Hefði viljað meiri varfærni í útgjöldum og meiri metnað í fjárfestingaráformum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. september 2019 12:22 Þorsteinn segir áframhaldandi vöxt ríkisútgjalda varasaman. Hann óttast að efnahagslegar forsendur fjárlagafrumvarpsins muni ekki standast og að grípa þurfi til niðurskurðar. Þorsteinn Víglundsson þingmaður Viðreisnar og áheyrnarfulltrúi í fjárlaganefnd Alþingis, hefði viljað að ríkisstjórnin sýndi meiri varfærni í útgjaldaaukningu en mun meiri metnað í fjárfestingaráformum. Hann er þó ánægður með breytingar á tekjuskattskerfinu. Nú sé rétti tímapunkturinn til að lækka skatta á almenning. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2020 í morgun. þar kom fram að með lækkun tekjuskatts myndu ráðstöfunartekjur þeirra tekjulægstu hækka um rúmar 120 þúsund krónur á ári. Sjá nánar: Fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarp fyrir árið 2020 „Það er auðvitað fagnaðarefni að sjá að verið er að lækka tekjuskatt á almenning og þá sjáum við núna útfærslu á áformum ríkisstjórnarinnar í þeim efnum. Við í Viðreisn hefðum viljað útfæra þetta með aðeins öðrum hætti en það er engu að síður mjög gott að sjá það.Þetta er réttur tímapunktur til að lækka skatta á almenning nú þegar tekið er að dragast saman í efnahagslífinu. Þannig að við fögnum því.“ Þorsteinn segir áframhaldandi vöxt ríkisútgjalda varasaman. Hann óttast að efnahagslegar forsendur fjárlagafrumvarpsins muni ekki standast og að grípa þurfi til niðurskurðar þegar endurskoðuð hagspá Hagstofunnar birtist í nóvember. „Stærsti vankantur þessa frumvarps sýnist mér vera algjörlega óraunhæfar efnahagsforsendur, allt of mikil áhersla á áframhaldandi útgjaldavöxt á málefnasviðum en allt of lítil fjárfesting og þar skortir sérstaklega mikið upp á að verið sé að takast á við þann vanda sem hefur safnast upp í vegakerfinu okkar á undanförnum áratug í kjölfar mikils fjárfestingarsveltis sem hefur einkennt áratuginn eftir hrun,“ segir Þorsteinn. Opinberar fjárfestingar hafi verið í algjöru lágmarki undangenginn áratug. „Þetta er langbesti tímapunkturinn fyrir ríkissjóð til að spíta myndarlega í opinberar fjárfestingar og þá sérstaklega vegaframkvæmdir.“ Að óbreyttu telur Þorsteinn að hallinn muni verða umtalsverður og meiri en fjármálastefna heimilar. Hann er sannfærður um að fjárlaganefnd muni þurfa að endurskoða útgjaldaáformin „myndarlega,“ eins og hann kemst sjálfur að orði. Þorsteinn tjáði sig einnig um fjárlagafrumvarpið á Facebooksíðu sinni í dag en stöðuuppfærsluna má lesa hér að neðan. Alþingi Efnahagsmál Fjárlagafrumvarp 2020 Tengdar fréttir Gert ráð fyrir að heildarafkoma ríkissjóðs verði „í jafnvægi“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir 2020 í morgun. Gert er ráð fyrir eins milljarðs afgangi. 6. september 2019 08:45 Lækka tekjuskatt hraðar en áformað var Lækkunin mun koma að fullu fram árið 2021 í stað 2022. 6. september 2019 08:56 Fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarp fyrir árið 2020 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti í dag rumvarp til fjárlaga fyrir árið 2020. Blaðamannafundur hófst í fjármála-og efnahagsráðuneytinu klukkan 8:30 og var Vísir með beina útsendingu þaðan. 6. september 2019 07:45 Heilbrigðiskerfið kostar 729.526 krónur á mann Í fjárlagafrumvarpi næsta árs sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti í morgun gætir þeirrar nýbreytni í kynningarefni frumvarpsins hafa útgjöld á mann eftir völdum málaflokkum verið reiknuð út. 6. september 2019 10:57 Flest gjöld hækka um 2,5 prósent Samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár stendur til að hækka öll helstu gjöld sem Íslendingar greiða um 2,5 prósent um áramótin. 6. september 2019 11:05 Framlög til þjóðkirkjunnar aukin um 860 milljónir Alls munu framlög til kirkjunnar nema 2.981 milljónum króna á næsta ári. 6. september 2019 09:34 Persónuafsláttur lækkar um rúmar 5.000 krónur á næstu tveimur árum Lækkunin kemur til framkvæmda í lok innleiðingar nýs skattkerfis árið 2021. 6. september 2019 11:52 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Fleiri fréttir Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson þingmaður Viðreisnar og áheyrnarfulltrúi í fjárlaganefnd Alþingis, hefði viljað að ríkisstjórnin sýndi meiri varfærni í útgjaldaaukningu en mun meiri metnað í fjárfestingaráformum. Hann er þó ánægður með breytingar á tekjuskattskerfinu. Nú sé rétti tímapunkturinn til að lækka skatta á almenning. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2020 í morgun. þar kom fram að með lækkun tekjuskatts myndu ráðstöfunartekjur þeirra tekjulægstu hækka um rúmar 120 þúsund krónur á ári. Sjá nánar: Fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarp fyrir árið 2020 „Það er auðvitað fagnaðarefni að sjá að verið er að lækka tekjuskatt á almenning og þá sjáum við núna útfærslu á áformum ríkisstjórnarinnar í þeim efnum. Við í Viðreisn hefðum viljað útfæra þetta með aðeins öðrum hætti en það er engu að síður mjög gott að sjá það.Þetta er réttur tímapunktur til að lækka skatta á almenning nú þegar tekið er að dragast saman í efnahagslífinu. Þannig að við fögnum því.“ Þorsteinn segir áframhaldandi vöxt ríkisútgjalda varasaman. Hann óttast að efnahagslegar forsendur fjárlagafrumvarpsins muni ekki standast og að grípa þurfi til niðurskurðar þegar endurskoðuð hagspá Hagstofunnar birtist í nóvember. „Stærsti vankantur þessa frumvarps sýnist mér vera algjörlega óraunhæfar efnahagsforsendur, allt of mikil áhersla á áframhaldandi útgjaldavöxt á málefnasviðum en allt of lítil fjárfesting og þar skortir sérstaklega mikið upp á að verið sé að takast á við þann vanda sem hefur safnast upp í vegakerfinu okkar á undanförnum áratug í kjölfar mikils fjárfestingarsveltis sem hefur einkennt áratuginn eftir hrun,“ segir Þorsteinn. Opinberar fjárfestingar hafi verið í algjöru lágmarki undangenginn áratug. „Þetta er langbesti tímapunkturinn fyrir ríkissjóð til að spíta myndarlega í opinberar fjárfestingar og þá sérstaklega vegaframkvæmdir.“ Að óbreyttu telur Þorsteinn að hallinn muni verða umtalsverður og meiri en fjármálastefna heimilar. Hann er sannfærður um að fjárlaganefnd muni þurfa að endurskoða útgjaldaáformin „myndarlega,“ eins og hann kemst sjálfur að orði. Þorsteinn tjáði sig einnig um fjárlagafrumvarpið á Facebooksíðu sinni í dag en stöðuuppfærsluna má lesa hér að neðan.
Alþingi Efnahagsmál Fjárlagafrumvarp 2020 Tengdar fréttir Gert ráð fyrir að heildarafkoma ríkissjóðs verði „í jafnvægi“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir 2020 í morgun. Gert er ráð fyrir eins milljarðs afgangi. 6. september 2019 08:45 Lækka tekjuskatt hraðar en áformað var Lækkunin mun koma að fullu fram árið 2021 í stað 2022. 6. september 2019 08:56 Fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarp fyrir árið 2020 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti í dag rumvarp til fjárlaga fyrir árið 2020. Blaðamannafundur hófst í fjármála-og efnahagsráðuneytinu klukkan 8:30 og var Vísir með beina útsendingu þaðan. 6. september 2019 07:45 Heilbrigðiskerfið kostar 729.526 krónur á mann Í fjárlagafrumvarpi næsta árs sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti í morgun gætir þeirrar nýbreytni í kynningarefni frumvarpsins hafa útgjöld á mann eftir völdum málaflokkum verið reiknuð út. 6. september 2019 10:57 Flest gjöld hækka um 2,5 prósent Samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár stendur til að hækka öll helstu gjöld sem Íslendingar greiða um 2,5 prósent um áramótin. 6. september 2019 11:05 Framlög til þjóðkirkjunnar aukin um 860 milljónir Alls munu framlög til kirkjunnar nema 2.981 milljónum króna á næsta ári. 6. september 2019 09:34 Persónuafsláttur lækkar um rúmar 5.000 krónur á næstu tveimur árum Lækkunin kemur til framkvæmda í lok innleiðingar nýs skattkerfis árið 2021. 6. september 2019 11:52 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Fleiri fréttir Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Sjá meira
Gert ráð fyrir að heildarafkoma ríkissjóðs verði „í jafnvægi“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir 2020 í morgun. Gert er ráð fyrir eins milljarðs afgangi. 6. september 2019 08:45
Lækka tekjuskatt hraðar en áformað var Lækkunin mun koma að fullu fram árið 2021 í stað 2022. 6. september 2019 08:56
Fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarp fyrir árið 2020 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti í dag rumvarp til fjárlaga fyrir árið 2020. Blaðamannafundur hófst í fjármála-og efnahagsráðuneytinu klukkan 8:30 og var Vísir með beina útsendingu þaðan. 6. september 2019 07:45
Heilbrigðiskerfið kostar 729.526 krónur á mann Í fjárlagafrumvarpi næsta árs sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti í morgun gætir þeirrar nýbreytni í kynningarefni frumvarpsins hafa útgjöld á mann eftir völdum málaflokkum verið reiknuð út. 6. september 2019 10:57
Flest gjöld hækka um 2,5 prósent Samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár stendur til að hækka öll helstu gjöld sem Íslendingar greiða um 2,5 prósent um áramótin. 6. september 2019 11:05
Framlög til þjóðkirkjunnar aukin um 860 milljónir Alls munu framlög til kirkjunnar nema 2.981 milljónum króna á næsta ári. 6. september 2019 09:34
Persónuafsláttur lækkar um rúmar 5.000 krónur á næstu tveimur árum Lækkunin kemur til framkvæmda í lok innleiðingar nýs skattkerfis árið 2021. 6. september 2019 11:52