Lífið

Greip síma í miðri rússíbanaferð

Stefán Árni Pálsson skrifar
Heldur betur vel vakandi.
Heldur betur vel vakandi.
Lygilegt atvik átti sér stað í skemmtigarðinum Port Aventura á Spáni í vikunni þegar maður greip allt í einu iPhone síma í miðri rússíbanaferð.

Samuel Kempf var greinilega mjög vel vakandi en hann sá símann á lofti, rétti upp höndina og náði að klófesta tækið.

Um var að ræða síma af tegundinni iPhone X og kostar slíkur sími um 150 þúsund íslenskar krónur. Rússíbaninn ber nafnið Shambhala og fer mest á rúmlega 120 kílómetra hraða á klukkustund. 

Hér að neðan má sjá atvikið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×