Innlent

Framlög til forsetans lækka

Atli Ísleifsson skrifar
Bessastaðir.
Bessastaðir. vísir/vilhelm
Framlög til embættis forseta Íslands lækkar um sjö milljónir króna frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum.

Þetta kemur fram í nýju fjárlagafrumvarpi sem kynnt var í morgun. Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2020 er áætluð 364,3 milljónir króna.

Ríkisstjórnin setur sjö milljón króna aðhaldskröfu á málaflokkinn „í samræmi við markmið sem ríkisstjórnin hefur sett í gildandi fjármálaáætlun,“ að því er fram kemur í fylgigögnum frumvarpsins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×