Veitinga- og kaupmenn í borginni eru sammála um að ferlið við að koma á fót fyrirtæki í borginni sé gríðarlega þungt í vöfum. Fyrirtækjaeigendunum ber saman um að samráðsleysi borgarinnar í tengslum við framkvæmdir sé baggi á rekstrinum. Á köflum sé ómögulegt að ná tali af starfsmönnum borgarinnar til þess að fá svör eða úr málum greitt. Magnús Hafliðason er framkvæmdastjóri Joe & the Juice á Íslandi. Hann rekur níu veitingastaði á landinu og hefur unnið við rekstur og opnun veitingastaða, þar með talið leyfismál, frá árinu 2006 – bæði hér á landi og í Skandinavíu. Hann er náinn samstarfsmaður Birgis Þórs Bieldvedt sem hefur átt og rekið veitingastaði víða um heim, m.a. Domino’s og Joe & the Juice. „Í grunninn er ferlið hér úrelt, ógagnsætt, óþarflega umfangsmikið og tímafrekt,“ segir Magnús um þá upplifun að koma á fót rekstri í borginni. „Það má spyrja sig hvort aðilar sem hafa bæði langa sögu eða fjölda útsölustaða ættu að þurfa sama ferli þegar þeir bæta við nýju útibúi og þeir sem eru að hefja rekstur á nýrri kennitölu án sögu eða reynslu. Það eru aðilar hér með áratuga reynslu af rekstri í borginni og fjölda útsölu - staða sem þurfa að fara í gegnum sama ferli og einhver sem fær hugmynd að nýjum veitingastað án nokkurrar reynslu. Þar er ekki verið að nýta þau gögn sem fyrir liggja í stjórnsýslunni til þess að gera hlutina á skilvirkan hátt,“ útskýrir Magnús.Sláandi munur að opna í Skandinavíu Hann segir sláandi mun á ferlinu við að hefja rekstur hér á landi og í Noregi eða Svíþjóð. „Þar er farið vel yfir málin í upphafi og teikningar fá formlegt samþykki þar sem margir koma að málinu og skoða meðal annars brunavarnir, mál tengd starfsmönnum og aðstöðu þeirra, innra eftirlit, fjölda salerna, aðgengis mál og fleira sem huga þarf að við opnun staða. Það ferli getur, rétt eins og hér á landi, verið tímafrekt en er þó yfirleitt innan setts ramma. Að því loknu má segja að hægt sé að fara í framkvæmdir, ljúka þeim og í beinu framhaldi hefja rekstur með einföldum til - kynningum til yfirvalda,“ segir Magnús. Þar séu framkvæmda- og rekstrar aðilum einfaldlega settar skýrar reglur um hvernig haga skuli hlutunum og þeir samþykkja þaðMagnús HafliðasonFBL/ERNIRhlutunum og þeir samþykkja það. „Í stað þess að upphaf reksturs sé háð frekari úttektum þá koma eftirlitsaðilar í úttekt fljótlega eftir að rekstur hefst. Ef fyrirtækin eru ekki með sín mál á tæru, þurfa þau einfaldlega að lúta stöðvun reksturs ef um alvarleg frávik er að ræða.“ Magnús lýsir því að horfa þurfi til tveggja aðila þegar kemur að leyfisveitingum hér á landi, ann - ars vegar sveitarfélagsins og svo sýslumanns sem er sá sem gefur út formlegt leyfi. „Ferlið er gamaldags, óskýrt, ógegnsætt og alltof þungt og langt. Þar af leiðandi er það alltof tímafrekt og kemur í veg fyrir að hægt sé að undirbúa opnun í góðan tíma, til dæmis með tilliti til pantana á vörum, ráðningar starfsfólks og vaktaskipulags enda með öllu ómögulegt að vita hve langan tíma ferlið getur tekið. Oftar en ekki er um verulega fjárfestingu að ræða og því eðlilegt að stefnt sé að því að hefja rekstur sem fyrst.“Magnús lýsir ferlinu við að opna nýjan stað með eftirfarandi hætti:Fá teikningu samþykkta hjá byggingarfulltrúa og fá útgefið byggingarleyfi. Þar koma m.a. umsagnir frá byggingarfulltrúa, heilbrigðiseftirliti, slökkviliði og vinnueftirliti.Senda umsóknir ásamt fylgigögnum á sýslumann og heilbrigðiseftirlit. Í framhaldi er það á könnu Reykjavíkurborgar að kalla eftir umsögnum aðila og senda þær til sýslumanns.Fá lokaúttekt á framkvæmdir en þar hittast aðilar frá bæði byggingarfulltrúa og slökkviliði og fara yfir framkvæmdina sem áður hafði verið samþykkt. Til þess að það gangi þarf yfirleitt umsagnir eða yfirlýsingar frá t.d. rafverktaka og ýmsum undirverktökum um virkni ýmissa þátta, t.d. loftræstingar, brunakerfis, neyðaropnana og lokana á hurðum og þess háttar.Fylgja öllu vel eftir og tryggja að allar umsagnir séu að skila sér en það er ekki sjálfgefið að kerfið tryggi slíkt.Krossa fingur og vona að umsókn týnist ekki eða stoppi í ferlinu vegna formsatriða.Fá að lokum bréf ásamt kröfu sem greiða þarf áður en leyfi er gefið út.Hafnartorg í miðborg Reykjavíkur.Vísir/VilhelmUmsókn um opnun á Hafnartorgi týndist Sýslumaður sé svo annar kapítuli. „Þangað þarf að skila gögnum sem f lest hver ættu einfaldlega að liggja fyrir rafrænt og heimild forsvarsmanna ætti að duga til þess að sækja. Í dag eru þetta allt að tíu útprentuð skjöl af ýmsum gerðum. Þá er eins gott að teikningin sé á A4 blaðsíðu, en ekki A3 því þá taka þeir ekki við umsókninni , “ segir Magnús. „ Þegar við vorum að opna Joe & the Juice á Hafnartorgi týndist umsóknin og það var ekki fyrr en ég fór að ýta á borgina, sem var ekki auðsótt vegna sumarleyfa, að í ljós kom að ekkert hafði borist þeim. Í símtali mínu við sýslumann var ég svo spurður hvort „ég væri viss um að umsóknin hefði farið inn“ en ég skilaði henni persónulega inn og greiddi rúmlega 200.000 sem hluta af því. Þarna er fullkomið ógagnsæi gagnvart umsóknaraðila. Eðlilegast væri að þetta væri allt rafrænt og þar væri staða umsóknar jafnt og þétt uppfærð.“ Magnús segir raunveruleikann einfaldlega þann að ætli veitingamaður að láta hlutina ganga sæmilega hratt fyrir sig þurfi hann sífellt að vera að ýta á eftir málum og sækja sér upplýsingar um stöðu mála svo tryggt sé að allt skili sér til réttra aðila á góðum tíma. „Ágætt dæmi um það er sú staðreynd að það tók tæplega 4 vikur eftir að teikning var samþykkt hjá byggingarfulltrúa þar til hún fékkst undirrituð frá embættinu – en það gerðist eftir að haft var beint samband við aðila innan deildarinnar. Fram að því voru svör í þjónustuveri embættisins einfaldlega þau að það væru margar teikningar sem þyrfti að undirrita og stimpla og það tæki tíma fyrir efni að skila sér niður á jarðhæð til afgreiðslu.” Aðspurður um hvort Magnús taki undir þær gagnrýnisraddir sem hafa verið uppi undan - farið vegna götuframkvæmda við Hverfisgötu að samráðsleysi sé of algengt í samskiptum við borgina segir Magnús það augljóst að borgin þurfi að átta sig á því að hún sé þjónandi aðilinn í þessu sambandi en ekki öfugt. „Það ætti að vera kappsmál að hlúa að rekstraraðilum í miðborginni sem og annars staðar og þannig stuðla að bættum rekstri sem augljóslega styrkir borgina.“Björn ÁrnasonFBL/ERNIRSitja uppi með dýran matarvagn en ekkert leyfi Björn Árnason er einn eigenda öldurhússins Skúla Craft Bar við Fógetatorg. „Fyrir tveimur árum komu starfsmenn borgarinnar til okkar og sögðu að þau ætluðu að breyta Fógetagarðinum í matarvagnatorg. Við vorum hvött til að taka þátt í því. Við keyptum matarvagn og vorum glöð með að fá aðra vagna á torgið til að gæða það meira lífi og draga fleira fólk að. Þau sem keyptu af hinum vögnunum gátu svo setið inni á Skúla ef það var vont veður eða um vetur án þess að vera skyldug að versla við okkur. Í fyrra veitti borgin okkur styrk til að kaupa bekki svo fleiri gætu setið úti, hvort sem þau væru að kaupa af okkar vagni eða annarra,“ segir Björn. Síðasta vetur var eigendum hins vegar tilkynnt að leyfið fyrir vagninum yrði ekki framlengt og það myndi renna út um miðjan maí. „Engar útskýringar voru gefnar. Eftir mikla pressu um að fá svör fengum við loksins að heyra núna fyrir um viku síðan að þetta væri vegna framkvæmda við torgið og að Minjavernd væri búin að friða það. Við sitjum uppi með matarvagn sem nýtist okkur ekki. Aðgengi að staðnum hefur verið takmarkað verulega en sund sem er á milli hússins sem Skúli er í og gamla Landssímahússins er lokað, þrátt fyrir að okkur væri sagt annað í upphafi. Raunin varð önnur og veggur reistur í kringum framkvæmdasvæðið,“ útskýrir Björn og kvartar yfir samskiptaleysinu þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að ná tali af forsvarsmönnum. „Okkur finnst fáránlegt að borgin geti hvatt fólk út í rekstur, veitt styrki í tengslum við hann og svo allt í einu bannað reksturinn án þess að gefa ástæðu fyrir. Með matarvögnunum myndaðist góð stemning á torgi sem var nánast líflaust fyrir utan þá gesti sem heimsækja barinn okkur og Te & Kaffi. Fjölskyldufólk, ferðamenn og aðrir komu og nutu veitinga þar.“Svavar Örn SvavarssonFBL/Sigtryggur AriMannlausar holur um alla borg Svavar Örn Svavarsson er hárgreiðslumaður og á og rekur hárgreiðslustofuna Senter á Tryggvagötu. Senter hefur verið starfrækt í 14 ár, en Svavar hefur starfað á stofum í miðborg frá aldamótum. Hann segist fagna þeirri gagnrýni sem fram hefur komið undanfarið á framkvæmdir á Hverfisgötu. „Á öllum mínum árum hafa allar framkvæmdir og lokanir á götum komið mér í opna skjöldu. Ég lýsi framkvæmdum í borginni oft sem einum stórum athyglisbresti. Það er byrjað á of mörgu í einu, fáir að vinna í hverju verki á hverjum tíma og framkvæmdirnar taka alltof langan tíma. Síðan 2000 hafa framkvæmdir elt mig frá Skólavörðustíg og niður á Tryggvagötu og ég held að ég geti fullyrt að fullt aðgengi hafi ekki verið að mínum stofum nema í örfá ár af þessum nítján. Mér finnst dásamlegt að reka fyrirtæki í borginni, en mín heitasta ósk er sú að borgin færist ekki of mikið í fang í einu, einbeiti sér að einu verkefni í einu og skilji ekki eftir mannlausar holur úti um alla miðborg,“ segir Svavar. Hafnartorgið dásamlegt Hann segir þó dásamlegt að sjá Hafnartorgið rísa og að miðborgin sé sífellt að verða betri. „En vandinn er ekki síst sá að það er illa staðið að upplýsingaflæði og lausnum, til dæmis hvað varðar bílastæði og aðgengi, á meðan á framkvæmdum stendur. Ég er himinlifandi með bílakjallarann sem nú hefur verið opnaður undir Hafnartorgi og skil ekki af hverju borgin auglýsir ekki þennan fjölda bílastæða sem nú er aðgengilegur öllum. Það á að auglýsa þetta í öllum blöðum! Það eru fleiri stæði í miðborginni en í flestum öðrum borgarhlutum. Þessu og því sem hefur heppnast vel í uppbyggingunni þarf að koma betur á framfæri. Það er verkefni borgarinnar.“ Samráðsleysi við borgina hefur Svavar fundið á eigin skinni. „Ég get nefnt sem dæmi þegar á einni nóttu var komið rútustæði fyrir ferðamenn fyrir utan stofuna hjá mér,“ útskýrir Svavar, en stofan er á Tryggvagötu. „Ég hringdi margoft í borgina og stakk upp á að slíkt stæði yrði sett upp hinum megin við götuna, fyrir framan eignir borgarinnar í götunni. Ég óskaði eftir því að mengunarmælingar væru framkvæmdar, því rúturnar gengu látlaust í lausagangi meðan beðið var eftir ferðamönnum, við gátum ekki opnað glugga á stofunni. Ónæðið af þessu var gríðarlegt, því það var engin aðstaða fyrir ferðamennina sem biðu eftir rútunum, hvorki salerni né skjól fyrir vindi og veðrum. Þetta var framkvæmt í hugsunarleysi. Ekkert var að gert fyrr en framkvæmdir hófust af krafti við Hafnartorg og aðgengi að götunni var orðið það slæmt að rúturnar komust hreinlega ekki um götuna.“ Svavar segir vanta upp á að borgin skilji að fyrirtækjaeigendur eigi flestir allt sitt undir sínum rekstri. „Allt mitt lífsviðurværi er undir þessum hundrað fermetrum á Tryggvagötu komið. Við fyrirtækjaeigendur á framkvæmdasvæðum segi ég: „Hugur minn er hjá ykkur. Vonandi þraukið þið því miðborgin er jú dásamleg. Staða mín í dag er sú að mig vantar frekar fólk í vinnu en öfugt, en ég hef upplifað erfiða tíma í rekstrinum, ekki síst vegna uppgrafinna gatna sem koma okkur sem rekum fyrirtækin í opna skjöldu.“Hrefna Björk SverrisdóttirFBl/Anton BrinkMaður þarf að klessa á alla veggi sjálfur Hrefna Björk Sverrisdóttir hefur rekið veitingahúsið Rok á Frakkastíg í þrjú ár. Ári áður hófu Hrefna og unnusti hennar, Magnús Scheving, framkvæmdir til þess að breyta húsnæðinu í veitingahús. „Mín upplifun er sú að kerfið sé mjög flókið, mikið regluverk sem oft stangast á og allt tekur mjög langan tíma. Þá er erfitt að fá skýr svör og fáir aðilar sem geta veitt þau sem eru með mjög takmarkaðan tíma til að sinna fyrirspurnum.“„Við lentum síðan í því að framkvæmdaleyfið okkar var afturkallað vegna mistaka sem borgin gerði sem varð til þess að við náðum ekki að opna staðinn fyrr en þremur mánuðum eftir áætlaðan opnunartíma.“ „Það var lítill skilningur á aðstöðu okkar og tók töluverðan tíma að fá þá að borðinu til að leysa úr þessu með okkur. Maður hefði haldið að fyrstu viðbrögð borgarinnar væru að leysa úr slíkum mistökum á skjótan hátt þar sem þeir gerðu í raun mistök við afgreiðslu leyfisins,“ útskýrir Hrefna og segist hafa þurft að beita miklum þrýstingi til að fá úr sínum málum leyst. Hrefna gagnrýnir einnig afnám kvóta á veitingastöðum og skipulag borgarinnar. „Þegar við vorum að opna Rok þá var kvóti sem gerði það að verkum að ekki var hægt að starfrækja of marga veitingastaði innan ákveðinna reita en svo virðist sem hann hafi verið afnuminn á einhverjum tíma. Í kjölfarið hafa veitingastaðir og matarvagnar sprottið upp þannig að í dag er samkeppnin mjög mikil og hörð. Þá er borgin skipulögð þannig að í öllum nýbyggingum virðist eiga að vera rými fyrir veitingastaði svo að maður sér ekki fyrir endann á þessari fjölgun. Borgin hefur einnig ausið fé í mathöllina og Braggann sem eru náttúrulega í harðri samkeppni við marga aðila í nágrenninu. Manni finnst þetta mjög einkennileg stefna og notkun á skattfé. Þó svo að það megi alveg setja spurningarmerki við hvort kvóti eigi að vera þá hefur borgin gríðarleg áhrif á fyrirtækin þegar slíkar skipulagsbreytingar eru gerðar.“Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir við á Hverfisgötu í sumar.ReykjavíkurborgHún segir fasteignaskatta einnig hafa áhrif á rekstur sinn. Einnig innheimti borgin önnur gjöld, til að mynda fyrir heimsóknir eftirlitsaðila og leyfin í upphafi. „Það er umhugsunarvert hvort litlir staðir eigi að borga jafn mikið og þeir stóru fyrir úttektir, eftirlit, innsendar teikningar og annan kostnað sem borgin innheimtir. Það kostaði mig til dæmis jafn mikið að fá úttekt og risastórt hótel, þrátt fyrir að augljóslega sé miklu meiri vinna fólgin í svo stórri úttekt en á mínum litla veitingastað.“ Hrefna segir endurskoðun á þessu geta rýmkað fyrir stofnun lítilla og meðalstórra fyrirtækja í borginni. „Þá eru leyfin fyrir matarvagna og regluverkið í kringum þá mun einfaldara ferli en hjá veitingastöðum – en þeir eru samt í beinni samkeppni við staðina. Þarna fer lítið fyrir samræmi.“ Hrefna segist ekki vita til þess að borgin láti vita af framkvæmdum eða fyrirhuguðum breytingum í nærumhverfi rekstursins. „Maður fær ekki tilkynningar þegar framkvæmdir hefjast eða um lokanir vegna viðburða í borginni. Við höfum þó ekki verið mjög nálægt stóru framkvæmdunum undanfarin ár hjá borginni. Mín upplifun er hins vegar sú að það sé erfitt að fá svör hjá borginni eða fá aðstoð, maður þarf svolítið að klessa á veggi sjálfur. Það virðist skorta á skilning á þeim tíma og þeim fjármunum fólks sem leggur oft á tíðum allt sitt undir í reksturinn. Manni finnst að borgin mætti hafa upplýsingar aðgengilegri og leiðbeinandi. Það fer mikill dýrmætur tími í að leita sér upplýsinga varðandi framkvæmdir og leyfi og slíkt.“ segir Hrefna.Sindri Snær JenssonFBL/ErnirMiðbærinn talaður niður Sindri Snær Jensson á og rekur fataverslunina Húrra Reykjavík á Hverfisgötu ásamt Jóni Davíð Davíðssyni. „Þá erum við einnig meðeigendur í Flatey Pizza sem er staðsett á Grandagarði og Hlemmi Mathöll. Núna erum við að fara af stað með nýtt veitingakonsept á Hverfisgötu 44 sem heitir Yuzu og verður opnað í september ef allt gengur að óskum,“ segir Sindri, en fataverslun þeirra verður fimm ára í næsta mánuði. Þeir hafa ekki farið varhluta af þeirri röskun sem framkvæmdirnar á Hverfisgötu hafa haft á rekstur fyrirtækja við götuna. „Varðandi Húrra Reykjavík þá tókum við ákveðna áhættu með að hefja rekstur á Hverfisgötu sem hafði ekki talist vænleg verslunargata, við sáum ákveðna möguleika og borgin hafði flotta sýn fyrir götuna. Nú fimm árum síðar eru enn framkvæmdir og það hefur verið mjög erfitt fyrir fótgangandi og reiðhjól að ferðast um götuna. Það hefði verið gott að sjá þessar umbætur ganga hraðar fyrir sig. Það er ekki spurning að Reykjavík hefur tekið miklum breytingum til hins betra undanfarin ár og við erum rosalega ánægð með miðbæinn þó við séum langeygð eftir að sjái fyrir endann á framkvæmdum við Hverfisgötuna,“ útskýrir Sindri. Engin samskipti Hann segir samskipti og upplýsingaflæði af hálfu borgarinnar ekkert gagnvart þeim. „Það hefur aldrei neinn frá borginni sett sig í samband við okkur varðandi framkvæmdir eða fyrirhugaðar breytingar á nærumhverfi rekstrar okkar.“ Hann segir bagalegt hvað áfanginn neðst á Hverfisgötu hefur tekið langan tíma og það yfir hásumar, þegar umferð fótgangandi er hvað mest. „Nú hafa komið fram skýringar um vandamál varðandi hæðarmun á götunni, vandamál eru til að leysa þau og ég biðla til borgarinnar að drífa í þessu. Það væri farsælast fyrir alla að klára Hverfisgötuna að mestu leyti því umtalið um miðbæinn hefur verið alveg glatað undanfarin misseri. Að mínu viti hefur miðbærinn upp á svo svakalega margt að bjóða og þessar framkvæmdir verða okkur öllum til hagsbóta til lengri tíma litið, betri borg og meira mannlíf.“ Hálfgert völundarhús Sindri segir tvennt ólíkt að koma á fót fataverslun eða veitingastað. „Af okkar reynslu er ferlið varðandi leyfisveitingar til veitingastaða ansi snúið og þar af leiðandi getur verið erfitt að fóta sig og finna réttu leiðina í hálfgerðu völundarhúsi. Það sem helst hefur angrað okkur er seinagangur á afgreiðslu og þá sérstaklega yfir sumartímann, það hefur reynst seinlegt að fá svör. En á endanum hefur allt gengið nokkuð smurt fyrir sig og við höfum þannig séð yfir litlu að kvarta heilt yfir. Mín tilfinning og reynsla gagnvart borgaryfirvöldum er að allir séu að gera sitt besta en kerfið sé mögulega barn síns tíma og þurfi á uppfærslu að halda.“Hefur aukin skattbyrði áhrif á rekstur þinn? til að mynda fasteignaskattur?„Hingað til höfum við ekki lent í hækkunum á leiguverði, og er það aðallega vegna lengdar samninga og þess góða samstarfs sem við eigum við leigusala. Hins vegar hafa átt sér stað viðræður um endurnýjun samninga og tíminn verður að leiða í ljós hvort hækkanir verði á leiguverði, ef svo verður þurfum við að gera viðeigandi ráðstafanir. Það er ekkert leyndarmál að launakostnaður er sá liður sem hefur hækkað mest á undanförnum árum og haft mikil áhrif á reksturinn,“ segir Sindri. Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Segir ástæðulaust að örvænta Framkvæmdastjóri Jómfrúarinnar segir að yfirstandandi leiðrétting á veitingamarkaði kunni að verða til þess að þeir hafi erindi sem erfiði mest. Frá ársbyrjun 2018 hafa 29 nýir staðir verið opnaðir í miðbænum. 16. ágúst 2019 06:00 Borgin geti dregið lærdóm af „martröð“ Dills á Hverfisgötu Formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar segir mikla eftirsjá eftir Dilli, hinum rómaða veitingastað á Hverfisgötu 12 sem lokaði í vikunni. 9. ágúst 2019 11:03 „Ég veit ekkert af hverju borgin klikkaði“ Ég veit ekkert af hverju borgin klikkaði. Það er nákvæmlega þarna sem við viljum bæta okkur,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður Borgarráðs um ástæður þess að rekstraraðilar og íbúar á Hverfisgötu fengu aðeins viku fyrirvara vegna framkvæmdanna sem þar hafa staðið yfir í sumar. 16. ágúst 2019 10:40 Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent
Veitinga- og kaupmenn í borginni eru sammála um að ferlið við að koma á fót fyrirtæki í borginni sé gríðarlega þungt í vöfum. Fyrirtækjaeigendunum ber saman um að samráðsleysi borgarinnar í tengslum við framkvæmdir sé baggi á rekstrinum. Á köflum sé ómögulegt að ná tali af starfsmönnum borgarinnar til þess að fá svör eða úr málum greitt. Magnús Hafliðason er framkvæmdastjóri Joe & the Juice á Íslandi. Hann rekur níu veitingastaði á landinu og hefur unnið við rekstur og opnun veitingastaða, þar með talið leyfismál, frá árinu 2006 – bæði hér á landi og í Skandinavíu. Hann er náinn samstarfsmaður Birgis Þórs Bieldvedt sem hefur átt og rekið veitingastaði víða um heim, m.a. Domino’s og Joe & the Juice. „Í grunninn er ferlið hér úrelt, ógagnsætt, óþarflega umfangsmikið og tímafrekt,“ segir Magnús um þá upplifun að koma á fót rekstri í borginni. „Það má spyrja sig hvort aðilar sem hafa bæði langa sögu eða fjölda útsölustaða ættu að þurfa sama ferli þegar þeir bæta við nýju útibúi og þeir sem eru að hefja rekstur á nýrri kennitölu án sögu eða reynslu. Það eru aðilar hér með áratuga reynslu af rekstri í borginni og fjölda útsölu - staða sem þurfa að fara í gegnum sama ferli og einhver sem fær hugmynd að nýjum veitingastað án nokkurrar reynslu. Þar er ekki verið að nýta þau gögn sem fyrir liggja í stjórnsýslunni til þess að gera hlutina á skilvirkan hátt,“ útskýrir Magnús.Sláandi munur að opna í Skandinavíu Hann segir sláandi mun á ferlinu við að hefja rekstur hér á landi og í Noregi eða Svíþjóð. „Þar er farið vel yfir málin í upphafi og teikningar fá formlegt samþykki þar sem margir koma að málinu og skoða meðal annars brunavarnir, mál tengd starfsmönnum og aðstöðu þeirra, innra eftirlit, fjölda salerna, aðgengis mál og fleira sem huga þarf að við opnun staða. Það ferli getur, rétt eins og hér á landi, verið tímafrekt en er þó yfirleitt innan setts ramma. Að því loknu má segja að hægt sé að fara í framkvæmdir, ljúka þeim og í beinu framhaldi hefja rekstur með einföldum til - kynningum til yfirvalda,“ segir Magnús. Þar séu framkvæmda- og rekstrar aðilum einfaldlega settar skýrar reglur um hvernig haga skuli hlutunum og þeir samþykkja þaðMagnús HafliðasonFBL/ERNIRhlutunum og þeir samþykkja það. „Í stað þess að upphaf reksturs sé háð frekari úttektum þá koma eftirlitsaðilar í úttekt fljótlega eftir að rekstur hefst. Ef fyrirtækin eru ekki með sín mál á tæru, þurfa þau einfaldlega að lúta stöðvun reksturs ef um alvarleg frávik er að ræða.“ Magnús lýsir því að horfa þurfi til tveggja aðila þegar kemur að leyfisveitingum hér á landi, ann - ars vegar sveitarfélagsins og svo sýslumanns sem er sá sem gefur út formlegt leyfi. „Ferlið er gamaldags, óskýrt, ógegnsætt og alltof þungt og langt. Þar af leiðandi er það alltof tímafrekt og kemur í veg fyrir að hægt sé að undirbúa opnun í góðan tíma, til dæmis með tilliti til pantana á vörum, ráðningar starfsfólks og vaktaskipulags enda með öllu ómögulegt að vita hve langan tíma ferlið getur tekið. Oftar en ekki er um verulega fjárfestingu að ræða og því eðlilegt að stefnt sé að því að hefja rekstur sem fyrst.“Magnús lýsir ferlinu við að opna nýjan stað með eftirfarandi hætti:Fá teikningu samþykkta hjá byggingarfulltrúa og fá útgefið byggingarleyfi. Þar koma m.a. umsagnir frá byggingarfulltrúa, heilbrigðiseftirliti, slökkviliði og vinnueftirliti.Senda umsóknir ásamt fylgigögnum á sýslumann og heilbrigðiseftirlit. Í framhaldi er það á könnu Reykjavíkurborgar að kalla eftir umsögnum aðila og senda þær til sýslumanns.Fá lokaúttekt á framkvæmdir en þar hittast aðilar frá bæði byggingarfulltrúa og slökkviliði og fara yfir framkvæmdina sem áður hafði verið samþykkt. Til þess að það gangi þarf yfirleitt umsagnir eða yfirlýsingar frá t.d. rafverktaka og ýmsum undirverktökum um virkni ýmissa þátta, t.d. loftræstingar, brunakerfis, neyðaropnana og lokana á hurðum og þess háttar.Fylgja öllu vel eftir og tryggja að allar umsagnir séu að skila sér en það er ekki sjálfgefið að kerfið tryggi slíkt.Krossa fingur og vona að umsókn týnist ekki eða stoppi í ferlinu vegna formsatriða.Fá að lokum bréf ásamt kröfu sem greiða þarf áður en leyfi er gefið út.Hafnartorg í miðborg Reykjavíkur.Vísir/VilhelmUmsókn um opnun á Hafnartorgi týndist Sýslumaður sé svo annar kapítuli. „Þangað þarf að skila gögnum sem f lest hver ættu einfaldlega að liggja fyrir rafrænt og heimild forsvarsmanna ætti að duga til þess að sækja. Í dag eru þetta allt að tíu útprentuð skjöl af ýmsum gerðum. Þá er eins gott að teikningin sé á A4 blaðsíðu, en ekki A3 því þá taka þeir ekki við umsókninni , “ segir Magnús. „ Þegar við vorum að opna Joe & the Juice á Hafnartorgi týndist umsóknin og það var ekki fyrr en ég fór að ýta á borgina, sem var ekki auðsótt vegna sumarleyfa, að í ljós kom að ekkert hafði borist þeim. Í símtali mínu við sýslumann var ég svo spurður hvort „ég væri viss um að umsóknin hefði farið inn“ en ég skilaði henni persónulega inn og greiddi rúmlega 200.000 sem hluta af því. Þarna er fullkomið ógagnsæi gagnvart umsóknaraðila. Eðlilegast væri að þetta væri allt rafrænt og þar væri staða umsóknar jafnt og þétt uppfærð.“ Magnús segir raunveruleikann einfaldlega þann að ætli veitingamaður að láta hlutina ganga sæmilega hratt fyrir sig þurfi hann sífellt að vera að ýta á eftir málum og sækja sér upplýsingar um stöðu mála svo tryggt sé að allt skili sér til réttra aðila á góðum tíma. „Ágætt dæmi um það er sú staðreynd að það tók tæplega 4 vikur eftir að teikning var samþykkt hjá byggingarfulltrúa þar til hún fékkst undirrituð frá embættinu – en það gerðist eftir að haft var beint samband við aðila innan deildarinnar. Fram að því voru svör í þjónustuveri embættisins einfaldlega þau að það væru margar teikningar sem þyrfti að undirrita og stimpla og það tæki tíma fyrir efni að skila sér niður á jarðhæð til afgreiðslu.” Aðspurður um hvort Magnús taki undir þær gagnrýnisraddir sem hafa verið uppi undan - farið vegna götuframkvæmda við Hverfisgötu að samráðsleysi sé of algengt í samskiptum við borgina segir Magnús það augljóst að borgin þurfi að átta sig á því að hún sé þjónandi aðilinn í þessu sambandi en ekki öfugt. „Það ætti að vera kappsmál að hlúa að rekstraraðilum í miðborginni sem og annars staðar og þannig stuðla að bættum rekstri sem augljóslega styrkir borgina.“Björn ÁrnasonFBL/ERNIRSitja uppi með dýran matarvagn en ekkert leyfi Björn Árnason er einn eigenda öldurhússins Skúla Craft Bar við Fógetatorg. „Fyrir tveimur árum komu starfsmenn borgarinnar til okkar og sögðu að þau ætluðu að breyta Fógetagarðinum í matarvagnatorg. Við vorum hvött til að taka þátt í því. Við keyptum matarvagn og vorum glöð með að fá aðra vagna á torgið til að gæða það meira lífi og draga fleira fólk að. Þau sem keyptu af hinum vögnunum gátu svo setið inni á Skúla ef það var vont veður eða um vetur án þess að vera skyldug að versla við okkur. Í fyrra veitti borgin okkur styrk til að kaupa bekki svo fleiri gætu setið úti, hvort sem þau væru að kaupa af okkar vagni eða annarra,“ segir Björn. Síðasta vetur var eigendum hins vegar tilkynnt að leyfið fyrir vagninum yrði ekki framlengt og það myndi renna út um miðjan maí. „Engar útskýringar voru gefnar. Eftir mikla pressu um að fá svör fengum við loksins að heyra núna fyrir um viku síðan að þetta væri vegna framkvæmda við torgið og að Minjavernd væri búin að friða það. Við sitjum uppi með matarvagn sem nýtist okkur ekki. Aðgengi að staðnum hefur verið takmarkað verulega en sund sem er á milli hússins sem Skúli er í og gamla Landssímahússins er lokað, þrátt fyrir að okkur væri sagt annað í upphafi. Raunin varð önnur og veggur reistur í kringum framkvæmdasvæðið,“ útskýrir Björn og kvartar yfir samskiptaleysinu þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að ná tali af forsvarsmönnum. „Okkur finnst fáránlegt að borgin geti hvatt fólk út í rekstur, veitt styrki í tengslum við hann og svo allt í einu bannað reksturinn án þess að gefa ástæðu fyrir. Með matarvögnunum myndaðist góð stemning á torgi sem var nánast líflaust fyrir utan þá gesti sem heimsækja barinn okkur og Te & Kaffi. Fjölskyldufólk, ferðamenn og aðrir komu og nutu veitinga þar.“Svavar Örn SvavarssonFBL/Sigtryggur AriMannlausar holur um alla borg Svavar Örn Svavarsson er hárgreiðslumaður og á og rekur hárgreiðslustofuna Senter á Tryggvagötu. Senter hefur verið starfrækt í 14 ár, en Svavar hefur starfað á stofum í miðborg frá aldamótum. Hann segist fagna þeirri gagnrýni sem fram hefur komið undanfarið á framkvæmdir á Hverfisgötu. „Á öllum mínum árum hafa allar framkvæmdir og lokanir á götum komið mér í opna skjöldu. Ég lýsi framkvæmdum í borginni oft sem einum stórum athyglisbresti. Það er byrjað á of mörgu í einu, fáir að vinna í hverju verki á hverjum tíma og framkvæmdirnar taka alltof langan tíma. Síðan 2000 hafa framkvæmdir elt mig frá Skólavörðustíg og niður á Tryggvagötu og ég held að ég geti fullyrt að fullt aðgengi hafi ekki verið að mínum stofum nema í örfá ár af þessum nítján. Mér finnst dásamlegt að reka fyrirtæki í borginni, en mín heitasta ósk er sú að borgin færist ekki of mikið í fang í einu, einbeiti sér að einu verkefni í einu og skilji ekki eftir mannlausar holur úti um alla miðborg,“ segir Svavar. Hafnartorgið dásamlegt Hann segir þó dásamlegt að sjá Hafnartorgið rísa og að miðborgin sé sífellt að verða betri. „En vandinn er ekki síst sá að það er illa staðið að upplýsingaflæði og lausnum, til dæmis hvað varðar bílastæði og aðgengi, á meðan á framkvæmdum stendur. Ég er himinlifandi með bílakjallarann sem nú hefur verið opnaður undir Hafnartorgi og skil ekki af hverju borgin auglýsir ekki þennan fjölda bílastæða sem nú er aðgengilegur öllum. Það á að auglýsa þetta í öllum blöðum! Það eru fleiri stæði í miðborginni en í flestum öðrum borgarhlutum. Þessu og því sem hefur heppnast vel í uppbyggingunni þarf að koma betur á framfæri. Það er verkefni borgarinnar.“ Samráðsleysi við borgina hefur Svavar fundið á eigin skinni. „Ég get nefnt sem dæmi þegar á einni nóttu var komið rútustæði fyrir ferðamenn fyrir utan stofuna hjá mér,“ útskýrir Svavar, en stofan er á Tryggvagötu. „Ég hringdi margoft í borgina og stakk upp á að slíkt stæði yrði sett upp hinum megin við götuna, fyrir framan eignir borgarinnar í götunni. Ég óskaði eftir því að mengunarmælingar væru framkvæmdar, því rúturnar gengu látlaust í lausagangi meðan beðið var eftir ferðamönnum, við gátum ekki opnað glugga á stofunni. Ónæðið af þessu var gríðarlegt, því það var engin aðstaða fyrir ferðamennina sem biðu eftir rútunum, hvorki salerni né skjól fyrir vindi og veðrum. Þetta var framkvæmt í hugsunarleysi. Ekkert var að gert fyrr en framkvæmdir hófust af krafti við Hafnartorg og aðgengi að götunni var orðið það slæmt að rúturnar komust hreinlega ekki um götuna.“ Svavar segir vanta upp á að borgin skilji að fyrirtækjaeigendur eigi flestir allt sitt undir sínum rekstri. „Allt mitt lífsviðurværi er undir þessum hundrað fermetrum á Tryggvagötu komið. Við fyrirtækjaeigendur á framkvæmdasvæðum segi ég: „Hugur minn er hjá ykkur. Vonandi þraukið þið því miðborgin er jú dásamleg. Staða mín í dag er sú að mig vantar frekar fólk í vinnu en öfugt, en ég hef upplifað erfiða tíma í rekstrinum, ekki síst vegna uppgrafinna gatna sem koma okkur sem rekum fyrirtækin í opna skjöldu.“Hrefna Björk SverrisdóttirFBl/Anton BrinkMaður þarf að klessa á alla veggi sjálfur Hrefna Björk Sverrisdóttir hefur rekið veitingahúsið Rok á Frakkastíg í þrjú ár. Ári áður hófu Hrefna og unnusti hennar, Magnús Scheving, framkvæmdir til þess að breyta húsnæðinu í veitingahús. „Mín upplifun er sú að kerfið sé mjög flókið, mikið regluverk sem oft stangast á og allt tekur mjög langan tíma. Þá er erfitt að fá skýr svör og fáir aðilar sem geta veitt þau sem eru með mjög takmarkaðan tíma til að sinna fyrirspurnum.“„Við lentum síðan í því að framkvæmdaleyfið okkar var afturkallað vegna mistaka sem borgin gerði sem varð til þess að við náðum ekki að opna staðinn fyrr en þremur mánuðum eftir áætlaðan opnunartíma.“ „Það var lítill skilningur á aðstöðu okkar og tók töluverðan tíma að fá þá að borðinu til að leysa úr þessu með okkur. Maður hefði haldið að fyrstu viðbrögð borgarinnar væru að leysa úr slíkum mistökum á skjótan hátt þar sem þeir gerðu í raun mistök við afgreiðslu leyfisins,“ útskýrir Hrefna og segist hafa þurft að beita miklum þrýstingi til að fá úr sínum málum leyst. Hrefna gagnrýnir einnig afnám kvóta á veitingastöðum og skipulag borgarinnar. „Þegar við vorum að opna Rok þá var kvóti sem gerði það að verkum að ekki var hægt að starfrækja of marga veitingastaði innan ákveðinna reita en svo virðist sem hann hafi verið afnuminn á einhverjum tíma. Í kjölfarið hafa veitingastaðir og matarvagnar sprottið upp þannig að í dag er samkeppnin mjög mikil og hörð. Þá er borgin skipulögð þannig að í öllum nýbyggingum virðist eiga að vera rými fyrir veitingastaði svo að maður sér ekki fyrir endann á þessari fjölgun. Borgin hefur einnig ausið fé í mathöllina og Braggann sem eru náttúrulega í harðri samkeppni við marga aðila í nágrenninu. Manni finnst þetta mjög einkennileg stefna og notkun á skattfé. Þó svo að það megi alveg setja spurningarmerki við hvort kvóti eigi að vera þá hefur borgin gríðarleg áhrif á fyrirtækin þegar slíkar skipulagsbreytingar eru gerðar.“Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir við á Hverfisgötu í sumar.ReykjavíkurborgHún segir fasteignaskatta einnig hafa áhrif á rekstur sinn. Einnig innheimti borgin önnur gjöld, til að mynda fyrir heimsóknir eftirlitsaðila og leyfin í upphafi. „Það er umhugsunarvert hvort litlir staðir eigi að borga jafn mikið og þeir stóru fyrir úttektir, eftirlit, innsendar teikningar og annan kostnað sem borgin innheimtir. Það kostaði mig til dæmis jafn mikið að fá úttekt og risastórt hótel, þrátt fyrir að augljóslega sé miklu meiri vinna fólgin í svo stórri úttekt en á mínum litla veitingastað.“ Hrefna segir endurskoðun á þessu geta rýmkað fyrir stofnun lítilla og meðalstórra fyrirtækja í borginni. „Þá eru leyfin fyrir matarvagna og regluverkið í kringum þá mun einfaldara ferli en hjá veitingastöðum – en þeir eru samt í beinni samkeppni við staðina. Þarna fer lítið fyrir samræmi.“ Hrefna segist ekki vita til þess að borgin láti vita af framkvæmdum eða fyrirhuguðum breytingum í nærumhverfi rekstursins. „Maður fær ekki tilkynningar þegar framkvæmdir hefjast eða um lokanir vegna viðburða í borginni. Við höfum þó ekki verið mjög nálægt stóru framkvæmdunum undanfarin ár hjá borginni. Mín upplifun er hins vegar sú að það sé erfitt að fá svör hjá borginni eða fá aðstoð, maður þarf svolítið að klessa á veggi sjálfur. Það virðist skorta á skilning á þeim tíma og þeim fjármunum fólks sem leggur oft á tíðum allt sitt undir í reksturinn. Manni finnst að borgin mætti hafa upplýsingar aðgengilegri og leiðbeinandi. Það fer mikill dýrmætur tími í að leita sér upplýsinga varðandi framkvæmdir og leyfi og slíkt.“ segir Hrefna.Sindri Snær JenssonFBL/ErnirMiðbærinn talaður niður Sindri Snær Jensson á og rekur fataverslunina Húrra Reykjavík á Hverfisgötu ásamt Jóni Davíð Davíðssyni. „Þá erum við einnig meðeigendur í Flatey Pizza sem er staðsett á Grandagarði og Hlemmi Mathöll. Núna erum við að fara af stað með nýtt veitingakonsept á Hverfisgötu 44 sem heitir Yuzu og verður opnað í september ef allt gengur að óskum,“ segir Sindri, en fataverslun þeirra verður fimm ára í næsta mánuði. Þeir hafa ekki farið varhluta af þeirri röskun sem framkvæmdirnar á Hverfisgötu hafa haft á rekstur fyrirtækja við götuna. „Varðandi Húrra Reykjavík þá tókum við ákveðna áhættu með að hefja rekstur á Hverfisgötu sem hafði ekki talist vænleg verslunargata, við sáum ákveðna möguleika og borgin hafði flotta sýn fyrir götuna. Nú fimm árum síðar eru enn framkvæmdir og það hefur verið mjög erfitt fyrir fótgangandi og reiðhjól að ferðast um götuna. Það hefði verið gott að sjá þessar umbætur ganga hraðar fyrir sig. Það er ekki spurning að Reykjavík hefur tekið miklum breytingum til hins betra undanfarin ár og við erum rosalega ánægð með miðbæinn þó við séum langeygð eftir að sjái fyrir endann á framkvæmdum við Hverfisgötuna,“ útskýrir Sindri. Engin samskipti Hann segir samskipti og upplýsingaflæði af hálfu borgarinnar ekkert gagnvart þeim. „Það hefur aldrei neinn frá borginni sett sig í samband við okkur varðandi framkvæmdir eða fyrirhugaðar breytingar á nærumhverfi rekstrar okkar.“ Hann segir bagalegt hvað áfanginn neðst á Hverfisgötu hefur tekið langan tíma og það yfir hásumar, þegar umferð fótgangandi er hvað mest. „Nú hafa komið fram skýringar um vandamál varðandi hæðarmun á götunni, vandamál eru til að leysa þau og ég biðla til borgarinnar að drífa í þessu. Það væri farsælast fyrir alla að klára Hverfisgötuna að mestu leyti því umtalið um miðbæinn hefur verið alveg glatað undanfarin misseri. Að mínu viti hefur miðbærinn upp á svo svakalega margt að bjóða og þessar framkvæmdir verða okkur öllum til hagsbóta til lengri tíma litið, betri borg og meira mannlíf.“ Hálfgert völundarhús Sindri segir tvennt ólíkt að koma á fót fataverslun eða veitingastað. „Af okkar reynslu er ferlið varðandi leyfisveitingar til veitingastaða ansi snúið og þar af leiðandi getur verið erfitt að fóta sig og finna réttu leiðina í hálfgerðu völundarhúsi. Það sem helst hefur angrað okkur er seinagangur á afgreiðslu og þá sérstaklega yfir sumartímann, það hefur reynst seinlegt að fá svör. En á endanum hefur allt gengið nokkuð smurt fyrir sig og við höfum þannig séð yfir litlu að kvarta heilt yfir. Mín tilfinning og reynsla gagnvart borgaryfirvöldum er að allir séu að gera sitt besta en kerfið sé mögulega barn síns tíma og þurfi á uppfærslu að halda.“Hefur aukin skattbyrði áhrif á rekstur þinn? til að mynda fasteignaskattur?„Hingað til höfum við ekki lent í hækkunum á leiguverði, og er það aðallega vegna lengdar samninga og þess góða samstarfs sem við eigum við leigusala. Hins vegar hafa átt sér stað viðræður um endurnýjun samninga og tíminn verður að leiða í ljós hvort hækkanir verði á leiguverði, ef svo verður þurfum við að gera viðeigandi ráðstafanir. Það er ekkert leyndarmál að launakostnaður er sá liður sem hefur hækkað mest á undanförnum árum og haft mikil áhrif á reksturinn,“ segir Sindri.
Segir ástæðulaust að örvænta Framkvæmdastjóri Jómfrúarinnar segir að yfirstandandi leiðrétting á veitingamarkaði kunni að verða til þess að þeir hafi erindi sem erfiði mest. Frá ársbyrjun 2018 hafa 29 nýir staðir verið opnaðir í miðbænum. 16. ágúst 2019 06:00
Borgin geti dregið lærdóm af „martröð“ Dills á Hverfisgötu Formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar segir mikla eftirsjá eftir Dilli, hinum rómaða veitingastað á Hverfisgötu 12 sem lokaði í vikunni. 9. ágúst 2019 11:03
„Ég veit ekkert af hverju borgin klikkaði“ Ég veit ekkert af hverju borgin klikkaði. Það er nákvæmlega þarna sem við viljum bæta okkur,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður Borgarráðs um ástæður þess að rekstraraðilar og íbúar á Hverfisgötu fengu aðeins viku fyrirvara vegna framkvæmdanna sem þar hafa staðið yfir í sumar. 16. ágúst 2019 10:40