Caster Semenya snýr sér að knattspyrnu Arnar Geir Halldórsson skrifar 6. september 2019 12:00 Verðandi knattspyrnustjarna? vísir/getty Suður afríska hlaupakonan Caster Semenya hefur vent kvæði sínu í kross og er gengin til liðs við knattspyrnuliðið JVW í heimalandi sínu. Semenya er tvöfaldur Ólympíumeistari og þrefaldur heimsmeistari í 800 metra hlaupi. Styr hefur staðið um framtíð hinnar 28 ára gömlu Semenya í frjálsum íþróttum í kjölfar testosterónreglu alþjóða frjálsíþróttasambandsins IAAF. Hún mun ekki taka þátt á HM í frjálsum íþróttum í Doha í Katar síðar á þessu ári en Semenya er ein af þeim sem eru með óvanalega mikið magn testósteróns og því hefur reglan áhrif á hana. Hún mun þurfa að taka inn lyf sem halda testósteróninu niðri til þess að mega keppa í 800 metra hlaupi. Semenya og forráðamenn suður-afríska frjálsíþróttasambandsins hafa mótmælt reglugerðinni harðlega og hefur Semenya látið hafa eftir sér að það komi ekki til greina að taka inn þessi lyf.CASTER SEMENYA JOINS JVW | Olympic Champion Caster Semenya has reportedly joined and registered by JVW FC owned by Banyana captain Janine van Wyk and will be playing in the Gauteng #SasolLeague. The 28-year-old started training with the team on Tuesday. #LimSportsZonepic.twitter.com/ZbJzS4pUtK — LimSportsZone (@LimSportsZone) September 4, 2019Ferill í annarri íþrótt í kortunum? Yup... Its happening people!!https://t.co/8k5ZZQZfu9 — Janine Van Wyk (@Janinevanwyk5) September 5, 2019Semenya hefur þegar hafið æfingar með knattspyrnuliði JVW sem leikur í efstu deildinni þar í landi en hún mun ekki hefja að leika með liðinu fyrr en á næsta ári þar sem lokað er fyrir félagaskipti í deildinni til áramóta. Liðið var stofnað árið 2013 af Janine van Wyk, fyrirliða Suður-Afríku, sem jafnframt er leikjahæsta landsliðskona þjóðarinnar frá upphafi með 170 landsleiki. Van Wyk er 32 ára gömul og spilar í dag með Fortuna Hjörring í dönsku úrvalsdeildinni. „Það er mikil upphefð fyrir félagið að fá jafn stórkostlega íþróttakonu og hana til liðs við sig. Ég er í skýjunum með að hún hafi valið okkar félag til þess að hefja sinn knattspyrnuferil,“ segir van Wyk. „Ég mætti á fyrstu æfinguna hennar og hreifst af því sem hún sýndi þar. Hún hefur góðan grunn til að verða góð knattspyrnukona. Ég mun vinna með þjálfaranum okkar við það að hjálpa henni að komast af stað og ég er viss um að hún verður tilbúin til að spila með okkur 2020,“ segir van Wyk jafnframt. Spennandi verður að fylgjast með hvort þessi sögufræga frjálsíþróttakona nái að búa til nýjan íþróttaferil í knattspyrnu en ekki er langt síðan önnur frjálsíþróttastjarna reyndi slíkt hið sama með fremur misheppnuðum árangri þar sem hinn jamaíski Usain Bolt náði ekki langt í fótboltanum. Semenya æfði hins vegar knattspyrnu á sínum yngri árum og ætti því að hafa einhvern grunn í íþróttinni „Ég er þakklát fyrir þetta tækifæri og þykir vænt um ástina og stuðninginn sem ég fæ frá liðinu. Ég hlakka til þessa ævintýris og vonandi get ég haft eitthvað fram að færa,“ segir Semenya. pic.twitter.com/JCYa7urRR3— Caster Semenya (@caster800m) September 2, 2019 Fótbolti Frjálsar íþróttir Suður-Afríka Tengdar fréttir Semenya: Aðeins Guð getur komið í veg fyrir að ég hlaupi Caster Semenya sagði enga manneskju geta komið í veg fyrir að hún hlaupi eftir að hún sigraði 800 metra hlaup á Demantamóti í Doha. 4. maí 2019 12:00 Semenya: Ég get tekið þátt í hvaða grein sem er Ólympíumeistarinn í 800 metra hlaupi kvenna, Caster Semenya, tók þátt í sínu fyrsta 2.000 metra hlaupi í gær og gerði sér lítið fyrir og vann. 12. júní 2019 11:30 Segja að úrskurðurinn jafngildi mismunun Forráðamenn Frjálsíþróttasambands Suður-Afríku segist vera í miklu áfalli eftir úrskurð Íþróttadómstólsins í gær. 2. maí 2019 08:00 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Sjá meira
Suður afríska hlaupakonan Caster Semenya hefur vent kvæði sínu í kross og er gengin til liðs við knattspyrnuliðið JVW í heimalandi sínu. Semenya er tvöfaldur Ólympíumeistari og þrefaldur heimsmeistari í 800 metra hlaupi. Styr hefur staðið um framtíð hinnar 28 ára gömlu Semenya í frjálsum íþróttum í kjölfar testosterónreglu alþjóða frjálsíþróttasambandsins IAAF. Hún mun ekki taka þátt á HM í frjálsum íþróttum í Doha í Katar síðar á þessu ári en Semenya er ein af þeim sem eru með óvanalega mikið magn testósteróns og því hefur reglan áhrif á hana. Hún mun þurfa að taka inn lyf sem halda testósteróninu niðri til þess að mega keppa í 800 metra hlaupi. Semenya og forráðamenn suður-afríska frjálsíþróttasambandsins hafa mótmælt reglugerðinni harðlega og hefur Semenya látið hafa eftir sér að það komi ekki til greina að taka inn þessi lyf.CASTER SEMENYA JOINS JVW | Olympic Champion Caster Semenya has reportedly joined and registered by JVW FC owned by Banyana captain Janine van Wyk and will be playing in the Gauteng #SasolLeague. The 28-year-old started training with the team on Tuesday. #LimSportsZonepic.twitter.com/ZbJzS4pUtK — LimSportsZone (@LimSportsZone) September 4, 2019Ferill í annarri íþrótt í kortunum? Yup... Its happening people!!https://t.co/8k5ZZQZfu9 — Janine Van Wyk (@Janinevanwyk5) September 5, 2019Semenya hefur þegar hafið æfingar með knattspyrnuliði JVW sem leikur í efstu deildinni þar í landi en hún mun ekki hefja að leika með liðinu fyrr en á næsta ári þar sem lokað er fyrir félagaskipti í deildinni til áramóta. Liðið var stofnað árið 2013 af Janine van Wyk, fyrirliða Suður-Afríku, sem jafnframt er leikjahæsta landsliðskona þjóðarinnar frá upphafi með 170 landsleiki. Van Wyk er 32 ára gömul og spilar í dag með Fortuna Hjörring í dönsku úrvalsdeildinni. „Það er mikil upphefð fyrir félagið að fá jafn stórkostlega íþróttakonu og hana til liðs við sig. Ég er í skýjunum með að hún hafi valið okkar félag til þess að hefja sinn knattspyrnuferil,“ segir van Wyk. „Ég mætti á fyrstu æfinguna hennar og hreifst af því sem hún sýndi þar. Hún hefur góðan grunn til að verða góð knattspyrnukona. Ég mun vinna með þjálfaranum okkar við það að hjálpa henni að komast af stað og ég er viss um að hún verður tilbúin til að spila með okkur 2020,“ segir van Wyk jafnframt. Spennandi verður að fylgjast með hvort þessi sögufræga frjálsíþróttakona nái að búa til nýjan íþróttaferil í knattspyrnu en ekki er langt síðan önnur frjálsíþróttastjarna reyndi slíkt hið sama með fremur misheppnuðum árangri þar sem hinn jamaíski Usain Bolt náði ekki langt í fótboltanum. Semenya æfði hins vegar knattspyrnu á sínum yngri árum og ætti því að hafa einhvern grunn í íþróttinni „Ég er þakklát fyrir þetta tækifæri og þykir vænt um ástina og stuðninginn sem ég fæ frá liðinu. Ég hlakka til þessa ævintýris og vonandi get ég haft eitthvað fram að færa,“ segir Semenya. pic.twitter.com/JCYa7urRR3— Caster Semenya (@caster800m) September 2, 2019
Fótbolti Frjálsar íþróttir Suður-Afríka Tengdar fréttir Semenya: Aðeins Guð getur komið í veg fyrir að ég hlaupi Caster Semenya sagði enga manneskju geta komið í veg fyrir að hún hlaupi eftir að hún sigraði 800 metra hlaup á Demantamóti í Doha. 4. maí 2019 12:00 Semenya: Ég get tekið þátt í hvaða grein sem er Ólympíumeistarinn í 800 metra hlaupi kvenna, Caster Semenya, tók þátt í sínu fyrsta 2.000 metra hlaupi í gær og gerði sér lítið fyrir og vann. 12. júní 2019 11:30 Segja að úrskurðurinn jafngildi mismunun Forráðamenn Frjálsíþróttasambands Suður-Afríku segist vera í miklu áfalli eftir úrskurð Íþróttadómstólsins í gær. 2. maí 2019 08:00 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Sjá meira
Semenya: Aðeins Guð getur komið í veg fyrir að ég hlaupi Caster Semenya sagði enga manneskju geta komið í veg fyrir að hún hlaupi eftir að hún sigraði 800 metra hlaup á Demantamóti í Doha. 4. maí 2019 12:00
Semenya: Ég get tekið þátt í hvaða grein sem er Ólympíumeistarinn í 800 metra hlaupi kvenna, Caster Semenya, tók þátt í sínu fyrsta 2.000 metra hlaupi í gær og gerði sér lítið fyrir og vann. 12. júní 2019 11:30
Segja að úrskurðurinn jafngildi mismunun Forráðamenn Frjálsíþróttasambands Suður-Afríku segist vera í miklu áfalli eftir úrskurð Íþróttadómstólsins í gær. 2. maí 2019 08:00