Fótbolti

Gylfi: Styrkleikamerki að þetta sé enn sami hópurinn

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson var sáttur með 3-0 sigur Íslands á Moldóvu í undankeppni EM 2020 í dag.

Þægilegur sigur, þrjú stig, engin meiðsli og engin gul spjöld, var þetta ekki svo gott sem fullkominn dagur?

„Jú, fyrir utan fyrstu tuttugu mínúturnar,“ sagði Gylfi Þór við Henry Birgi Gunnarsson á Laugardalsvelli.

„Við mættum ekki til leiks og þeir voru miklu betri. Við vorum heppnir að þetta var ennþá 0-0. Eftir það hrukkum við í gang og stjórnuðum leiknum með okkar gæðum og reynslu.“

„Ég held að flest lið viti að við fáum ekki mikið á okkur og erum erfiðir varnarlega.“

Byrjunarlið Íslands í dag var næstum því alveg eins og liðið sem byrjaði fyrsta leik á EM í Frakklandi 2016. Gylfi segir það ekki vera neikvætt.

„Þetta sýnir að við erum lítil þjóð og höfum kannski ekki úr jafn mörgu að moða eins og stóru þjóðirnar.“

„Þetta sýnir bara gæðin í hópnum síðustu ár, það hefur ekki verið mikið um breytingar og verið erfitt að koma sér inn í hópinn. Það er styrkleikamerki að þetta sé enn sami hópurinn,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×