Starfsmaður bresku ræðismannsskrifstofunnar í Hong Kong í haldi Kínverja Eiður Þór Árnason skrifar 21. ágúst 2019 11:54 Handtaka Cheng á sér stað á sama tíma og hrina fjöldamótmæla fer fram í Hong Kong. Ferðamenn hafa greint frá því að öryggisgæsla á landamærum Hong Kong og Kína hafi aukist eftir að mótmælin hófust. Getty/Chris McGrath Utanríkisráðuneyti Kína staðfesti í dag að Simon Cheng, starfsmaður bresku ræðismannsskrifstofunnar í Hong Kong, sé í haldi kínverskra yfirvalda á meginlandinu. Ekkert hafði spurst til Cheng í tæpar tvær vikur. Geng Shuang, talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins, greindi frá því að Cheng hafi verið settur í fimmtán daga varðhald. „Ég vil hafa það alveg á hreinu að þessi starfsmaður er ríkisborgari í Hong Kong og ekki breskur ríkisborgari. Þar með er hann kínverskur og einungis er um að ræða kínverskt innanríkismál,“ sagði talsmaðurinn fyrr í dag. Samkvæmt upplýsingum frá kínverskum yfirvöldum var Cheng handtekinn af lögreglu í Shenzhen á meginlandi Kína fyrir brot á víðtækri smáglæpalöggjöf. Sú löggjöf er gjarnan notuð til þess að gera lögreglu kleift að rannsaka grunaða einstaklinga áður en ákvörðun er tekin um ákæru. Annie Li, kærasta Cheng, hefur greint frá því að Cheng hafi sent henni skilaboð rétt áður en hann fór yfir landamæri Kína yfir til Hong Kong. Hún hefur ekkert heyrt frá honum eftir það. Í yfirlýsingu frá talsmanni breska ræðismannsins í Hong Kong kom fram að skrifstofan þyrfti að skoða málið frekar áður en ákvörðun yrði tekin um viðbrögð við aðgerðum kínverskra yfirvalda. Breski ræðismannsskrifstofan sagði einnig að fregnir af handtökunni væru „gífurlegt áhyggjuefni.“ Bretland Hong Kong Kína Tengdar fréttir Lýðræðismótmælin í Hong Kong halda enn áfram Mótmælin hafa staðið yfir í tíu vikur og til harðnandi átaka hefur komið við lögreglu undanfarið. Skipuleggjendur segjast vonast eftir friðsamlegum mótmælum í dag. 18. ágúst 2019 08:37 Kínverjar ætla ekki að sitja hjá og horfa á mótmælin í Hong Kong Ef mótmælin í Hong Kong halda áfram og stjórnvöld í kínverska sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong ná ekki stjórn á mótmælendum mun ríkisstjórn Kína í Peking ekki sitja hjá og einfaldlega fylgjast með. 19. ágúst 2019 07:30 Kalla eftir sniðgöngu Mulan-myndar eftir eldfima yfirlýsingu aðalleikkonunnar Ummæli leikkonunnar Crystal Liu, sem fer með titilhlutverkið í leikinni endurgerð af Disney-myndinni Mulan, gætu dregið dilk á eftir sér. Á samfélagsmiðlum heyrast nú háværar kröfur um að myndin verði sniðgengin vegna stuðningsyfirlýsingar Liu við lögregluna í Hong Kong. 17. ágúst 2019 11:41 Mest lesið Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Ekkert lát á sumarveðrinu Veður Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Fleiri fréttir Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Sjá meira
Utanríkisráðuneyti Kína staðfesti í dag að Simon Cheng, starfsmaður bresku ræðismannsskrifstofunnar í Hong Kong, sé í haldi kínverskra yfirvalda á meginlandinu. Ekkert hafði spurst til Cheng í tæpar tvær vikur. Geng Shuang, talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins, greindi frá því að Cheng hafi verið settur í fimmtán daga varðhald. „Ég vil hafa það alveg á hreinu að þessi starfsmaður er ríkisborgari í Hong Kong og ekki breskur ríkisborgari. Þar með er hann kínverskur og einungis er um að ræða kínverskt innanríkismál,“ sagði talsmaðurinn fyrr í dag. Samkvæmt upplýsingum frá kínverskum yfirvöldum var Cheng handtekinn af lögreglu í Shenzhen á meginlandi Kína fyrir brot á víðtækri smáglæpalöggjöf. Sú löggjöf er gjarnan notuð til þess að gera lögreglu kleift að rannsaka grunaða einstaklinga áður en ákvörðun er tekin um ákæru. Annie Li, kærasta Cheng, hefur greint frá því að Cheng hafi sent henni skilaboð rétt áður en hann fór yfir landamæri Kína yfir til Hong Kong. Hún hefur ekkert heyrt frá honum eftir það. Í yfirlýsingu frá talsmanni breska ræðismannsins í Hong Kong kom fram að skrifstofan þyrfti að skoða málið frekar áður en ákvörðun yrði tekin um viðbrögð við aðgerðum kínverskra yfirvalda. Breski ræðismannsskrifstofan sagði einnig að fregnir af handtökunni væru „gífurlegt áhyggjuefni.“
Bretland Hong Kong Kína Tengdar fréttir Lýðræðismótmælin í Hong Kong halda enn áfram Mótmælin hafa staðið yfir í tíu vikur og til harðnandi átaka hefur komið við lögreglu undanfarið. Skipuleggjendur segjast vonast eftir friðsamlegum mótmælum í dag. 18. ágúst 2019 08:37 Kínverjar ætla ekki að sitja hjá og horfa á mótmælin í Hong Kong Ef mótmælin í Hong Kong halda áfram og stjórnvöld í kínverska sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong ná ekki stjórn á mótmælendum mun ríkisstjórn Kína í Peking ekki sitja hjá og einfaldlega fylgjast með. 19. ágúst 2019 07:30 Kalla eftir sniðgöngu Mulan-myndar eftir eldfima yfirlýsingu aðalleikkonunnar Ummæli leikkonunnar Crystal Liu, sem fer með titilhlutverkið í leikinni endurgerð af Disney-myndinni Mulan, gætu dregið dilk á eftir sér. Á samfélagsmiðlum heyrast nú háværar kröfur um að myndin verði sniðgengin vegna stuðningsyfirlýsingar Liu við lögregluna í Hong Kong. 17. ágúst 2019 11:41 Mest lesið Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Ekkert lát á sumarveðrinu Veður Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Fleiri fréttir Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Sjá meira
Lýðræðismótmælin í Hong Kong halda enn áfram Mótmælin hafa staðið yfir í tíu vikur og til harðnandi átaka hefur komið við lögreglu undanfarið. Skipuleggjendur segjast vonast eftir friðsamlegum mótmælum í dag. 18. ágúst 2019 08:37
Kínverjar ætla ekki að sitja hjá og horfa á mótmælin í Hong Kong Ef mótmælin í Hong Kong halda áfram og stjórnvöld í kínverska sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong ná ekki stjórn á mótmælendum mun ríkisstjórn Kína í Peking ekki sitja hjá og einfaldlega fylgjast með. 19. ágúst 2019 07:30
Kalla eftir sniðgöngu Mulan-myndar eftir eldfima yfirlýsingu aðalleikkonunnar Ummæli leikkonunnar Crystal Liu, sem fer með titilhlutverkið í leikinni endurgerð af Disney-myndinni Mulan, gætu dregið dilk á eftir sér. Á samfélagsmiðlum heyrast nú háværar kröfur um að myndin verði sniðgengin vegna stuðningsyfirlýsingar Liu við lögregluna í Hong Kong. 17. ágúst 2019 11:41