Fótbolti

Ítalir með fullt hús stiga

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ciro Immobile fagnar marki sínu
Ciro Immobile fagnar marki sínu vísir/getty
Ítalir unnu eins marks sigur á Finnlandi í toppslag J-riðils í undankeppni EM 2020.

Eftir markalausan fyrri hálfleik skoraði Ciro Immobile og kom Ítölum yfir á 59. mínútu.

Á 72. mínútu fengu Finnar vítaspyrnu. Teemu Pukki fór á punktinn og skoraði, enda búinn að vera í frábæru formi fyrir félagslið sitt Norwich City í byrjun tímabilsins.

Ítalir fengu svo vítaspyrnu sjö mínútum seinna og skoraði Jorginho úr henni. Það reyndist sigurmark Ítala sem eru með fullt hús stiga eftir sex leiki.

Finnar koma á eftir í öðru sæti með 12 stig og Armenar eru í því þriðja með níu.

Botnlið riðilsins, Grikkland og Liechtenstein mættust í Grikklandi og gerðu 1-1 jafntefli. Liecthenstein náði sér þar með í sitt fyrsta stig í riðlinum. Grikkir eru með fimm.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×