Úrræði Íbúðalánasjóðs verði fyrir öll sveitarfélög sem vilji styrkja húsnæðismarkaðinn Jóhann K. Jóhannsson skrifar 23. ágúst 2019 19:00 Kópasker er í Norðurþingi sem er eitt þeirra sveitarfélaga sem hefur tekið þátt í tilraunaverkefni með Íbúðalánasjóði Vísir/Vilhelm Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra hefur ákveðið að hrinda í framkvæmd tillögum til að styrkja húsnæðismarkaðinn á landsbyggðinni. Þess er vænst að fyrstu tillögurnar verði komnar til framkvæmda á haustdögum. Nýr lánaflokkur verður í boði hjá Íbúðalánasjóði til að tryggja fjármagn á sambærilegum kjörum og fást á virkari markaðssvæðum.Áform félags- og baramálaráðherra um að breyta lögum og reglugerðum til að styrkja húsnæðismarkaðinn á landsbyggðinni hefur verið til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda undanfarið. Í dag var ákveðið að hrinda tillögum um verkefnið í framkvæmd með breytingum á lögum og reglugerðum. Sjö sveitarfélög hafa tekið þátt í tilraunaverkefni með Íbúðalánasjóði í því skyni að bregðast við langvarandi stöðnun á húsnæðismarkaði á landsbyggðinni. Sveitarfélögin sem hafa tekið þátt eru Snæfellsbær, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Norðurþing, Hörgársveit, Dalabyggð, Vesturbyggð og Seyðisfjarðarkaupstaður.Sigrún Ásta Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri greininga- og áætlanasviðs Íbúðalánasjóðs.Húsnæðisskortur hefur hamlað atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni „Við erum búin að vera að vinna með þeim að greina þann vanda sem þau standa frammi fyrir og vinna að því að útbúa lausnir sem að gætu mögulega verið til þess að bregðast við þeim vanda sem þau standa frammi fyrir,“ segir Sigrún Ásta Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri greininga- og áætlanasviðs Íbúðalánasjóðs. Húsnæðisskortur er eitt af því sem talið er að hamli atvinnuuppbyggingu á sumum svæðum. „Við auðvitað vonumst til með að þetta komi til með að skila okkur þeim niðurstöðum að við áttum okkur á því hvaða áhrif þetta muni hafa. Við erum búin að leggja fram ákveðnar tillögur svo munum við fara af stað í þessum tilraunasveitarfélögum og prófa tillögurnar og meta áhrif af þeim,“ segir Sigrún. Gangi það eftir verða tillögurnar að almennu úrræði sem fleiri sveitarfélög geta sótt um og nýtt sér. Því sem hrint verður strax af stað snýr að fjármögnun á framkvæmdartíma og þá verður ný lánaflokkur í boði hjá Íbúðalánasjóði.Á hvaða kjörum munið þið bjóða íbúðalán til þeirra sem að ætla sér að reisa byggðir á þessum svæðum? „Það verður unnið að því núna í framhaldi að það er verið að kynna reglugerð sem miðar að því að það verði hægt að veita fjármögnun til uppbyggingar íbúðahúsnæðis á sambærilegum kjörum og á virkari markaðssvæðum eins og til dæmis hér á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Sigrún. Húsnæðismál Tengdar fréttir Ráðherra segir markaðsbrest á húsnæðismarkaði víða á landsbyggðinni Markaðsbrestur ríkir á húsnæðismarkaði víða á landsbyggðinni að mati félags- og barnamálaráðherra. Hann segir niðurstöður tilraunaverkefnis Íbúðalánasjóðs leiða þetta í ljós. Bankahrunið hafi haft meiri áhrif á húsnæðismarkaðinn úti á landi samanborið við suðvesturhornið. 24. júlí 2019 18:45 Ráðherra efnir loforð um að styrkja húsnæðismarkaðinn á landsbyggðinni Félags- og barnamálaráðherra hefur nú ákveðið að hrinda í framkvæmd tillögum til að styrkja húsnæðismarkaðinn á landsbyggðinni. Þess er vænst að fyrstu tillögurnar, þar á meðal að breytingar á lögum og reglugerðum verði komnar til framkvæmda á haustdögum og lúta að því að Íbúðalánasjóði verði gert auðveldara að veita fjármögnun til uppbyggingar húsnæðis landsbyggðinni. 23. ágúst 2019 12:40 Sveitarfélögin fagna tillögum um aukna aðstoð Íbúðalánasjóðs á landsbyggðinni Formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga fagnar tillögum félags- og barnamálaráðherra um að Íbúðalánasjóður veiti auknu fjármagni til smíði nýrra íbúða og fjölgunar leiguhúsnæðis á landsbyggðinni. 25. júlí 2019 12:15 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra hefur ákveðið að hrinda í framkvæmd tillögum til að styrkja húsnæðismarkaðinn á landsbyggðinni. Þess er vænst að fyrstu tillögurnar verði komnar til framkvæmda á haustdögum. Nýr lánaflokkur verður í boði hjá Íbúðalánasjóði til að tryggja fjármagn á sambærilegum kjörum og fást á virkari markaðssvæðum.Áform félags- og baramálaráðherra um að breyta lögum og reglugerðum til að styrkja húsnæðismarkaðinn á landsbyggðinni hefur verið til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda undanfarið. Í dag var ákveðið að hrinda tillögum um verkefnið í framkvæmd með breytingum á lögum og reglugerðum. Sjö sveitarfélög hafa tekið þátt í tilraunaverkefni með Íbúðalánasjóði í því skyni að bregðast við langvarandi stöðnun á húsnæðismarkaði á landsbyggðinni. Sveitarfélögin sem hafa tekið þátt eru Snæfellsbær, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Norðurþing, Hörgársveit, Dalabyggð, Vesturbyggð og Seyðisfjarðarkaupstaður.Sigrún Ásta Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri greininga- og áætlanasviðs Íbúðalánasjóðs.Húsnæðisskortur hefur hamlað atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni „Við erum búin að vera að vinna með þeim að greina þann vanda sem þau standa frammi fyrir og vinna að því að útbúa lausnir sem að gætu mögulega verið til þess að bregðast við þeim vanda sem þau standa frammi fyrir,“ segir Sigrún Ásta Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri greininga- og áætlanasviðs Íbúðalánasjóðs. Húsnæðisskortur er eitt af því sem talið er að hamli atvinnuuppbyggingu á sumum svæðum. „Við auðvitað vonumst til með að þetta komi til með að skila okkur þeim niðurstöðum að við áttum okkur á því hvaða áhrif þetta muni hafa. Við erum búin að leggja fram ákveðnar tillögur svo munum við fara af stað í þessum tilraunasveitarfélögum og prófa tillögurnar og meta áhrif af þeim,“ segir Sigrún. Gangi það eftir verða tillögurnar að almennu úrræði sem fleiri sveitarfélög geta sótt um og nýtt sér. Því sem hrint verður strax af stað snýr að fjármögnun á framkvæmdartíma og þá verður ný lánaflokkur í boði hjá Íbúðalánasjóði.Á hvaða kjörum munið þið bjóða íbúðalán til þeirra sem að ætla sér að reisa byggðir á þessum svæðum? „Það verður unnið að því núna í framhaldi að það er verið að kynna reglugerð sem miðar að því að það verði hægt að veita fjármögnun til uppbyggingar íbúðahúsnæðis á sambærilegum kjörum og á virkari markaðssvæðum eins og til dæmis hér á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Sigrún.
Húsnæðismál Tengdar fréttir Ráðherra segir markaðsbrest á húsnæðismarkaði víða á landsbyggðinni Markaðsbrestur ríkir á húsnæðismarkaði víða á landsbyggðinni að mati félags- og barnamálaráðherra. Hann segir niðurstöður tilraunaverkefnis Íbúðalánasjóðs leiða þetta í ljós. Bankahrunið hafi haft meiri áhrif á húsnæðismarkaðinn úti á landi samanborið við suðvesturhornið. 24. júlí 2019 18:45 Ráðherra efnir loforð um að styrkja húsnæðismarkaðinn á landsbyggðinni Félags- og barnamálaráðherra hefur nú ákveðið að hrinda í framkvæmd tillögum til að styrkja húsnæðismarkaðinn á landsbyggðinni. Þess er vænst að fyrstu tillögurnar, þar á meðal að breytingar á lögum og reglugerðum verði komnar til framkvæmda á haustdögum og lúta að því að Íbúðalánasjóði verði gert auðveldara að veita fjármögnun til uppbyggingar húsnæðis landsbyggðinni. 23. ágúst 2019 12:40 Sveitarfélögin fagna tillögum um aukna aðstoð Íbúðalánasjóðs á landsbyggðinni Formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga fagnar tillögum félags- og barnamálaráðherra um að Íbúðalánasjóður veiti auknu fjármagni til smíði nýrra íbúða og fjölgunar leiguhúsnæðis á landsbyggðinni. 25. júlí 2019 12:15 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Sjá meira
Ráðherra segir markaðsbrest á húsnæðismarkaði víða á landsbyggðinni Markaðsbrestur ríkir á húsnæðismarkaði víða á landsbyggðinni að mati félags- og barnamálaráðherra. Hann segir niðurstöður tilraunaverkefnis Íbúðalánasjóðs leiða þetta í ljós. Bankahrunið hafi haft meiri áhrif á húsnæðismarkaðinn úti á landi samanborið við suðvesturhornið. 24. júlí 2019 18:45
Ráðherra efnir loforð um að styrkja húsnæðismarkaðinn á landsbyggðinni Félags- og barnamálaráðherra hefur nú ákveðið að hrinda í framkvæmd tillögum til að styrkja húsnæðismarkaðinn á landsbyggðinni. Þess er vænst að fyrstu tillögurnar, þar á meðal að breytingar á lögum og reglugerðum verði komnar til framkvæmda á haustdögum og lúta að því að Íbúðalánasjóði verði gert auðveldara að veita fjármögnun til uppbyggingar húsnæðis landsbyggðinni. 23. ágúst 2019 12:40
Sveitarfélögin fagna tillögum um aukna aðstoð Íbúðalánasjóðs á landsbyggðinni Formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga fagnar tillögum félags- og barnamálaráðherra um að Íbúðalánasjóður veiti auknu fjármagni til smíði nýrra íbúða og fjölgunar leiguhúsnæðis á landsbyggðinni. 25. júlí 2019 12:15