Caster Semenya snýr sér að knattspyrnu Arnar Geir Halldórsson skrifar 6. september 2019 12:00 Verðandi knattspyrnustjarna? vísir/getty Suður afríska hlaupakonan Caster Semenya hefur vent kvæði sínu í kross og er gengin til liðs við knattspyrnuliðið JVW í heimalandi sínu. Semenya er tvöfaldur Ólympíumeistari og þrefaldur heimsmeistari í 800 metra hlaupi. Styr hefur staðið um framtíð hinnar 28 ára gömlu Semenya í frjálsum íþróttum í kjölfar testosterónreglu alþjóða frjálsíþróttasambandsins IAAF. Hún mun ekki taka þátt á HM í frjálsum íþróttum í Doha í Katar síðar á þessu ári en Semenya er ein af þeim sem eru með óvanalega mikið magn testósteróns og því hefur reglan áhrif á hana. Hún mun þurfa að taka inn lyf sem halda testósteróninu niðri til þess að mega keppa í 800 metra hlaupi. Semenya og forráðamenn suður-afríska frjálsíþróttasambandsins hafa mótmælt reglugerðinni harðlega og hefur Semenya látið hafa eftir sér að það komi ekki til greina að taka inn þessi lyf.CASTER SEMENYA JOINS JVW | Olympic Champion Caster Semenya has reportedly joined and registered by JVW FC owned by Banyana captain Janine van Wyk and will be playing in the Gauteng #SasolLeague. The 28-year-old started training with the team on Tuesday. #LimSportsZonepic.twitter.com/ZbJzS4pUtK — LimSportsZone (@LimSportsZone) September 4, 2019Ferill í annarri íþrótt í kortunum? Yup... Its happening people!!https://t.co/8k5ZZQZfu9 — Janine Van Wyk (@Janinevanwyk5) September 5, 2019Semenya hefur þegar hafið æfingar með knattspyrnuliði JVW sem leikur í efstu deildinni þar í landi en hún mun ekki hefja að leika með liðinu fyrr en á næsta ári þar sem lokað er fyrir félagaskipti í deildinni til áramóta. Liðið var stofnað árið 2013 af Janine van Wyk, fyrirliða Suður-Afríku, sem jafnframt er leikjahæsta landsliðskona þjóðarinnar frá upphafi með 170 landsleiki. Van Wyk er 32 ára gömul og spilar í dag með Fortuna Hjörring í dönsku úrvalsdeildinni. „Það er mikil upphefð fyrir félagið að fá jafn stórkostlega íþróttakonu og hana til liðs við sig. Ég er í skýjunum með að hún hafi valið okkar félag til þess að hefja sinn knattspyrnuferil,“ segir van Wyk. „Ég mætti á fyrstu æfinguna hennar og hreifst af því sem hún sýndi þar. Hún hefur góðan grunn til að verða góð knattspyrnukona. Ég mun vinna með þjálfaranum okkar við það að hjálpa henni að komast af stað og ég er viss um að hún verður tilbúin til að spila með okkur 2020,“ segir van Wyk jafnframt. Spennandi verður að fylgjast með hvort þessi sögufræga frjálsíþróttakona nái að búa til nýjan íþróttaferil í knattspyrnu en ekki er langt síðan önnur frjálsíþróttastjarna reyndi slíkt hið sama með fremur misheppnuðum árangri þar sem hinn jamaíski Usain Bolt náði ekki langt í fótboltanum. Semenya æfði hins vegar knattspyrnu á sínum yngri árum og ætti því að hafa einhvern grunn í íþróttinni „Ég er þakklát fyrir þetta tækifæri og þykir vænt um ástina og stuðninginn sem ég fæ frá liðinu. Ég hlakka til þessa ævintýris og vonandi get ég haft eitthvað fram að færa,“ segir Semenya. pic.twitter.com/JCYa7urRR3— Caster Semenya (@caster800m) September 2, 2019 Fótbolti Frjálsar íþróttir Suður-Afríka Tengdar fréttir Semenya: Aðeins Guð getur komið í veg fyrir að ég hlaupi Caster Semenya sagði enga manneskju geta komið í veg fyrir að hún hlaupi eftir að hún sigraði 800 metra hlaup á Demantamóti í Doha. 4. maí 2019 12:00 Semenya: Ég get tekið þátt í hvaða grein sem er Ólympíumeistarinn í 800 metra hlaupi kvenna, Caster Semenya, tók þátt í sínu fyrsta 2.000 metra hlaupi í gær og gerði sér lítið fyrir og vann. 12. júní 2019 11:30 Segja að úrskurðurinn jafngildi mismunun Forráðamenn Frjálsíþróttasambands Suður-Afríku segist vera í miklu áfalli eftir úrskurð Íþróttadómstólsins í gær. 2. maí 2019 08:00 Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Sjá meira
Suður afríska hlaupakonan Caster Semenya hefur vent kvæði sínu í kross og er gengin til liðs við knattspyrnuliðið JVW í heimalandi sínu. Semenya er tvöfaldur Ólympíumeistari og þrefaldur heimsmeistari í 800 metra hlaupi. Styr hefur staðið um framtíð hinnar 28 ára gömlu Semenya í frjálsum íþróttum í kjölfar testosterónreglu alþjóða frjálsíþróttasambandsins IAAF. Hún mun ekki taka þátt á HM í frjálsum íþróttum í Doha í Katar síðar á þessu ári en Semenya er ein af þeim sem eru með óvanalega mikið magn testósteróns og því hefur reglan áhrif á hana. Hún mun þurfa að taka inn lyf sem halda testósteróninu niðri til þess að mega keppa í 800 metra hlaupi. Semenya og forráðamenn suður-afríska frjálsíþróttasambandsins hafa mótmælt reglugerðinni harðlega og hefur Semenya látið hafa eftir sér að það komi ekki til greina að taka inn þessi lyf.CASTER SEMENYA JOINS JVW | Olympic Champion Caster Semenya has reportedly joined and registered by JVW FC owned by Banyana captain Janine van Wyk and will be playing in the Gauteng #SasolLeague. The 28-year-old started training with the team on Tuesday. #LimSportsZonepic.twitter.com/ZbJzS4pUtK — LimSportsZone (@LimSportsZone) September 4, 2019Ferill í annarri íþrótt í kortunum? Yup... Its happening people!!https://t.co/8k5ZZQZfu9 — Janine Van Wyk (@Janinevanwyk5) September 5, 2019Semenya hefur þegar hafið æfingar með knattspyrnuliði JVW sem leikur í efstu deildinni þar í landi en hún mun ekki hefja að leika með liðinu fyrr en á næsta ári þar sem lokað er fyrir félagaskipti í deildinni til áramóta. Liðið var stofnað árið 2013 af Janine van Wyk, fyrirliða Suður-Afríku, sem jafnframt er leikjahæsta landsliðskona þjóðarinnar frá upphafi með 170 landsleiki. Van Wyk er 32 ára gömul og spilar í dag með Fortuna Hjörring í dönsku úrvalsdeildinni. „Það er mikil upphefð fyrir félagið að fá jafn stórkostlega íþróttakonu og hana til liðs við sig. Ég er í skýjunum með að hún hafi valið okkar félag til þess að hefja sinn knattspyrnuferil,“ segir van Wyk. „Ég mætti á fyrstu æfinguna hennar og hreifst af því sem hún sýndi þar. Hún hefur góðan grunn til að verða góð knattspyrnukona. Ég mun vinna með þjálfaranum okkar við það að hjálpa henni að komast af stað og ég er viss um að hún verður tilbúin til að spila með okkur 2020,“ segir van Wyk jafnframt. Spennandi verður að fylgjast með hvort þessi sögufræga frjálsíþróttakona nái að búa til nýjan íþróttaferil í knattspyrnu en ekki er langt síðan önnur frjálsíþróttastjarna reyndi slíkt hið sama með fremur misheppnuðum árangri þar sem hinn jamaíski Usain Bolt náði ekki langt í fótboltanum. Semenya æfði hins vegar knattspyrnu á sínum yngri árum og ætti því að hafa einhvern grunn í íþróttinni „Ég er þakklát fyrir þetta tækifæri og þykir vænt um ástina og stuðninginn sem ég fæ frá liðinu. Ég hlakka til þessa ævintýris og vonandi get ég haft eitthvað fram að færa,“ segir Semenya. pic.twitter.com/JCYa7urRR3— Caster Semenya (@caster800m) September 2, 2019
Fótbolti Frjálsar íþróttir Suður-Afríka Tengdar fréttir Semenya: Aðeins Guð getur komið í veg fyrir að ég hlaupi Caster Semenya sagði enga manneskju geta komið í veg fyrir að hún hlaupi eftir að hún sigraði 800 metra hlaup á Demantamóti í Doha. 4. maí 2019 12:00 Semenya: Ég get tekið þátt í hvaða grein sem er Ólympíumeistarinn í 800 metra hlaupi kvenna, Caster Semenya, tók þátt í sínu fyrsta 2.000 metra hlaupi í gær og gerði sér lítið fyrir og vann. 12. júní 2019 11:30 Segja að úrskurðurinn jafngildi mismunun Forráðamenn Frjálsíþróttasambands Suður-Afríku segist vera í miklu áfalli eftir úrskurð Íþróttadómstólsins í gær. 2. maí 2019 08:00 Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Sjá meira
Semenya: Aðeins Guð getur komið í veg fyrir að ég hlaupi Caster Semenya sagði enga manneskju geta komið í veg fyrir að hún hlaupi eftir að hún sigraði 800 metra hlaup á Demantamóti í Doha. 4. maí 2019 12:00
Semenya: Ég get tekið þátt í hvaða grein sem er Ólympíumeistarinn í 800 metra hlaupi kvenna, Caster Semenya, tók þátt í sínu fyrsta 2.000 metra hlaupi í gær og gerði sér lítið fyrir og vann. 12. júní 2019 11:30
Segja að úrskurðurinn jafngildi mismunun Forráðamenn Frjálsíþróttasambands Suður-Afríku segist vera í miklu áfalli eftir úrskurð Íþróttadómstólsins í gær. 2. maí 2019 08:00