Open Arms skipið fær að fara í land eftir þriggja vikna kyrrsetu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. ágúst 2019 20:43 Flóttafólk um borð í Open Arms skipinu fagna ákvörðun Patronaggio um að sigla skipinu í land. ap/Francisco Gentico Ítalskur saksóknari hefur gefið fyrirskipun um að Open Arms björgunarskipinu verði siglt í land og fólkið þar um borð fái að ganga á land á eyjunni Lampedusa. Frá þessu er greint á ítölskum fréttamiðlum Talið er að meira en 100 flóttamenn hafi verið um borð í spænska skipinu í morgun en ítölsk yfirvöld hafa neitað að hleypa fólkinu í land í nærri þrjár vikur þrátt fyrir að næstum þrjátíu börn og þeir sem voru orðnir veikir höfðu verið fluttir í landi.Sjá einnig: 27 unglingar á flótta fengu að fara í land á ÍtalíuAðstæðurnar um borð í skipinu eru sagðar hafa verið mjög slæmar og til marks um það reyndu í kring um tíu flóttamannanna að synda í land en ítalska landhelgisgæslan náði þeim áður en þeir komust mjög langt. Luigi Patronaggio, saksóknari í Agrigento, gaf fyrirskipun um að bátnum yrði siglt í höfn eftir að hann heimsótti bátinn seinni partinn á þriðjudag. Heimildarmaður fréttastofu AFP segir tilskipunina hafa verið gefna vegna erfiðra aðstæðna um borð. Stofnandi Open Arms fagnaði í dag ákvörðuninni og skrifaði á Twitter: „Eftir nítján daga fáum við að fara í land í Lampedusa.“Tras 19 días, desembarcaremos hoy en Lampedusa. Se incautará el barco temporalmente, pero es un costo que @openarms_fund asume para asegurar que las personas a bordo puedan ser atendidas. Consideramos indispensable priorizar su salud y seguridad en esta emergencia humanitaria. pic.twitter.com/mXePPemObz — Oscar Camps (@campsoscar) August 20, 2019 Fyrr í dag tilkynntu yfirvöld á Spáni að þau hygðust senda skip til Lampedusa til að sækja flóttafólkið en það hefði tekið meira en þrjá daga. Innanríkisráðherra Ítalíu, Matteo Salvini, hefur verið strangur þegar kemur að flóttafólki og innflytjendum og var búinn að loka öllum höfnum fyrir þeim. Hann tísti fyrr í dag að eina leiðin til að stöðva það að Ítalía yrði aftur „flóttamannabúðir Evrópu“ væri að vera strangur.La linea della fermezza è l'unico modo per evitare che l'Italia torni ad essere il campo profughi d'Europa, come dimostrato anche in queste ore con la nava Ong spagnola dei finti malati e dei finti minori. pic.twitter.com/bK9Bpv71f3 — Matteo Salvini (@matteosalvinimi) August 20, 2019 Forsætisráðherra Ítalíu, Giuseppe Conte, sagði í dag af sér en mikil spenna hefur verið á milli stjórnarflokkanna tveggja. Conte og Salvini eru leiðtogar sitthvors stjórnarflokksins, Conte Fimmstjörnuhreyfingarinnar og Salvini Norðurbandalagsins. Salvini kynnti í byrjun mánaðar að hann hygðist slíta ríkisstjórnarsamstarfi við Fimmstjörnuhreyfinguna. Flóttamenn Ítalía Tengdar fréttir Richard Gere færði flóttafólki birgðir eftir viku kyrrsetu Richard Gere, leikari, heimsótti flóttafólk á Miðjarðarhafinu á föstudag. 10. ágúst 2019 15:08 Gere segir ítölsk stjórnvöld skrímslavæða flóttafólk Hollywoodstjarnan Richard Gere kallaði á hjálp ítalskra yfirvalda til að aðstoða flóttafólk sem hefur verið haldið á spænskum björgunarbáti á Miðjarðarhafinu í meira en viku. 11. ágúst 2019 14:58 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Fleiri fréttir Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Sjá meira
Ítalskur saksóknari hefur gefið fyrirskipun um að Open Arms björgunarskipinu verði siglt í land og fólkið þar um borð fái að ganga á land á eyjunni Lampedusa. Frá þessu er greint á ítölskum fréttamiðlum Talið er að meira en 100 flóttamenn hafi verið um borð í spænska skipinu í morgun en ítölsk yfirvöld hafa neitað að hleypa fólkinu í land í nærri þrjár vikur þrátt fyrir að næstum þrjátíu börn og þeir sem voru orðnir veikir höfðu verið fluttir í landi.Sjá einnig: 27 unglingar á flótta fengu að fara í land á ÍtalíuAðstæðurnar um borð í skipinu eru sagðar hafa verið mjög slæmar og til marks um það reyndu í kring um tíu flóttamannanna að synda í land en ítalska landhelgisgæslan náði þeim áður en þeir komust mjög langt. Luigi Patronaggio, saksóknari í Agrigento, gaf fyrirskipun um að bátnum yrði siglt í höfn eftir að hann heimsótti bátinn seinni partinn á þriðjudag. Heimildarmaður fréttastofu AFP segir tilskipunina hafa verið gefna vegna erfiðra aðstæðna um borð. Stofnandi Open Arms fagnaði í dag ákvörðuninni og skrifaði á Twitter: „Eftir nítján daga fáum við að fara í land í Lampedusa.“Tras 19 días, desembarcaremos hoy en Lampedusa. Se incautará el barco temporalmente, pero es un costo que @openarms_fund asume para asegurar que las personas a bordo puedan ser atendidas. Consideramos indispensable priorizar su salud y seguridad en esta emergencia humanitaria. pic.twitter.com/mXePPemObz — Oscar Camps (@campsoscar) August 20, 2019 Fyrr í dag tilkynntu yfirvöld á Spáni að þau hygðust senda skip til Lampedusa til að sækja flóttafólkið en það hefði tekið meira en þrjá daga. Innanríkisráðherra Ítalíu, Matteo Salvini, hefur verið strangur þegar kemur að flóttafólki og innflytjendum og var búinn að loka öllum höfnum fyrir þeim. Hann tísti fyrr í dag að eina leiðin til að stöðva það að Ítalía yrði aftur „flóttamannabúðir Evrópu“ væri að vera strangur.La linea della fermezza è l'unico modo per evitare che l'Italia torni ad essere il campo profughi d'Europa, come dimostrato anche in queste ore con la nava Ong spagnola dei finti malati e dei finti minori. pic.twitter.com/bK9Bpv71f3 — Matteo Salvini (@matteosalvinimi) August 20, 2019 Forsætisráðherra Ítalíu, Giuseppe Conte, sagði í dag af sér en mikil spenna hefur verið á milli stjórnarflokkanna tveggja. Conte og Salvini eru leiðtogar sitthvors stjórnarflokksins, Conte Fimmstjörnuhreyfingarinnar og Salvini Norðurbandalagsins. Salvini kynnti í byrjun mánaðar að hann hygðist slíta ríkisstjórnarsamstarfi við Fimmstjörnuhreyfinguna.
Flóttamenn Ítalía Tengdar fréttir Richard Gere færði flóttafólki birgðir eftir viku kyrrsetu Richard Gere, leikari, heimsótti flóttafólk á Miðjarðarhafinu á föstudag. 10. ágúst 2019 15:08 Gere segir ítölsk stjórnvöld skrímslavæða flóttafólk Hollywoodstjarnan Richard Gere kallaði á hjálp ítalskra yfirvalda til að aðstoða flóttafólk sem hefur verið haldið á spænskum björgunarbáti á Miðjarðarhafinu í meira en viku. 11. ágúst 2019 14:58 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Fleiri fréttir Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Sjá meira
Richard Gere færði flóttafólki birgðir eftir viku kyrrsetu Richard Gere, leikari, heimsótti flóttafólk á Miðjarðarhafinu á föstudag. 10. ágúst 2019 15:08
Gere segir ítölsk stjórnvöld skrímslavæða flóttafólk Hollywoodstjarnan Richard Gere kallaði á hjálp ítalskra yfirvalda til að aðstoða flóttafólk sem hefur verið haldið á spænskum björgunarbáti á Miðjarðarhafinu í meira en viku. 11. ágúst 2019 14:58