Indlandsforseti mun heimsækja Marel, Lambhaga og Mjólkursamsöluna Atli Ísleifsson skrifar 6. september 2019 12:30 Ram Nath Kovind var kjörinn 14. forseti Indlands árið 2014. Með honum á myndinni er Savita Kovind forsetafrú. Getty Ram Nath Kovind Indlandsforseti og Savita Kovind forsetafrú koma í ríkisheimsókn til landsins í næstu viku og er gert ráð fyrir að þau komi á mánudag en haldi af landi brott á miðvikudaginn. Í tilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands sem send hefur verið á fjölmiðla segir að heimsóknin hefjist með formlegri móttökuathöfn á Bessastöðum klukkan 10 á þriðjudaginn. „Forseti mun síðan eiga fund með forseta Indlands og í kjölfarið verða undirrituð minnisblöð með samkomulagi milli ráðuneyta landanna að forsetunum viðstöddum; þá ávarpa þeir fjölmiðla en því næst heldur forseti Indlands í Háskóla Íslands þar sem hann mun flytja fyrirlestur opinn almenningi um áherslu Indlands og Íslands á umhverfismál; hefst fyrirlesturinn klukkan 12 á hádegi. Þess má geta að Kovind forseti starfaði sem hæstaréttarlögmaður og ríkislögmaður áður en hann hóf þátttöku í stjórnmálum. Síðdegis mun forseti Indlands heimsækja höfuðstöðvar Marels í Garðabæ og kynna sér starfsemi fyrirtækisins en forsetafrúin mun skoða umhverfisvæna grænmetisræktun hjá Lambhaga og fræðast um starfsemi Mjólkursamsölunnar. Að kvöldi þriðjudagsins verður gestunum svo boðið til hátíðarkvöldverðar í boði forseta og forsetafrúar á Bessastöðum. Á miðvikudegi munu forsetahjón Indlands skoða þjóðgarðinn á Þingvöllum og sitja svo hádegisverð í boði Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra en halda af landi brott að því loknu,“ segir í tilkynningunni. Forseti Íslands Indland Íslandsvinir Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Ram Nath Kovind Indlandsforseti og Savita Kovind forsetafrú koma í ríkisheimsókn til landsins í næstu viku og er gert ráð fyrir að þau komi á mánudag en haldi af landi brott á miðvikudaginn. Í tilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands sem send hefur verið á fjölmiðla segir að heimsóknin hefjist með formlegri móttökuathöfn á Bessastöðum klukkan 10 á þriðjudaginn. „Forseti mun síðan eiga fund með forseta Indlands og í kjölfarið verða undirrituð minnisblöð með samkomulagi milli ráðuneyta landanna að forsetunum viðstöddum; þá ávarpa þeir fjölmiðla en því næst heldur forseti Indlands í Háskóla Íslands þar sem hann mun flytja fyrirlestur opinn almenningi um áherslu Indlands og Íslands á umhverfismál; hefst fyrirlesturinn klukkan 12 á hádegi. Þess má geta að Kovind forseti starfaði sem hæstaréttarlögmaður og ríkislögmaður áður en hann hóf þátttöku í stjórnmálum. Síðdegis mun forseti Indlands heimsækja höfuðstöðvar Marels í Garðabæ og kynna sér starfsemi fyrirtækisins en forsetafrúin mun skoða umhverfisvæna grænmetisræktun hjá Lambhaga og fræðast um starfsemi Mjólkursamsölunnar. Að kvöldi þriðjudagsins verður gestunum svo boðið til hátíðarkvöldverðar í boði forseta og forsetafrúar á Bessastöðum. Á miðvikudegi munu forsetahjón Indlands skoða þjóðgarðinn á Þingvöllum og sitja svo hádegisverð í boði Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra en halda af landi brott að því loknu,“ segir í tilkynningunni.
Forseti Íslands Indland Íslandsvinir Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira