 stig, þremur stigum frá fallsæti þegar þrjár umferðir eru eftir.

Næsti leikur Aftureldingar er gegn Gróttu á sunnudagskvöldið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×