Vargurinn tekjuhæsta samfélagsmiðlastjarnan Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. ágúst 2019 10:01 Veiðimaðurinn Vargurinn, eða Snorri Rafnsson, er sagður vera tekjuhæsti áhrifavaldur síðasta árs. Stefán Hilmarsson Töluverður tekjumunur er innan raða íslenskra áhrifavalda, ef marka má Tekjublað Frjálsrar verslunar. Þannig er Snorri Rafnsson, betur þekktur sem Vargurinn, með næstum því 16-falt hærri tekjur en samfélagsmiðlastjarnan Tanja Ýr Ástþórsdóttir. Samkvæmt Tekjublaðinu hafði Snorri næstum 1,5 milljónir í tekjur á mánuði í fyrra, samaborið við 93 þúsund krónur Tönju Ýrar. Alls tiltekur Tekjublaðið 25 áhrifavalda í útlistun sinni. Næst á eftir Varginum kemur Birgitta Líf Björnsdóttir með 888 þúsund krónur í mánaðartekjur og Camilla Rut Rúnarsdóttir er í þriðja sæti með 710 þúsund á mánuði. Því næsti koma Garðar Viðarsson, sem alla jafna er þekktur sem Gæi, með 532 þúsund á mánuði og grínistinn Hjálmar Örn Jóhannsson með sínar 436 þúsund krónur.Birgitta Líf Björnsdóttir lauk einkaþjálfaranámi frá World Class um mitt síðasta ár.Birgitta LífNeðar á listanum má svo finna tónlistarmanninn Árna Pál Árnason, Herra Hnetusmjör, sem sagður er hafa verið með 369 þúsund krónur í mánaðartekjur. Viðar Skjóldal, hinn svokallaði Enski, fylgir fast á hæla hans með 308 þúsund á mánuði. Áætlaðar tekjur Sunnevu Ýrar Einarsdóttur voru 229 þúsund krónur á mánuði og þá er Alda Karen, sem hefur haldið velsótta fyrirlestra í Hörpu og Laugardalshöll, sögð hafa verið með 206 þúsund krónur á mánuði. Neðst á 25 manna áhrifavaldalista Tekjublaðsins er svo fyrrnefnd Tanja Ýr með 93 þúsund krónur á mánuði. Ingileif Friðriksdóttir, Brynjar Steinn „Binni Glee“ Gylfason og Pálína Axelsdóttir Njarðvík eru jafnframt sögð hafa verið með tekjur í kringum 100 þúsund krónur á mánuði. Tekjublaðið telur nauðsynlegt að árétta að um er að ræða útvarsskyldar tekjur á árinu 2018 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Miðað er við útvarsstofn samkvæmt álagningarskrá. Samfélagsmiðlar Tekjur Tengdar fréttir Óvissudagur með Varginum: Elskar að drepa minka Snorri Rafnsson, sem er vel þekktur innan íslenska veiðiheimsins, tók Kjartan Atla Kjartansson í óvissuferð í Íslandi í dag í gærkvöldi. 8. febrúar 2018 10:45 Mest lesið Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Sjá meira
Töluverður tekjumunur er innan raða íslenskra áhrifavalda, ef marka má Tekjublað Frjálsrar verslunar. Þannig er Snorri Rafnsson, betur þekktur sem Vargurinn, með næstum því 16-falt hærri tekjur en samfélagsmiðlastjarnan Tanja Ýr Ástþórsdóttir. Samkvæmt Tekjublaðinu hafði Snorri næstum 1,5 milljónir í tekjur á mánuði í fyrra, samaborið við 93 þúsund krónur Tönju Ýrar. Alls tiltekur Tekjublaðið 25 áhrifavalda í útlistun sinni. Næst á eftir Varginum kemur Birgitta Líf Björnsdóttir með 888 þúsund krónur í mánaðartekjur og Camilla Rut Rúnarsdóttir er í þriðja sæti með 710 þúsund á mánuði. Því næsti koma Garðar Viðarsson, sem alla jafna er þekktur sem Gæi, með 532 þúsund á mánuði og grínistinn Hjálmar Örn Jóhannsson með sínar 436 þúsund krónur.Birgitta Líf Björnsdóttir lauk einkaþjálfaranámi frá World Class um mitt síðasta ár.Birgitta LífNeðar á listanum má svo finna tónlistarmanninn Árna Pál Árnason, Herra Hnetusmjör, sem sagður er hafa verið með 369 þúsund krónur í mánaðartekjur. Viðar Skjóldal, hinn svokallaði Enski, fylgir fast á hæla hans með 308 þúsund á mánuði. Áætlaðar tekjur Sunnevu Ýrar Einarsdóttur voru 229 þúsund krónur á mánuði og þá er Alda Karen, sem hefur haldið velsótta fyrirlestra í Hörpu og Laugardalshöll, sögð hafa verið með 206 þúsund krónur á mánuði. Neðst á 25 manna áhrifavaldalista Tekjublaðsins er svo fyrrnefnd Tanja Ýr með 93 þúsund krónur á mánuði. Ingileif Friðriksdóttir, Brynjar Steinn „Binni Glee“ Gylfason og Pálína Axelsdóttir Njarðvík eru jafnframt sögð hafa verið með tekjur í kringum 100 þúsund krónur á mánuði. Tekjublaðið telur nauðsynlegt að árétta að um er að ræða útvarsskyldar tekjur á árinu 2018 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Miðað er við útvarsstofn samkvæmt álagningarskrá.
Samfélagsmiðlar Tekjur Tengdar fréttir Óvissudagur með Varginum: Elskar að drepa minka Snorri Rafnsson, sem er vel þekktur innan íslenska veiðiheimsins, tók Kjartan Atla Kjartansson í óvissuferð í Íslandi í dag í gærkvöldi. 8. febrúar 2018 10:45 Mest lesið Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Sjá meira
Óvissudagur með Varginum: Elskar að drepa minka Snorri Rafnsson, sem er vel þekktur innan íslenska veiðiheimsins, tók Kjartan Atla Kjartansson í óvissuferð í Íslandi í dag í gærkvöldi. 8. febrúar 2018 10:45