Súdan tekur skref í átt að lýðræði með skipan nýs forsætisráðherra Andri Eysteinsson skrifar 22. ágúst 2019 10:32 Abdalla Hamdok í pontu á fundi Fríverslunarsamtaka Afríkusambandsins í Addis Ababa í Eþíópíu árið 2015 Getty/Anadolu Abdalla Hamdok hefur verið skipaður fimmtándi forsætisráðherra Súdan, ríkis sem hefur mátt þola erfiða, blóði drifna tíma undanfarið. Mótmælt hefur verið látlaust í ríkinu mánuði saman og hefur herforingjastjórnin tekið á mótmælendum af fullum krafti. BBC greinir frá.Fimm mánuðir eru liðnir frá því að Omari al-Bashir, þáverandi forseta Afríkuríkisins Súdan, var steypt af stóli af her landsins. Mikil mótmæli hafa verið í landinu frá því fyrir áramót, fyrst gegn stjórn al-Bashir, sem ríkti í tæp 30 ár, og seinna gegn herstjórninni sem tók við völdum eftir að forsetanum umdeilda var komið frá. Eftir valdaránið fannst mikið reiðufé á heimili al-Bashir sem var einnig ákærður fyrir að hafa hvatt til þess að mótmælendur yrðu drepnir. Herstjórnin var heldur ekki hrædd við að skjóta á mótmælendur en hundruðir mótmælenda voru drepnir á vormánuðum og í byrjun sumars. Um miðjan júlí síðastliðinn gerðu deiluaðilar, herforingjastjórnin og mótmælendur, samkomulag um deilingu valda í Súdan. Samkomulagið gekk út á að fylkingarnar deili völdum í ríkinu næstu þrjú ár, að því loknu verði kosin ný ríkisstjórn. Fengu mótmælendur það hlutverk að útnefnda forsætisráðherra og hefur ákvörðun verið tekin.Herinn að vissu leyti við völd frá 1989 Nýr forsætisráðherra Súdan, og sá fyrsti í áraraðir sem hefur raunveruleg ítök í stjórn landsins, er hinn 63 ára gamli Abdalla Hamdok sem áður hefur starfað fyrir Sameinuðu Þjóðirnar í nágrannaríkinu Eþíópíu. Hamdok er hagfræðimenntaður en hann lærði bæði í háskólanum í Kartúm og í háskólanum í Manchester í Bretlandi. Fyrir tæpu ári, í september 2018, bauð þáverandi forsetinn Omar al-Bashir Hamdok stöðu fjármálaráðherra Súdan. Hamdok kaus þó að hafna tilnefningunni. Með skipan Hamdok rennur upp nýr tími í sögu Súdan. Um er að ræða fyrsta skiptið frá árinu 1989, þegar al-Bashir náði völdum með valdaráni, sem herlið Súdan fer ekki með stjórn landsins. „Forgangsmál ríkisstjórnarinnar eru að stöðva stríðið, stuðla að varanlegum friði, tækla efnahagsvandamál landsins og byggja upp utanríkisstefnu landsins, sagði Hamdok þegar hann tók við embætti í gær. Súdan Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Sjá meira
Abdalla Hamdok hefur verið skipaður fimmtándi forsætisráðherra Súdan, ríkis sem hefur mátt þola erfiða, blóði drifna tíma undanfarið. Mótmælt hefur verið látlaust í ríkinu mánuði saman og hefur herforingjastjórnin tekið á mótmælendum af fullum krafti. BBC greinir frá.Fimm mánuðir eru liðnir frá því að Omari al-Bashir, þáverandi forseta Afríkuríkisins Súdan, var steypt af stóli af her landsins. Mikil mótmæli hafa verið í landinu frá því fyrir áramót, fyrst gegn stjórn al-Bashir, sem ríkti í tæp 30 ár, og seinna gegn herstjórninni sem tók við völdum eftir að forsetanum umdeilda var komið frá. Eftir valdaránið fannst mikið reiðufé á heimili al-Bashir sem var einnig ákærður fyrir að hafa hvatt til þess að mótmælendur yrðu drepnir. Herstjórnin var heldur ekki hrædd við að skjóta á mótmælendur en hundruðir mótmælenda voru drepnir á vormánuðum og í byrjun sumars. Um miðjan júlí síðastliðinn gerðu deiluaðilar, herforingjastjórnin og mótmælendur, samkomulag um deilingu valda í Súdan. Samkomulagið gekk út á að fylkingarnar deili völdum í ríkinu næstu þrjú ár, að því loknu verði kosin ný ríkisstjórn. Fengu mótmælendur það hlutverk að útnefnda forsætisráðherra og hefur ákvörðun verið tekin.Herinn að vissu leyti við völd frá 1989 Nýr forsætisráðherra Súdan, og sá fyrsti í áraraðir sem hefur raunveruleg ítök í stjórn landsins, er hinn 63 ára gamli Abdalla Hamdok sem áður hefur starfað fyrir Sameinuðu Þjóðirnar í nágrannaríkinu Eþíópíu. Hamdok er hagfræðimenntaður en hann lærði bæði í háskólanum í Kartúm og í háskólanum í Manchester í Bretlandi. Fyrir tæpu ári, í september 2018, bauð þáverandi forsetinn Omar al-Bashir Hamdok stöðu fjármálaráðherra Súdan. Hamdok kaus þó að hafna tilnefningunni. Með skipan Hamdok rennur upp nýr tími í sögu Súdan. Um er að ræða fyrsta skiptið frá árinu 1989, þegar al-Bashir náði völdum með valdaráni, sem herlið Súdan fer ekki með stjórn landsins. „Forgangsmál ríkisstjórnarinnar eru að stöðva stríðið, stuðla að varanlegum friði, tækla efnahagsvandamál landsins og byggja upp utanríkisstefnu landsins, sagði Hamdok þegar hann tók við embætti í gær.
Súdan Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Sjá meira