Ráðherra efnir loforð um að styrkja húsnæðismarkaðinn á landsbyggðinni Jóhann K. Jóhannsson skrifar 23. ágúst 2019 12:40 Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra ætlar að efna loforð um að styrkja húsnæðismarkaðinn á landsbyggðinni Vísir/Vilhelm Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra hefur nú ákveðið að hrinda í framkvæmd tillögum til að styrkja húsnæðismarkaðinn á landsbyggðinni. Þess er vænst að fyrstu tillögurnar, þar á meðal að breytingar á lögum og reglugerðum verði komnar til framkvæmda á haustdögum. Tillögurnar voru lagðar fram í ríkisstjórn til kynningar í lok maí, en í lok júlí voru þær birtar í samráðsgátt stjórnvalda þar sem almenningi og öllum hagsmunaaðilum gafst tækifæri til að gefa þeim álit álit. Þær sem bárust voru allar jákvæðar en einnig komu fram í þeim nokkrar gagnlegar ábendingar um þætti sem má skoða betur.Seyðisfjörður er eitt þeirra sveitarfélaga sem tók þátt í tilraunaverkefni Íbúðarlánasjóðs.Vísir/VilhelmNýr lánaflokkur hjá Íbúðalánasjóði Tillögur félagsmálaráðherra byggja að stóru leyti á upplýsingum sem hafa komið í gegnum tilraunaverkefni með sjö sveitarfélögum, en því var ætlað að bregðast við alvarlegum vanda í húsnæðismálum á landsbyggðinni. Meðal reglugerða sem ráðuneytið er nú með má nefna heimild fyrir nýjum lánaflokk hjá Íbúðalánasjóði til að auðvelda sjóðnum að veita fjármögnun til verkefna landsbyggðinni. Tryggja þurfi íbúum landsbyggðarinnar aðgengi að fjármagni á sambærilegum kjörum og fást á virkari markaðssvæðum.Þá gera tillögurnar ráð fyrir að brugðist verði við skorti á hagkvæmu leiguhúsnæði með því að gera sveitarfélögum á landsbyggðinni kleift að byggja íbúðir í almenna leigukerfinu með stofnframlagi ríkisins. Heimilt verði að veita sérstakt byggðaframlag vegna leiguíbúða á svæðum þar sem misvægi ríkir á milli byggingarkostnaðar og markaðsverðs og þá verði heimildir sveitarfélaga til þess að leggja fram stofnframlög rýmkaðar.Norðurþing tók einnig þátt í tilraunaverkefninuVísir/VilhelmÞörf á húsnæðisstuðningi fyrir landsbyggðina er önnur en á höfuðborgarsvæðinu Húsnæðismarkaður á landsbyggðinni er víða ekki nægilega skilvirkur. Skortur er á leiguhúsnæði og getur slíkt staðið þróun í atvinnumálum fyrir þrifum. Hvata vantar til byggingar á leiguíbúðum þar sem markaðsverð húsnæðis er mun lægra en byggingarkostnaður. Fram hefur komið að aðgerðirnar sem þarf á landsbyggðinni eru af öðrum toga en á höfuðborgarsvæðinu. Um sé að ræða stóran hóp fólks sem falli á milli skips og bryggju á húsnæðismarkaðnum. Önnur lönd sem glímt hafa við svipaðan vanda hafa farið svipaða leið við að stuðla að eðlilegri endurnýjun húsnæðis utan stærstu þéttbýlissvæða. Tillögurnar taka mið af reynslu annarra landa en einnig áskorunum ólíkra sveitarfélaga hér á landi. Félagsmál Húsnæðismál Tengdar fréttir Vill veita styrki til uppbyggingar á köldum markaðssvæðum á landsbyggðinni Félags- og barnamálaráðherra hefur birt áform sín um að breyta lögum og reglugerðum til að styrkja húsnæðismarkaðinn á landsbyggðinni og koma til móts við áskoranir sem fjölmörg sveitarfélög standa frammi fyrir í húsnæðismálum. 24. júlí 2019 12:21 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra hefur nú ákveðið að hrinda í framkvæmd tillögum til að styrkja húsnæðismarkaðinn á landsbyggðinni. Þess er vænst að fyrstu tillögurnar, þar á meðal að breytingar á lögum og reglugerðum verði komnar til framkvæmda á haustdögum. Tillögurnar voru lagðar fram í ríkisstjórn til kynningar í lok maí, en í lok júlí voru þær birtar í samráðsgátt stjórnvalda þar sem almenningi og öllum hagsmunaaðilum gafst tækifæri til að gefa þeim álit álit. Þær sem bárust voru allar jákvæðar en einnig komu fram í þeim nokkrar gagnlegar ábendingar um þætti sem má skoða betur.Seyðisfjörður er eitt þeirra sveitarfélaga sem tók þátt í tilraunaverkefni Íbúðarlánasjóðs.Vísir/VilhelmNýr lánaflokkur hjá Íbúðalánasjóði Tillögur félagsmálaráðherra byggja að stóru leyti á upplýsingum sem hafa komið í gegnum tilraunaverkefni með sjö sveitarfélögum, en því var ætlað að bregðast við alvarlegum vanda í húsnæðismálum á landsbyggðinni. Meðal reglugerða sem ráðuneytið er nú með má nefna heimild fyrir nýjum lánaflokk hjá Íbúðalánasjóði til að auðvelda sjóðnum að veita fjármögnun til verkefna landsbyggðinni. Tryggja þurfi íbúum landsbyggðarinnar aðgengi að fjármagni á sambærilegum kjörum og fást á virkari markaðssvæðum.Þá gera tillögurnar ráð fyrir að brugðist verði við skorti á hagkvæmu leiguhúsnæði með því að gera sveitarfélögum á landsbyggðinni kleift að byggja íbúðir í almenna leigukerfinu með stofnframlagi ríkisins. Heimilt verði að veita sérstakt byggðaframlag vegna leiguíbúða á svæðum þar sem misvægi ríkir á milli byggingarkostnaðar og markaðsverðs og þá verði heimildir sveitarfélaga til þess að leggja fram stofnframlög rýmkaðar.Norðurþing tók einnig þátt í tilraunaverkefninuVísir/VilhelmÞörf á húsnæðisstuðningi fyrir landsbyggðina er önnur en á höfuðborgarsvæðinu Húsnæðismarkaður á landsbyggðinni er víða ekki nægilega skilvirkur. Skortur er á leiguhúsnæði og getur slíkt staðið þróun í atvinnumálum fyrir þrifum. Hvata vantar til byggingar á leiguíbúðum þar sem markaðsverð húsnæðis er mun lægra en byggingarkostnaður. Fram hefur komið að aðgerðirnar sem þarf á landsbyggðinni eru af öðrum toga en á höfuðborgarsvæðinu. Um sé að ræða stóran hóp fólks sem falli á milli skips og bryggju á húsnæðismarkaðnum. Önnur lönd sem glímt hafa við svipaðan vanda hafa farið svipaða leið við að stuðla að eðlilegri endurnýjun húsnæðis utan stærstu þéttbýlissvæða. Tillögurnar taka mið af reynslu annarra landa en einnig áskorunum ólíkra sveitarfélaga hér á landi.
Félagsmál Húsnæðismál Tengdar fréttir Vill veita styrki til uppbyggingar á köldum markaðssvæðum á landsbyggðinni Félags- og barnamálaráðherra hefur birt áform sín um að breyta lögum og reglugerðum til að styrkja húsnæðismarkaðinn á landsbyggðinni og koma til móts við áskoranir sem fjölmörg sveitarfélög standa frammi fyrir í húsnæðismálum. 24. júlí 2019 12:21 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Vill veita styrki til uppbyggingar á köldum markaðssvæðum á landsbyggðinni Félags- og barnamálaráðherra hefur birt áform sín um að breyta lögum og reglugerðum til að styrkja húsnæðismarkaðinn á landsbyggðinni og koma til móts við áskoranir sem fjölmörg sveitarfélög standa frammi fyrir í húsnæðismálum. 24. júlí 2019 12:21