Frakkar aftur á toppinn Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 7. september 2019 20:45 Heimsmeistararnir voru ekki í vandræðum í kvöld vísir/getty Frakkar unnu öruggan sigur á Albaníu í undankeppni EM 2020 í kvöld og tóku þar með toppsæti H-riðils aftur af Íslendingum. Ísland hafði farið á topp riðilsins fyrr í kvöld með því að vinna Moldóvu á Laugardalsvelli en bæði Tyrkland og Frakkland áttu eftir að spila leiki sína í umferðinni. Frakkar fengu Albani í heimsókn á Stade de France og voru ekki lengi að komast yfir, það gerði Kingsley Coman á áttundu mínútu. Olivier Giroud tvöfaldaði forskot Frakka á 27. mínútu. Undir lok hálfleiksins var dæmd vítaspyrna á Albaníu en Antoine Griezmann skaut í þverslána úr spyrnunni. Griezmann bætti fyrir mistök sín með því að leggja upp þriðja mark Frakka fyrir Coman á 68. mínútu. Jonathan Ikone gekk endanlega frá leiknum á 85. mínútu. Albanir fengu sárabótamark á síðustu mínútu leiksins þegar þeir fengu vítaspyrnu en markið kom of seint til þess að skipta máli. Lokatölur á Stade de France urðu 4-1 fyrir Frakka. Þeir setjast því á topp riðilsins á markatölu, með 12 stig líkt og Tyrkir og Íslendingar. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Rangur þjóðsöngur spilaður á Stade de France Vandræðalegt atvik kom upp fyrir leik heimsmeistara Frakka og Albaníu í undankeppni EM 2020 þegar vitlaust þjóðsöngur var spilaður. 7. september 2019 20:01
Frakkar unnu öruggan sigur á Albaníu í undankeppni EM 2020 í kvöld og tóku þar með toppsæti H-riðils aftur af Íslendingum. Ísland hafði farið á topp riðilsins fyrr í kvöld með því að vinna Moldóvu á Laugardalsvelli en bæði Tyrkland og Frakkland áttu eftir að spila leiki sína í umferðinni. Frakkar fengu Albani í heimsókn á Stade de France og voru ekki lengi að komast yfir, það gerði Kingsley Coman á áttundu mínútu. Olivier Giroud tvöfaldaði forskot Frakka á 27. mínútu. Undir lok hálfleiksins var dæmd vítaspyrna á Albaníu en Antoine Griezmann skaut í þverslána úr spyrnunni. Griezmann bætti fyrir mistök sín með því að leggja upp þriðja mark Frakka fyrir Coman á 68. mínútu. Jonathan Ikone gekk endanlega frá leiknum á 85. mínútu. Albanir fengu sárabótamark á síðustu mínútu leiksins þegar þeir fengu vítaspyrnu en markið kom of seint til þess að skipta máli. Lokatölur á Stade de France urðu 4-1 fyrir Frakka. Þeir setjast því á topp riðilsins á markatölu, með 12 stig líkt og Tyrkir og Íslendingar.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Rangur þjóðsöngur spilaður á Stade de France Vandræðalegt atvik kom upp fyrir leik heimsmeistara Frakka og Albaníu í undankeppni EM 2020 þegar vitlaust þjóðsöngur var spilaður. 7. september 2019 20:01
Rangur þjóðsöngur spilaður á Stade de France Vandræðalegt atvik kom upp fyrir leik heimsmeistara Frakka og Albaníu í undankeppni EM 2020 þegar vitlaust þjóðsöngur var spilaður. 7. september 2019 20:01