Eto'o vann það einstaka afrek að vinna þrefalt tvö ár í með tveimur mismunandi liðum; Barcelona 2009 og Inter 2010. Kamerúninn vann einnig Meistaradeildina með Barcelona 2006. Hann skoraði í úrslitaleikjum Meistaradeildarinnar 2006 og 2009.
Eto'o fór til Real Madrid 1997, þegar hann var aðeins 16 ára. Hann lék aðeins sjö leiki með aðalliði Real Madrid.

Barcelona og Inter skiptu á Eto'o og Zlatan Ibrahimovic 2009. Eto'o vann þrennuna á fyrra tímabilinu með Inter og varð bikarmeistari á því seinna.
Síðustu ár ferilsins lék Eto'o með Anzhi Makhachkala í Rússlandi, Chelsea og Everton á Englandi, Antalyaspor og Konyaspor í Tyrklandi og Qatar SC í Katar.
Eto'o er markahæstur í sögu kamerúnska landsliðsins með 56 mörk. Hann varð tvisvar sinnum Afríkumeistari með Kamerún og Ólympíumeistari 2000. Eto'o var fjórum sinnum valinn knattspyrnumaður ársins í Afríku, oftar en nokkur annar.