Misstu samband við fyrsta indverska tunglfarið Kjartan Kjartansson skrifar 6. september 2019 23:43 Það var þungt yfir indversku leiðangursstjórnendunum eftir að sambandið rofnaði við Vikram í kvöld. Vísir/EPA Samband við indverska tunglendingarfarið Vikram örfáum mínútum áður en það átti að verða fyrsta indverska geimfarið til að lenda á tunglinu í kvöld. Ekki er ljóst hvort að aðeins sé um fjarskiptavandamál að ræða eða hvort geimfarið hafi brotlent á tunglinu. Vikram er lendingarfar Chandrayaan 2-leiðangurs Indverja sem hófst 22. júlí. Geimfarið hafði gengið á braut um jörðina og tunglið en átti að lenda á suðurpól tunglsins þar sem ekkert geimfar hefur áður lent í kvöld, að sögn Washington Post. K. Sivan, forstjóri indversku geimstofnunarinnar ISRO, sagði eftir að sambandið rofnaði að allt hefði verið með felldu með aðflug Vikram allt þar til geimfarið var um 2.100 metrum yfir yfirborði tunglsins. Þá hafi sambandið rofnað. Verkfræðingar vinna nú að því að greina gögnin sem bárust frá geimfarinu.Space.com segir að gögn sem voru sýnd á meðan á lendingunni stóð hafi næst sýnt Vikram í rúmlega þrjú hundruð metra hæð yfir yfirborðinu. Geimfarið hafi hins vegar verið um einum kílómetra lárétt frá áætluðum lendingarstað þegar sambandið slitnaði. Hefði lendingin gengið að óskum hefðu Indverjar aðeins orðið fjórða þjóðin til að lenda geimfari á tunglinu. Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, reyndi að stappa stálinu í vísindamennina og landsmenn á Twitter eftir að sambandið við Vikram rofnaði. „Þetta er augnablik til að vera hugrakkur og við verðum hugrökk!“ tísti Modi sem er væntanlegur til Íslands í næstu viku. Um borð í Vikram var tungljeppinn Pragyan sem hefur að líkindum farist með lendingarfarinu. Brautarfarið Chandrayaan 2 er enn starfandi á braut um tunglið og getu haldið áfram athugunum þar næsta árið. Geimurinn Indland Tækni Vísindi Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Samband við indverska tunglendingarfarið Vikram örfáum mínútum áður en það átti að verða fyrsta indverska geimfarið til að lenda á tunglinu í kvöld. Ekki er ljóst hvort að aðeins sé um fjarskiptavandamál að ræða eða hvort geimfarið hafi brotlent á tunglinu. Vikram er lendingarfar Chandrayaan 2-leiðangurs Indverja sem hófst 22. júlí. Geimfarið hafði gengið á braut um jörðina og tunglið en átti að lenda á suðurpól tunglsins þar sem ekkert geimfar hefur áður lent í kvöld, að sögn Washington Post. K. Sivan, forstjóri indversku geimstofnunarinnar ISRO, sagði eftir að sambandið rofnaði að allt hefði verið með felldu með aðflug Vikram allt þar til geimfarið var um 2.100 metrum yfir yfirborði tunglsins. Þá hafi sambandið rofnað. Verkfræðingar vinna nú að því að greina gögnin sem bárust frá geimfarinu.Space.com segir að gögn sem voru sýnd á meðan á lendingunni stóð hafi næst sýnt Vikram í rúmlega þrjú hundruð metra hæð yfir yfirborðinu. Geimfarið hafi hins vegar verið um einum kílómetra lárétt frá áætluðum lendingarstað þegar sambandið slitnaði. Hefði lendingin gengið að óskum hefðu Indverjar aðeins orðið fjórða þjóðin til að lenda geimfari á tunglinu. Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, reyndi að stappa stálinu í vísindamennina og landsmenn á Twitter eftir að sambandið við Vikram rofnaði. „Þetta er augnablik til að vera hugrakkur og við verðum hugrökk!“ tísti Modi sem er væntanlegur til Íslands í næstu viku. Um borð í Vikram var tungljeppinn Pragyan sem hefur að líkindum farist með lendingarfarinu. Brautarfarið Chandrayaan 2 er enn starfandi á braut um tunglið og getu haldið áfram athugunum þar næsta árið.
Geimurinn Indland Tækni Vísindi Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira