Vilja komast í sjóinn í dag Sunna Sæmundsdóttir skrifar 8. september 2019 13:06 Sundkonurnar í Marglyttunum voru svekktar yfir að geta ekki lagt af stað í Ermasundið vegna veðurs. Sundkonur í Marglyttunum, sem ætla að synda yfir Ermasundið, vonast til að geta lagt af stað síðdegis í dag. Skipuleggjandi segir að Marglytturnar hafi verið mjög svekktar þegar sundið var flautað af í nótt vegna veðurs. Þær hafi ólmar viljað komast í sjóinn þrátt fyrir að sterkur vindur hafi tekið á móti þeim á höfninni. Marglytturnar ætluðu að nýta sér veðurglugga í nótt fyrir boðsund yfir Ermasundið. Ótalmargt þarf að ganga upp líkt og hagstæðir vindar, straumar, ölduhæð og tími flóðs og fjöru. Skipstjóri eftirlitsbáts þeirra taldi aðstæður ekki nógu góðar og ákvað því að fresta förinni að sögn Soffíu Sigurgeirsdóttur, skupuleggjanda. „Við erum að tala um alveg þrettán metra á sekúndu, þá fyrstu fyrstu fjóra til fimm tímana í sundinu og þeim fannst það ekki ganga upp. Ölduhæðin var það mikil og straumar það harðir að þeir treystu sér í raun ekki til að fylgja stefnu og vera við hliðina á sundamanninum," segir Soffía. Ermarsundið hefur verið kallað „Mount Everest sjósundfólks". Leiðin er um 34 kílómetrar; milli borganna Dover í Englandi og Calais í Frakklandi. Margir synda þó í reynd jafnvel tvöfalt lengra vegna harðra strauma. Áætlaður sundtími 16 til 18 klukkustundir en hver og ein marglytta syndir klukkustund í einu. Í nótt hafði öllu verið pakkað, mat, sjóveikisplástrum og auka sundfötum og því voru þær svekktar þegar sundið var blásið af. „Þrátt fyrir vindinn sem mætti okkur þarna á höfninni vildu þær fara af stað," segir Soffía. Kukkan þrjú í dag að íslenskum tíma verður fundað um stöðuna. Séu aðstæður góðar verður lagt af stað. „Í rauninni mætum við bara eins og við séum að leggja af stað með allt dótið og þá verður bara tekin ákvörðun." Ef það gengur ekki upp er spáin góð á þriðjudag. Marglytturnar viilja þó ólmar komast af stað í dag. „Þó að það sé verið að synda yfir nóttina og í myrkri, af því það eru svo margir þættir sem hafa áhrif á veðurskilyrðin hérna. Við erum bara vogóðar um að fá leyfi til að leggja af stað seinnipartinn í dag," segir Soffía. Sjósund Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sjá meira
Sundkonur í Marglyttunum, sem ætla að synda yfir Ermasundið, vonast til að geta lagt af stað síðdegis í dag. Skipuleggjandi segir að Marglytturnar hafi verið mjög svekktar þegar sundið var flautað af í nótt vegna veðurs. Þær hafi ólmar viljað komast í sjóinn þrátt fyrir að sterkur vindur hafi tekið á móti þeim á höfninni. Marglytturnar ætluðu að nýta sér veðurglugga í nótt fyrir boðsund yfir Ermasundið. Ótalmargt þarf að ganga upp líkt og hagstæðir vindar, straumar, ölduhæð og tími flóðs og fjöru. Skipstjóri eftirlitsbáts þeirra taldi aðstæður ekki nógu góðar og ákvað því að fresta förinni að sögn Soffíu Sigurgeirsdóttur, skupuleggjanda. „Við erum að tala um alveg þrettán metra á sekúndu, þá fyrstu fyrstu fjóra til fimm tímana í sundinu og þeim fannst það ekki ganga upp. Ölduhæðin var það mikil og straumar það harðir að þeir treystu sér í raun ekki til að fylgja stefnu og vera við hliðina á sundamanninum," segir Soffía. Ermarsundið hefur verið kallað „Mount Everest sjósundfólks". Leiðin er um 34 kílómetrar; milli borganna Dover í Englandi og Calais í Frakklandi. Margir synda þó í reynd jafnvel tvöfalt lengra vegna harðra strauma. Áætlaður sundtími 16 til 18 klukkustundir en hver og ein marglytta syndir klukkustund í einu. Í nótt hafði öllu verið pakkað, mat, sjóveikisplástrum og auka sundfötum og því voru þær svekktar þegar sundið var blásið af. „Þrátt fyrir vindinn sem mætti okkur þarna á höfninni vildu þær fara af stað," segir Soffía. Kukkan þrjú í dag að íslenskum tíma verður fundað um stöðuna. Séu aðstæður góðar verður lagt af stað. „Í rauninni mætum við bara eins og við séum að leggja af stað með allt dótið og þá verður bara tekin ákvörðun." Ef það gengur ekki upp er spáin góð á þriðjudag. Marglytturnar viilja þó ólmar komast af stað í dag. „Þó að það sé verið að synda yfir nóttina og í myrkri, af því það eru svo margir þættir sem hafa áhrif á veðurskilyrðin hérna. Við erum bara vogóðar um að fá leyfi til að leggja af stað seinnipartinn í dag," segir Soffía.
Sjósund Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sjá meira