Mat Hafró að veiðar á sæbjúgum hafi verið langt umfram það sem stofninn þolir Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. ágúst 2019 16:19 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, hefur sett nýja reglugerð um veiðar á sæbjúgum en breytingar á reglum er gerðar á grundvelli vísindalegrar ráðgjafar frá Hafró. vísir/vilhelm Það er mat Hafrannsóknastofnunar að veiðar á sæbjúgum á síðasta ári hafi verið langt umfram það sem stofninn þolir. Við þeirri alvarlegu stöðu þurfti að bregðast og því var reglum um sæbjúgnaveiðar breytt. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið vill árétta að breytingar á reglunum eru gerðar á grundvelli vísindalegrar ráðgjafar Hafrannsóknarstofnunar. Tilefni breytinga er þróunin í stofninum á síðastliðnum en á í tilkynningu á vef stjórnarráðsins segir: „Í nýlega settri reglugerð er veigamesta breytingin sú að í stað þriggja skilgreindra veiðisvæða koma sjö veiðisvæði sem eru mun stærri hvert um sig en áður voru í gildi. Nýju veiðisvæðin eru ákveðin samkvæmt ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar í samvinnu við ráðuneytið. Að auki má nefna að fyrirtæki geta óskað eftir tilraunaleyfi vilji þau reyna fyrir sér utan hinna skilgreindu veiðisvæða.“ Fyrirtækið Hafnarnes VER í Þorlákshöfn sagði í dag upp rúmlega tuttugu starfsmönnum í fiskvinnslu fyrirtækisins. Uppsagnirnar eru raktar beint til breytinga á reglugerðinni um sæbjúgu en í fréttatilkynningu gagnrýndi Ólafur Hannesson, framkvæmdastjóri Hafnarnes, Hafró harðlega sem og Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra: „Uppsagnir dagsins í dag má rekja beint til vafasamrar og óvísindalegrar ráðgjafar Hafró við fiskveiðiráðgjöf á sæbjúgum og skeytingarleysis sjávarútvegsráðuneytisins gagnvart hagsmunum vinnandi fólks á landsbyggðinni og hag smærri bæjarfélaga. […] Fyrr á árinu gaf Hafró út nýja fiskveiðiráðgjöf, þar sem lagt var til tæplega 60% samdrátt á sæbjúgnaveiðum frá fyrra fiskveiðiári. Ljóst er að enginn framleiðslustarfsemi getur staðið slíkan hráefnissamdrátt af sér án afleiðinga. Þvert á gagnstæð sjónarmið hefur Kristján Þór Júlíusson kosið að trúa ráðgjöf Hafró eins og nýju neti – eitthvað sem allir góðir skipstjórar gjalda varhug við, jafnvel þeir sem komnir eru á bak við skrifborð. Sjávarútvegsráðherra hefur kosið að fela sig á bak við ráðleggingar Hafró og þorir ekki að standa með þeim fyrirtækjum og því starfsfólki sem reiðir sig á veiðar sæbjúgna í stað þess að stíga í lappirnar gagnvart Hafró sem hefur viðurkennt að lítil þekking sé á tegundinni þar innanborðs og þörf sé á frekari rannsóknum, þekkingarleysið hefur þó ekki stuðlað að auðmýkt í vinnubrögðum þeirra sem hafa bein áhrif til hins verra á lífsviðurværi fjölda fólks á landinu,“ sagði í tilkynningu fyrirtækisins í morgun en nánar má lesa um málið hér. Alþingi Sjávarútvegur Ölfus Tengdar fréttir Á þriðja tug sagt upp hjá Hafnarnesi í Þorlákshöfn Fiskvinnslan Hafnarnes VER í Þorlákshöfn sagði í dag upp 21 starfsmanni. Þá voru nokkrir sem fá ekki framhald á tímabundnum ráðningarsamningi auk þess sem ekki hefur verið ráðið í stöður undanfarið hjá fyrirtækinu sem fólk hefur hætt í. 30. ágúst 2019 10:11 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Sjá meira
Það er mat Hafrannsóknastofnunar að veiðar á sæbjúgum á síðasta ári hafi verið langt umfram það sem stofninn þolir. Við þeirri alvarlegu stöðu þurfti að bregðast og því var reglum um sæbjúgnaveiðar breytt. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið vill árétta að breytingar á reglunum eru gerðar á grundvelli vísindalegrar ráðgjafar Hafrannsóknarstofnunar. Tilefni breytinga er þróunin í stofninum á síðastliðnum en á í tilkynningu á vef stjórnarráðsins segir: „Í nýlega settri reglugerð er veigamesta breytingin sú að í stað þriggja skilgreindra veiðisvæða koma sjö veiðisvæði sem eru mun stærri hvert um sig en áður voru í gildi. Nýju veiðisvæðin eru ákveðin samkvæmt ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar í samvinnu við ráðuneytið. Að auki má nefna að fyrirtæki geta óskað eftir tilraunaleyfi vilji þau reyna fyrir sér utan hinna skilgreindu veiðisvæða.“ Fyrirtækið Hafnarnes VER í Þorlákshöfn sagði í dag upp rúmlega tuttugu starfsmönnum í fiskvinnslu fyrirtækisins. Uppsagnirnar eru raktar beint til breytinga á reglugerðinni um sæbjúgu en í fréttatilkynningu gagnrýndi Ólafur Hannesson, framkvæmdastjóri Hafnarnes, Hafró harðlega sem og Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra: „Uppsagnir dagsins í dag má rekja beint til vafasamrar og óvísindalegrar ráðgjafar Hafró við fiskveiðiráðgjöf á sæbjúgum og skeytingarleysis sjávarútvegsráðuneytisins gagnvart hagsmunum vinnandi fólks á landsbyggðinni og hag smærri bæjarfélaga. […] Fyrr á árinu gaf Hafró út nýja fiskveiðiráðgjöf, þar sem lagt var til tæplega 60% samdrátt á sæbjúgnaveiðum frá fyrra fiskveiðiári. Ljóst er að enginn framleiðslustarfsemi getur staðið slíkan hráefnissamdrátt af sér án afleiðinga. Þvert á gagnstæð sjónarmið hefur Kristján Þór Júlíusson kosið að trúa ráðgjöf Hafró eins og nýju neti – eitthvað sem allir góðir skipstjórar gjalda varhug við, jafnvel þeir sem komnir eru á bak við skrifborð. Sjávarútvegsráðherra hefur kosið að fela sig á bak við ráðleggingar Hafró og þorir ekki að standa með þeim fyrirtækjum og því starfsfólki sem reiðir sig á veiðar sæbjúgna í stað þess að stíga í lappirnar gagnvart Hafró sem hefur viðurkennt að lítil þekking sé á tegundinni þar innanborðs og þörf sé á frekari rannsóknum, þekkingarleysið hefur þó ekki stuðlað að auðmýkt í vinnubrögðum þeirra sem hafa bein áhrif til hins verra á lífsviðurværi fjölda fólks á landinu,“ sagði í tilkynningu fyrirtækisins í morgun en nánar má lesa um málið hér.
Alþingi Sjávarútvegur Ölfus Tengdar fréttir Á þriðja tug sagt upp hjá Hafnarnesi í Þorlákshöfn Fiskvinnslan Hafnarnes VER í Þorlákshöfn sagði í dag upp 21 starfsmanni. Þá voru nokkrir sem fá ekki framhald á tímabundnum ráðningarsamningi auk þess sem ekki hefur verið ráðið í stöður undanfarið hjá fyrirtækinu sem fólk hefur hætt í. 30. ágúst 2019 10:11 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Sjá meira
Á þriðja tug sagt upp hjá Hafnarnesi í Þorlákshöfn Fiskvinnslan Hafnarnes VER í Þorlákshöfn sagði í dag upp 21 starfsmanni. Þá voru nokkrir sem fá ekki framhald á tímabundnum ráðningarsamningi auk þess sem ekki hefur verið ráðið í stöður undanfarið hjá fyrirtækinu sem fólk hefur hætt í. 30. ágúst 2019 10:11