Það verður að ræða erfiðu hlutina á meðan allt leikur í lyndi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. september 2019 19:53 Hulda Guðmundsdóttir og Ína Ólöf Sigurðardóttir eru í stjórn Sorgarmiðstöðvarinnar. Þær vilja gera betur fyrir fólk sem syrgir. Mynd/Ína Ólöf Sigurðardóttir „Í rauninni væri lang best ef við gætum komið því þannig fyrir að við værum búin að ræða alla mögulega hluti, bara á besta aldri, og þá vissum við svolítið hvernig við vildum bregðast við,“ segir Hulda Guðmundsdóttir, stjórnarformaður Sorgarmiðstöðvarinnar sem er nýtt úrræði fyrir fólk sem hefur misst aðstandanda. Sorgarsetur er stofnað af félögunum Nýrri dögun, Birtu, Ljónshjarta og Gleym mér ei en hugmyndin kom upp þegar haldinn var vinnufundur hjá félögunum í tilefni af þrjátíu ára afmæli Nýrrar dögunar. Þá hafi stjórnendur félaganna, ásamt fólki úr heilbrigðisstéttum, prestar og fleiri spurt sig að því hvað mætti betur gera fyrir syrgjandi fólk á Íslandi. Niðurstaða vinnunnar var sú að samræma þyrfti úrræði fyrir syrgjendur, úrræði hafi hingað til ekki náð nægilega vel til fólks og það væri erfitt að finna úrræði. Hulda segir í samtali við Reykjavík síðdegis mikla breytingu hafa orðið á því hvernig fólk vinni úr sorg. Mjög jákvæðar breytingar hafi orðið síðustu þrjátíu árin. Fólk hafi til að mynda borið harm sinn í hljóði þegar Ný dögun var stofnuð.„Fólk þorir frekar að viðurkenna að sorg taki tíma og það sé eðlilegt að maður fari í gegn um alls konar sveiflur í tilfinningalífi, segir hún. „Og þetta sé bara virkilega erfitt, það er ekki viðurkennt að fara bara á hnefanum lengur.“ Sorgarmiðstöðin mun einblína á það að hjálpa fólki sem misst hefur ástvini við að vinna úr sorginni. Hún segir oft auka álag gríðarlega þegar fólk þarf að finna út úr praktískum atriðum eftir andlát og sé því mikilvægt að ræða erfið mál þegar allt leikur í lyndi. Það geti verið gott að vera búinn að ræða við ástvini sína hvernig hátta eigi hlutum komi eitthvað upp, hver beri ábyrgð á málunum og svo framvegis. Hún segir einnig vanta aðhald fyrir fólk sem missir aðstandendur skyndilega, ekkert stuðningsnet sé til staðar fyrir þá og sorgarferlið sé öðruvísi en fyrir þá sem hafa misst aðstandenda sem hefur verið langveikur. Það hafi reynst fólki sem misst hefur ástvini skyndilega erfitt að finna hjálparleiðir og sé markmið með Sorgarmiðstöðinni að veita syrgjandi fólki aðhald og sýnilegra úrræði. Miðstöðin eigi að vera á allra vörum og vera það fyrsta sem fólk leiti til. Hafnarfjörður Reykjavík síðdegis Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Innlent Fleiri fréttir Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Sjá meira
„Í rauninni væri lang best ef við gætum komið því þannig fyrir að við værum búin að ræða alla mögulega hluti, bara á besta aldri, og þá vissum við svolítið hvernig við vildum bregðast við,“ segir Hulda Guðmundsdóttir, stjórnarformaður Sorgarmiðstöðvarinnar sem er nýtt úrræði fyrir fólk sem hefur misst aðstandanda. Sorgarsetur er stofnað af félögunum Nýrri dögun, Birtu, Ljónshjarta og Gleym mér ei en hugmyndin kom upp þegar haldinn var vinnufundur hjá félögunum í tilefni af þrjátíu ára afmæli Nýrrar dögunar. Þá hafi stjórnendur félaganna, ásamt fólki úr heilbrigðisstéttum, prestar og fleiri spurt sig að því hvað mætti betur gera fyrir syrgjandi fólk á Íslandi. Niðurstaða vinnunnar var sú að samræma þyrfti úrræði fyrir syrgjendur, úrræði hafi hingað til ekki náð nægilega vel til fólks og það væri erfitt að finna úrræði. Hulda segir í samtali við Reykjavík síðdegis mikla breytingu hafa orðið á því hvernig fólk vinni úr sorg. Mjög jákvæðar breytingar hafi orðið síðustu þrjátíu árin. Fólk hafi til að mynda borið harm sinn í hljóði þegar Ný dögun var stofnuð.„Fólk þorir frekar að viðurkenna að sorg taki tíma og það sé eðlilegt að maður fari í gegn um alls konar sveiflur í tilfinningalífi, segir hún. „Og þetta sé bara virkilega erfitt, það er ekki viðurkennt að fara bara á hnefanum lengur.“ Sorgarmiðstöðin mun einblína á það að hjálpa fólki sem misst hefur ástvini við að vinna úr sorginni. Hún segir oft auka álag gríðarlega þegar fólk þarf að finna út úr praktískum atriðum eftir andlát og sé því mikilvægt að ræða erfið mál þegar allt leikur í lyndi. Það geti verið gott að vera búinn að ræða við ástvini sína hvernig hátta eigi hlutum komi eitthvað upp, hver beri ábyrgð á málunum og svo framvegis. Hún segir einnig vanta aðhald fyrir fólk sem missir aðstandendur skyndilega, ekkert stuðningsnet sé til staðar fyrir þá og sorgarferlið sé öðruvísi en fyrir þá sem hafa misst aðstandenda sem hefur verið langveikur. Það hafi reynst fólki sem misst hefur ástvini skyndilega erfitt að finna hjálparleiðir og sé markmið með Sorgarmiðstöðinni að veita syrgjandi fólki aðhald og sýnilegra úrræði. Miðstöðin eigi að vera á allra vörum og vera það fyrsta sem fólk leiti til.
Hafnarfjörður Reykjavík síðdegis Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Innlent Fleiri fréttir Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Sjá meira