Paul Pogba mátti þola kynþáttaníð á netinu eftir vítaklúðrið í gærkvöldi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. ágúst 2019 09:00 Paul Pogba trúði því varla að hann hefði klikkað á vítinu. Getty/Matthew Ashton Paul Pogba heimtaði að fá að taka víti Manchester United í gærkvöldi en í stað þess að verða hetjan varð hann skúrkur. Súrir stuðningsmenn United urðu sér til skammar á netinu strax eftir leik. Paul Pogba, miðjumaður Manchester United, varð í gærkvöldi þriðji leikmaðurinn í enska boltanum á einni viku sem þurfti að sitja undir kynþáttarníði á samskiptamiðlum. Breska ríkisútvarpið segir frá. Pogba klikkaði á vítaspyrnu sem hefði fært liði Manchester United sigurinn og þar með áfram fullt hús stiga í ensku úrvalsdeildinni. Hann lét verja frá sér og leikur Wolves og Manchester United endaði með 1-1 jafntefli. Pogba bættist þar með í hóp Reading leikmannsins Yakou Meite og Chelsea mannsins Tammy Abraham sem klikkuðu líka á vítaspyrnum í sínum leikjum þar af Abraham í vítaspyrnukeppni á móti Liverpool í leiknum um Ofurbikar UEFA. Þeir voru báðir fórnarlamb kynþáttarníðs eftir síns leiki. Það er mikil vitundarvakning í Bretlandi í baráttunni gegn kynþáttarníði enda hafa rannsóknir sýnt að hún er að aukast aftur sem er mjög slæm þróun.Paul Pogba subjected to vile racist abuse online after missing penalty against Wolves https://t.co/TELrYIxmpjpic.twitter.com/1gtAl0OWad — Mirror Football (@MirrorFootball) August 20, 2019 Paul Pogba lá þarna vel við höggi hjá súrum stuðningsmönnum sem urðu uppvísir af því að setja inn skammarlegar færslur á Twitter. Aðrir stuðningsmenn Manchester United voru fljótir að koma Paul Pogba til varnar og fordæmdu umræddar Twitter-færslur sem innihéldu kynþáttaníð. Nokkrir af kynþáttahöturunum höfðu eytt færslum sínum seinna um kvöldið og aðrir reikningar voru horfnir í heilu lagi. Twitter hefur harðar reglur gagnvart þeim sem reyna að koma höggi á aðra með hatursfullri hegðun á samskiptamiðlinum. England Enski boltinn Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Fleiri fréttir Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Sjá meira
Paul Pogba heimtaði að fá að taka víti Manchester United í gærkvöldi en í stað þess að verða hetjan varð hann skúrkur. Súrir stuðningsmenn United urðu sér til skammar á netinu strax eftir leik. Paul Pogba, miðjumaður Manchester United, varð í gærkvöldi þriðji leikmaðurinn í enska boltanum á einni viku sem þurfti að sitja undir kynþáttarníði á samskiptamiðlum. Breska ríkisútvarpið segir frá. Pogba klikkaði á vítaspyrnu sem hefði fært liði Manchester United sigurinn og þar með áfram fullt hús stiga í ensku úrvalsdeildinni. Hann lét verja frá sér og leikur Wolves og Manchester United endaði með 1-1 jafntefli. Pogba bættist þar með í hóp Reading leikmannsins Yakou Meite og Chelsea mannsins Tammy Abraham sem klikkuðu líka á vítaspyrnum í sínum leikjum þar af Abraham í vítaspyrnukeppni á móti Liverpool í leiknum um Ofurbikar UEFA. Þeir voru báðir fórnarlamb kynþáttarníðs eftir síns leiki. Það er mikil vitundarvakning í Bretlandi í baráttunni gegn kynþáttarníði enda hafa rannsóknir sýnt að hún er að aukast aftur sem er mjög slæm þróun.Paul Pogba subjected to vile racist abuse online after missing penalty against Wolves https://t.co/TELrYIxmpjpic.twitter.com/1gtAl0OWad — Mirror Football (@MirrorFootball) August 20, 2019 Paul Pogba lá þarna vel við höggi hjá súrum stuðningsmönnum sem urðu uppvísir af því að setja inn skammarlegar færslur á Twitter. Aðrir stuðningsmenn Manchester United voru fljótir að koma Paul Pogba til varnar og fordæmdu umræddar Twitter-færslur sem innihéldu kynþáttaníð. Nokkrir af kynþáttahöturunum höfðu eytt færslum sínum seinna um kvöldið og aðrir reikningar voru horfnir í heilu lagi. Twitter hefur harðar reglur gagnvart þeim sem reyna að koma höggi á aðra með hatursfullri hegðun á samskiptamiðlinum.
England Enski boltinn Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Fleiri fréttir Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Sjá meira