Jón Guðni Fjóluson lék allan leikinn fyrir Krasnodar sem gerði jafntefli við Lokomotiv Moskvu, 1-1, í rússnesku úrvalsdeildinni.
Krasnodar er á toppi deildarinnar með 14 stig, jafn mörg og Lokomotiv en er með betri árangur í innbyrðis viðureignum liðanna.
Jón Guðni hefur leikið 90 mínútur í síðustu þremur leikjum Krasnodar.
Rúnar Alex Rúnarsson stóð á milli stanganna hjá Dijon sem tapaði fyrir Bordeaux, 0-2, í frönsku úrvalsdeildinni.
Dijon hefur tapað öllum þremur deildarleikjum sínum það sem af er tímabili og aðeins skorað eitt mark.
Rúnar Alex hefur leikið alla þrjá leiki Dijon á tímabilinu. Í fyrra lék hann 26 deildarleiki fyrir Dijon.
Hólmar Örn Eyjólfsson kom inn á undir lok leiks Levski Sofia og Lok. Plovdiv. Levski Sofia vann, 1-0, og komst þar með á topp deildarinnar.
Hólmar hefur komið við sögu í síðustu tveimur leikjum Levski Sofia. Hann er óðum að nálgast fyrri styrk eftir að hafa verið frá vegna meiðsla síðan í nóvember 2018.
Þá lék Aron Bjarnason síðustu níu mínúturnar þegar Újpest tapaði fyrir Kisvarda, 1-0, í ungversku úrvalsdeildinni. Újpest er í 6. sæti með fjögur stig.
Jón Guðni og félagar tylltu sér á toppinn | Ekkert gengur hjá Dijon
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið

„Held áfram nema ég verði rekinn“
Körfubolti


Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið
Enski boltinn

Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá
Körfubolti


Kári: Bara negla þessu niður
Körfubolti



