Það verður að ræða erfiðu hlutina á meðan allt leikur í lyndi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. september 2019 19:53 Hulda Guðmundsdóttir og Ína Ólöf Sigurðardóttir eru í stjórn Sorgarmiðstöðvarinnar. Þær vilja gera betur fyrir fólk sem syrgir. Mynd/Ína Ólöf Sigurðardóttir „Í rauninni væri lang best ef við gætum komið því þannig fyrir að við værum búin að ræða alla mögulega hluti, bara á besta aldri, og þá vissum við svolítið hvernig við vildum bregðast við,“ segir Hulda Guðmundsdóttir, stjórnarformaður Sorgarmiðstöðvarinnar sem er nýtt úrræði fyrir fólk sem hefur misst aðstandanda. Sorgarsetur er stofnað af félögunum Nýrri dögun, Birtu, Ljónshjarta og Gleym mér ei en hugmyndin kom upp þegar haldinn var vinnufundur hjá félögunum í tilefni af þrjátíu ára afmæli Nýrrar dögunar. Þá hafi stjórnendur félaganna, ásamt fólki úr heilbrigðisstéttum, prestar og fleiri spurt sig að því hvað mætti betur gera fyrir syrgjandi fólk á Íslandi. Niðurstaða vinnunnar var sú að samræma þyrfti úrræði fyrir syrgjendur, úrræði hafi hingað til ekki náð nægilega vel til fólks og það væri erfitt að finna úrræði. Hulda segir í samtali við Reykjavík síðdegis mikla breytingu hafa orðið á því hvernig fólk vinni úr sorg. Mjög jákvæðar breytingar hafi orðið síðustu þrjátíu árin. Fólk hafi til að mynda borið harm sinn í hljóði þegar Ný dögun var stofnuð.„Fólk þorir frekar að viðurkenna að sorg taki tíma og það sé eðlilegt að maður fari í gegn um alls konar sveiflur í tilfinningalífi, segir hún. „Og þetta sé bara virkilega erfitt, það er ekki viðurkennt að fara bara á hnefanum lengur.“ Sorgarmiðstöðin mun einblína á það að hjálpa fólki sem misst hefur ástvini við að vinna úr sorginni. Hún segir oft auka álag gríðarlega þegar fólk þarf að finna út úr praktískum atriðum eftir andlát og sé því mikilvægt að ræða erfið mál þegar allt leikur í lyndi. Það geti verið gott að vera búinn að ræða við ástvini sína hvernig hátta eigi hlutum komi eitthvað upp, hver beri ábyrgð á málunum og svo framvegis. Hún segir einnig vanta aðhald fyrir fólk sem missir aðstandendur skyndilega, ekkert stuðningsnet sé til staðar fyrir þá og sorgarferlið sé öðruvísi en fyrir þá sem hafa misst aðstandenda sem hefur verið langveikur. Það hafi reynst fólki sem misst hefur ástvini skyndilega erfitt að finna hjálparleiðir og sé markmið með Sorgarmiðstöðinni að veita syrgjandi fólki aðhald og sýnilegra úrræði. Miðstöðin eigi að vera á allra vörum og vera það fyrsta sem fólk leiti til. Hafnarfjörður Reykjavík síðdegis Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Fleiri fréttir Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Sjá meira
„Í rauninni væri lang best ef við gætum komið því þannig fyrir að við værum búin að ræða alla mögulega hluti, bara á besta aldri, og þá vissum við svolítið hvernig við vildum bregðast við,“ segir Hulda Guðmundsdóttir, stjórnarformaður Sorgarmiðstöðvarinnar sem er nýtt úrræði fyrir fólk sem hefur misst aðstandanda. Sorgarsetur er stofnað af félögunum Nýrri dögun, Birtu, Ljónshjarta og Gleym mér ei en hugmyndin kom upp þegar haldinn var vinnufundur hjá félögunum í tilefni af þrjátíu ára afmæli Nýrrar dögunar. Þá hafi stjórnendur félaganna, ásamt fólki úr heilbrigðisstéttum, prestar og fleiri spurt sig að því hvað mætti betur gera fyrir syrgjandi fólk á Íslandi. Niðurstaða vinnunnar var sú að samræma þyrfti úrræði fyrir syrgjendur, úrræði hafi hingað til ekki náð nægilega vel til fólks og það væri erfitt að finna úrræði. Hulda segir í samtali við Reykjavík síðdegis mikla breytingu hafa orðið á því hvernig fólk vinni úr sorg. Mjög jákvæðar breytingar hafi orðið síðustu þrjátíu árin. Fólk hafi til að mynda borið harm sinn í hljóði þegar Ný dögun var stofnuð.„Fólk þorir frekar að viðurkenna að sorg taki tíma og það sé eðlilegt að maður fari í gegn um alls konar sveiflur í tilfinningalífi, segir hún. „Og þetta sé bara virkilega erfitt, það er ekki viðurkennt að fara bara á hnefanum lengur.“ Sorgarmiðstöðin mun einblína á það að hjálpa fólki sem misst hefur ástvini við að vinna úr sorginni. Hún segir oft auka álag gríðarlega þegar fólk þarf að finna út úr praktískum atriðum eftir andlát og sé því mikilvægt að ræða erfið mál þegar allt leikur í lyndi. Það geti verið gott að vera búinn að ræða við ástvini sína hvernig hátta eigi hlutum komi eitthvað upp, hver beri ábyrgð á málunum og svo framvegis. Hún segir einnig vanta aðhald fyrir fólk sem missir aðstandendur skyndilega, ekkert stuðningsnet sé til staðar fyrir þá og sorgarferlið sé öðruvísi en fyrir þá sem hafa misst aðstandenda sem hefur verið langveikur. Það hafi reynst fólki sem misst hefur ástvini skyndilega erfitt að finna hjálparleiðir og sé markmið með Sorgarmiðstöðinni að veita syrgjandi fólki aðhald og sýnilegra úrræði. Miðstöðin eigi að vera á allra vörum og vera það fyrsta sem fólk leiti til.
Hafnarfjörður Reykjavík síðdegis Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Fleiri fréttir Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Sjá meira