Þingmenn skora hverjir á aðra vegna ákvörðunar Johnsons Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 30. ágúst 2019 06:15 Evrópusinnar mótmæltu útgöngunni fyrir utan þinghúsið í gær. Líkt og svo oft áður. Nordicphotos/AFP Áfram hélt umræðan í gær um þá ákvörðun Boris Johnson forsætisráðherra að fresta þingfundum. Drottning féllst á bón Johnsons á miðvikudag sem þýðir í raun að þingfundum verður frestað í annarri viku septembermánaðar og öll óafgreidd frumvörp fara aftur á byrjunarreit. Þar með er tíminn orðinn naumur fyrir þingmenn að festa í lög að samningslaus útganga úr ESB sé ekki í boði. Breskir stjórnmálamenn voru ýmist hrifnir eða reiðir vegna ákvörðunarinnar og sögðu andstæðingar ríkisstjórnarinnar á miðvikudag að Johnson hagaði sér einfaldlega eins og einræðisherra í málinu. Hann væri að ganga framhjá þinginu og hundsa þá staðreynd að í Bretlandi væri þingræði. Þessu var Johnson ekki sammála. Nætursvefninn gerði lítið til þess að lægja öldurnar. Jacob Rees-Mogg, harður Brexit-sinni sem stýrir því hvenær stjórnarfrumvörp eru lögð fram, reið á vaðið og skoraði á stjórnarandstæðinga að láta kné fylgja kviði eftir umræðu þeirra um vantraust á Johnson-stjórnina. „Þetta fólk sem er allt að væla og gnísta tönnum veit það fullvel að það hefur tvo kosti í stöðunni. Annar er að skipta um ríkisstjórn og hinn að breyta lögunum,“ sagði Rees-Mogg og bætti við: „Ef þið hafið hvorki hugrekkið né þorið til þess að gera annað hvort munum við ganga út þann 31. október í samræmi við niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar.“ John McDonnell úr Verkamannaflokki tók áskoruninni ekki þegjandi. Sagði flokkinn opinn fyrir því að leggja fram vantrauststillögu sem og fyrir nýjum kosningum. „Ég vil hafa það algjörlega á hreinu, og þetta eru persónuleg skilaboð til Boris Johnson, láttu vaða.“ Verkamannaflokksmaðurinn var ekki sá eini sem ræddi um nýjar kosningar í gær. Ken Clarke, samflokksmaður Johnsons sem er þó alls ekki hrifinn af leiðtoganum, sagði það deginum ljósara að það væri einmitt markmið forsætisráðherrans. „Hann hefur ákveðið að hann vilji kosningar sem snúast um Breta gegn útlendingum, um Breta gegn þinginu, og hann blaðrar um að gera ríkið hið besta í heiminum, föðurlandsást og Trump-lega hluti.“ Barry Gardiner, viðskiptamálatalsmaður Verkamannaflokksins, sagði í gær að á mánudag myndi þingið reyna að fara af stað með umræður um að banna samningslausa útgöngu. Þótt naumur meirihluti sé gegn slíkri útgöngu á þingi þykir óljóst hvort andstæðingar Johnsons innan Íhaldsflokksins myndu fella ríkisstjórnina. Skoskur dómstóll hlýddi í gær á málflutning í máli sem 75 þingmenn hafa höfðað til að fá úr því skorið hvort þingfrestunin sé lögleg. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Tengdar fréttir Boris Johnson sagður haga sér eins og hann sé einræðisherra Andstæðingar breska forsætisráðherrans eru æfir vegna ákvörðunar hans um að fresta þingfundum. Þýðir að þingið hefur minni tíma, jafnvel of lítinn, til að koma í gegn löggjöf sem bannar samningslausa útgöngu. Þingforseti segir ákvörðunina vera aðför gegn stjórnarskrá. 29. ágúst 2019 06:00 Þingmenn þvert á flokka búa sig undir átök við Boris Johnson Bæði þingmenn Íhaldsflokksins sem og þingmenn úr stjórnarandstöðu ræddu sín á milli í kvöld hvernig koma má í veg fyrir að Bretar gangi úr ESB án samnings. 28. ágúst 2019 23:45 Hugh Grant lætur Boris Johnson fá það óþvegið "Þú skalt ekki leggja framtíð barnanna minna í hættu. Þú skalt ekki eyðileggja frelsið sem afi minn barðist fyrir í tveimur heimsstyrjöldum.“ Svona hefst reiðilestur breska leikarans Hugh Grant yfir forsætisráðherra Bretlands, íhaldsmannsins Boris Johnson, á Twitter. 29. ágúst 2019 13:37 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Blámóðan þyngdi róður slökkviliðsmanna Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fleiri fréttir Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Sjá meira
Áfram hélt umræðan í gær um þá ákvörðun Boris Johnson forsætisráðherra að fresta þingfundum. Drottning féllst á bón Johnsons á miðvikudag sem þýðir í raun að þingfundum verður frestað í annarri viku septembermánaðar og öll óafgreidd frumvörp fara aftur á byrjunarreit. Þar með er tíminn orðinn naumur fyrir þingmenn að festa í lög að samningslaus útganga úr ESB sé ekki í boði. Breskir stjórnmálamenn voru ýmist hrifnir eða reiðir vegna ákvörðunarinnar og sögðu andstæðingar ríkisstjórnarinnar á miðvikudag að Johnson hagaði sér einfaldlega eins og einræðisherra í málinu. Hann væri að ganga framhjá þinginu og hundsa þá staðreynd að í Bretlandi væri þingræði. Þessu var Johnson ekki sammála. Nætursvefninn gerði lítið til þess að lægja öldurnar. Jacob Rees-Mogg, harður Brexit-sinni sem stýrir því hvenær stjórnarfrumvörp eru lögð fram, reið á vaðið og skoraði á stjórnarandstæðinga að láta kné fylgja kviði eftir umræðu þeirra um vantraust á Johnson-stjórnina. „Þetta fólk sem er allt að væla og gnísta tönnum veit það fullvel að það hefur tvo kosti í stöðunni. Annar er að skipta um ríkisstjórn og hinn að breyta lögunum,“ sagði Rees-Mogg og bætti við: „Ef þið hafið hvorki hugrekkið né þorið til þess að gera annað hvort munum við ganga út þann 31. október í samræmi við niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar.“ John McDonnell úr Verkamannaflokki tók áskoruninni ekki þegjandi. Sagði flokkinn opinn fyrir því að leggja fram vantrauststillögu sem og fyrir nýjum kosningum. „Ég vil hafa það algjörlega á hreinu, og þetta eru persónuleg skilaboð til Boris Johnson, láttu vaða.“ Verkamannaflokksmaðurinn var ekki sá eini sem ræddi um nýjar kosningar í gær. Ken Clarke, samflokksmaður Johnsons sem er þó alls ekki hrifinn af leiðtoganum, sagði það deginum ljósara að það væri einmitt markmið forsætisráðherrans. „Hann hefur ákveðið að hann vilji kosningar sem snúast um Breta gegn útlendingum, um Breta gegn þinginu, og hann blaðrar um að gera ríkið hið besta í heiminum, föðurlandsást og Trump-lega hluti.“ Barry Gardiner, viðskiptamálatalsmaður Verkamannaflokksins, sagði í gær að á mánudag myndi þingið reyna að fara af stað með umræður um að banna samningslausa útgöngu. Þótt naumur meirihluti sé gegn slíkri útgöngu á þingi þykir óljóst hvort andstæðingar Johnsons innan Íhaldsflokksins myndu fella ríkisstjórnina. Skoskur dómstóll hlýddi í gær á málflutning í máli sem 75 þingmenn hafa höfðað til að fá úr því skorið hvort þingfrestunin sé lögleg.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Tengdar fréttir Boris Johnson sagður haga sér eins og hann sé einræðisherra Andstæðingar breska forsætisráðherrans eru æfir vegna ákvörðunar hans um að fresta þingfundum. Þýðir að þingið hefur minni tíma, jafnvel of lítinn, til að koma í gegn löggjöf sem bannar samningslausa útgöngu. Þingforseti segir ákvörðunina vera aðför gegn stjórnarskrá. 29. ágúst 2019 06:00 Þingmenn þvert á flokka búa sig undir átök við Boris Johnson Bæði þingmenn Íhaldsflokksins sem og þingmenn úr stjórnarandstöðu ræddu sín á milli í kvöld hvernig koma má í veg fyrir að Bretar gangi úr ESB án samnings. 28. ágúst 2019 23:45 Hugh Grant lætur Boris Johnson fá það óþvegið "Þú skalt ekki leggja framtíð barnanna minna í hættu. Þú skalt ekki eyðileggja frelsið sem afi minn barðist fyrir í tveimur heimsstyrjöldum.“ Svona hefst reiðilestur breska leikarans Hugh Grant yfir forsætisráðherra Bretlands, íhaldsmannsins Boris Johnson, á Twitter. 29. ágúst 2019 13:37 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Blámóðan þyngdi róður slökkviliðsmanna Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fleiri fréttir Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Sjá meira
Boris Johnson sagður haga sér eins og hann sé einræðisherra Andstæðingar breska forsætisráðherrans eru æfir vegna ákvörðunar hans um að fresta þingfundum. Þýðir að þingið hefur minni tíma, jafnvel of lítinn, til að koma í gegn löggjöf sem bannar samningslausa útgöngu. Þingforseti segir ákvörðunina vera aðför gegn stjórnarskrá. 29. ágúst 2019 06:00
Þingmenn þvert á flokka búa sig undir átök við Boris Johnson Bæði þingmenn Íhaldsflokksins sem og þingmenn úr stjórnarandstöðu ræddu sín á milli í kvöld hvernig koma má í veg fyrir að Bretar gangi úr ESB án samnings. 28. ágúst 2019 23:45
Hugh Grant lætur Boris Johnson fá það óþvegið "Þú skalt ekki leggja framtíð barnanna minna í hættu. Þú skalt ekki eyðileggja frelsið sem afi minn barðist fyrir í tveimur heimsstyrjöldum.“ Svona hefst reiðilestur breska leikarans Hugh Grant yfir forsætisráðherra Bretlands, íhaldsmannsins Boris Johnson, á Twitter. 29. ágúst 2019 13:37