Stefna á að ná myndskeiði af risasvartholinu í miðju Vetrarbrautarinnar Kjartan Kjartansson skrifar 5. september 2019 23:26 Myndin sem EHT náði af svörtum skugga sjóndeildar svartholsins í miðju gulleitrar efnisskífunnar sem umlykur það í miðju Messier 87-vetrarbrautarinnar. EHT-samstarfið Sami alþjóðlegi hópur vísindamanna og náði fyrstu myndinni af svartholi fyrr á þessu ári stefnir nú að því að ná myndskeiði í lit af risasvartholinu í miðju Vetrarbrautarinnar okkar. Til stendur að skjóta nýjum gervitunglum á loft og bæta við sjónaukum á jörðu niðri til að gera vísindamönnum kleift að mynda svartholið. Net átta útvarpssjónauka víðsvegar á jörðinni voru notaðir til að fanga fyrstu myndina af svartholi sem vísindamennirnir birtu opinberlega í apríl. Það var risasvartholið í miðju Messier-87, risasporvöluvetrarbrautar í Meyjarþyrpingunni, sem í um 55 milljón ljósára fjarlægð frá jörðinni. Eðli málsins samkvæmt er sjálft svartholið ósýnilegt enda er svarthol fyrirbæri með svo mikinn þyngdarkraft að ekki einu sinni ljós sleppur úr greipum þess. Myndin sem náðist sýndi skugga svartholsins á skífu ofurhitaðs gass sem fellur inn í svartholið. Nú vilja vísindamennirnir beina sjónum sínum nær heimahögunum, að risasvartholinu í okkar eigin vetrarbraut. Til þess þurfa þeir að bæta við sjónaukum á jörðu niðri og senda þrjá gervihnetti á loft. Hugmyndir eru um að reisa sjónauka á Grænlandi, Frakklandi og í Afríku, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Með því að sameina alla þessa sjónauka og gervihnetti eiga vísindamennirnir að geta náð „ofurskarpri“ mynd af risasvartholinu, að sögn Heino Falcke, prófessors við Radboud-háskóla í Hollandi, sem lagði til hugmyndina um Sjóndeildarsjónaukann (EHT). Stjörnufræðingar telja að risasvarthol sé að finna í miðju flestra vetrarbrauta en lengi vel var tilvist svarthola aðeins kenning sem leiddi af afstæðiskenningu Alberts Einstein. Því var um veruleg tímamót að ræða þegar fyrsta myndin af svartholi var birt í vor. „Þetta var ekki bara vísindalegt heldur tilfinningalegt. Ein manneskja sagði mér að hún hefði tárast. Það var svo ánægjulegt að vita að allir kunnu að meta og fagna því,“ sagði Falcke við BBC. Geimurinn Tækni Vísindi Tengdar fréttir Ljósmynduðu svarthol í fyrsta skipti Aldrei áður hafa vísindamenn fengið beinar sjónrænar vísbendingar um tilvist svarthola. Myndin sem tilkynnt var um í dag er sú fyrsta sinnar tegundar. 10. apríl 2019 13:00 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Sjá meira
Sami alþjóðlegi hópur vísindamanna og náði fyrstu myndinni af svartholi fyrr á þessu ári stefnir nú að því að ná myndskeiði í lit af risasvartholinu í miðju Vetrarbrautarinnar okkar. Til stendur að skjóta nýjum gervitunglum á loft og bæta við sjónaukum á jörðu niðri til að gera vísindamönnum kleift að mynda svartholið. Net átta útvarpssjónauka víðsvegar á jörðinni voru notaðir til að fanga fyrstu myndina af svartholi sem vísindamennirnir birtu opinberlega í apríl. Það var risasvartholið í miðju Messier-87, risasporvöluvetrarbrautar í Meyjarþyrpingunni, sem í um 55 milljón ljósára fjarlægð frá jörðinni. Eðli málsins samkvæmt er sjálft svartholið ósýnilegt enda er svarthol fyrirbæri með svo mikinn þyngdarkraft að ekki einu sinni ljós sleppur úr greipum þess. Myndin sem náðist sýndi skugga svartholsins á skífu ofurhitaðs gass sem fellur inn í svartholið. Nú vilja vísindamennirnir beina sjónum sínum nær heimahögunum, að risasvartholinu í okkar eigin vetrarbraut. Til þess þurfa þeir að bæta við sjónaukum á jörðu niðri og senda þrjá gervihnetti á loft. Hugmyndir eru um að reisa sjónauka á Grænlandi, Frakklandi og í Afríku, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Með því að sameina alla þessa sjónauka og gervihnetti eiga vísindamennirnir að geta náð „ofurskarpri“ mynd af risasvartholinu, að sögn Heino Falcke, prófessors við Radboud-háskóla í Hollandi, sem lagði til hugmyndina um Sjóndeildarsjónaukann (EHT). Stjörnufræðingar telja að risasvarthol sé að finna í miðju flestra vetrarbrauta en lengi vel var tilvist svarthola aðeins kenning sem leiddi af afstæðiskenningu Alberts Einstein. Því var um veruleg tímamót að ræða þegar fyrsta myndin af svartholi var birt í vor. „Þetta var ekki bara vísindalegt heldur tilfinningalegt. Ein manneskja sagði mér að hún hefði tárast. Það var svo ánægjulegt að vita að allir kunnu að meta og fagna því,“ sagði Falcke við BBC.
Geimurinn Tækni Vísindi Tengdar fréttir Ljósmynduðu svarthol í fyrsta skipti Aldrei áður hafa vísindamenn fengið beinar sjónrænar vísbendingar um tilvist svarthola. Myndin sem tilkynnt var um í dag er sú fyrsta sinnar tegundar. 10. apríl 2019 13:00 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Sjá meira
Ljósmynduðu svarthol í fyrsta skipti Aldrei áður hafa vísindamenn fengið beinar sjónrænar vísbendingar um tilvist svarthola. Myndin sem tilkynnt var um í dag er sú fyrsta sinnar tegundar. 10. apríl 2019 13:00