Stýrivaxtalækkanir "gætu hæglega haldið áfram“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 20. ágúst 2019 11:18 Ásgeir Jónsson tók við embætti seðlabankastjóra í dag. Ásgeir Jónsson, sem í dag tók við embætti seðlabankastjóra, segir að fækkun ferðmanna kalli á stýrivaxtalækkanir sem gætu hæglega haldið áfram. Þá telur hann kjarasamninga stuðla að stöðugleika sem einnig undirbyggi frekari stýrivaxtalækkanir. „Peningastefna á Íslandi fer eftir stöðu íslenska hagkerfisins, fyrst og fremst. Við höfum verið að sjá hagkerfið hægja fremur á sér. Sumarið hefur að vísu komið betur út en margir höfðu spáð en eins og staðan er núna þá er hagkerfið heldur að hægja á sér. Við höfum verið að sjá vexti lækka verulega og ekki bara stýrivexti sem fólk horfir mikið á heldur hafa langtímavextir verið að falla allverulega. Þannig að vaxtastig er búið að vera að lækka á Íslandi sem er mjög ánægjulegt,“ sagði Ásgeir í Seðlabankanum í morgun þegar hann tók þar formlega við.Aðspurður hvort áframhald verði á stýrivaxtalækkunum sagði Ásgeir ef aðstæður í hagkerfinu gæfu tilefni til þess. „Það er búið að vera sjö, átta ára uppsveifla og það er að hægja á hagkerfinu núna. Við erum að sjá fækkun ferðamanna. Það kallar á stýrivaxtalækkanir sem gætu hæglega haldið áfram. Við erum líka að sjá kjarasamninga sem ég tel að stuðli að stöðugleika í landinu og allt þetta undirbyggir frekari stýrivaxtalækkanir. En þetta veltur dálítið á því hvernig hagkerfið þróast. Ísland er svo lítið land og við erum svolítið eins og hálfgerður klúbbur þannig að hagkerfið er mjög fljótt að snúast,“ sagði Ásgeir. Seðlabankinn Tengdar fréttir Ásgeir Jónsson tekinn við sem seðlabankastjóri Ásgeir Jónsson tók í morgun formlega við störfum sem seðlabankastjóri. 20. ágúst 2019 10:15 Segir Ásgeir vera „dogmatískan og trúheitan nýfrjálshyggju-prest“ sem aðhyllist „sjúklega“ skaðlega hugmyndafræði Formaður Eflingar segir að það sé óbærileg tilhugsun að skattpeningar láglaunafólks fari í að greiða Ásgeiri laun í embætti Seðlabankastjóra. 25. júlí 2019 13:12 Mest lesið Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Viðskipti innlent Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Viðskipti innlent Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Viðskipti innlent Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Sjá meira
Ásgeir Jónsson, sem í dag tók við embætti seðlabankastjóra, segir að fækkun ferðmanna kalli á stýrivaxtalækkanir sem gætu hæglega haldið áfram. Þá telur hann kjarasamninga stuðla að stöðugleika sem einnig undirbyggi frekari stýrivaxtalækkanir. „Peningastefna á Íslandi fer eftir stöðu íslenska hagkerfisins, fyrst og fremst. Við höfum verið að sjá hagkerfið hægja fremur á sér. Sumarið hefur að vísu komið betur út en margir höfðu spáð en eins og staðan er núna þá er hagkerfið heldur að hægja á sér. Við höfum verið að sjá vexti lækka verulega og ekki bara stýrivexti sem fólk horfir mikið á heldur hafa langtímavextir verið að falla allverulega. Þannig að vaxtastig er búið að vera að lækka á Íslandi sem er mjög ánægjulegt,“ sagði Ásgeir í Seðlabankanum í morgun þegar hann tók þar formlega við.Aðspurður hvort áframhald verði á stýrivaxtalækkunum sagði Ásgeir ef aðstæður í hagkerfinu gæfu tilefni til þess. „Það er búið að vera sjö, átta ára uppsveifla og það er að hægja á hagkerfinu núna. Við erum að sjá fækkun ferðamanna. Það kallar á stýrivaxtalækkanir sem gætu hæglega haldið áfram. Við erum líka að sjá kjarasamninga sem ég tel að stuðli að stöðugleika í landinu og allt þetta undirbyggir frekari stýrivaxtalækkanir. En þetta veltur dálítið á því hvernig hagkerfið þróast. Ísland er svo lítið land og við erum svolítið eins og hálfgerður klúbbur þannig að hagkerfið er mjög fljótt að snúast,“ sagði Ásgeir.
Seðlabankinn Tengdar fréttir Ásgeir Jónsson tekinn við sem seðlabankastjóri Ásgeir Jónsson tók í morgun formlega við störfum sem seðlabankastjóri. 20. ágúst 2019 10:15 Segir Ásgeir vera „dogmatískan og trúheitan nýfrjálshyggju-prest“ sem aðhyllist „sjúklega“ skaðlega hugmyndafræði Formaður Eflingar segir að það sé óbærileg tilhugsun að skattpeningar láglaunafólks fari í að greiða Ásgeiri laun í embætti Seðlabankastjóra. 25. júlí 2019 13:12 Mest lesið Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Viðskipti innlent Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Viðskipti innlent Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Viðskipti innlent Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Sjá meira
Ásgeir Jónsson tekinn við sem seðlabankastjóri Ásgeir Jónsson tók í morgun formlega við störfum sem seðlabankastjóri. 20. ágúst 2019 10:15
Segir Ásgeir vera „dogmatískan og trúheitan nýfrjálshyggju-prest“ sem aðhyllist „sjúklega“ skaðlega hugmyndafræði Formaður Eflingar segir að það sé óbærileg tilhugsun að skattpeningar láglaunafólks fari í að greiða Ásgeiri laun í embætti Seðlabankastjóra. 25. júlí 2019 13:12