Þúsund heimili taka þátt í matarsóunarrannsókn Elísabet Inga Sigurðardóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 24. ágúst 2019 21:22 Matarsóun þúsund heimila verður rannsökuð í viku og verða niðurstöður nýttar í að skerpa á aðgerðum í matarsóunarmálum. Stöð 2 Þúsund heimili verða beðin um að taka þátt í rannsókn á umfangi matarsónar á næstunni. Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir þátttöku auðvelda en nauðsynlega svo hægt sé að nýta niðurstöður til að skerpa á aðgerðum í matarsóunarmálum. Umhverfisstofnun stendur fyrir rannsókninni en þau þúsund heimili sem beðin verða um að taka þátt eru valin af handahófi. Niðurstöður rannsóknarinnar verða nýttar til að skerpa á aðgerðum í matarsóunarmálum en um 5% af losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi er vegna matarsóunar. Þátttakendur verða beðnir um að vigta mat og matarúrgang sem fer til spillis á heimilinu í eina viku. Úrgangurinn er flokkaður í þrjá flokka: nýtanlegan mat, ónýtanlegan og vökva. Vigta þarf hvern flokk fyrir sig í lok dags og skrá í rafrænt kerfi á vef Umhverfisstofnunar.„Við erum annars vegar með ónýtanlegan mat, eins og bananahýði, eggjaskurn og bein af kjöti, kaffikorgur. Ónýtanlegur matur sem við erum ekki að fara að leggja okkur til munns,“ segir Hildur Harðardóttir, sérfræðingur á sviði loftslags- og grænsamfélaga hjá Umhverfisstofnun. Svo er það maturinn sjálfur sem flokkast undir matarsóun. „Hérna er til dæmis grauturinn sem dóttir mín kláraði ekki í morgun, þá myndi ég setja hann í nýtanlega flokkinn því hann hefði klárlega mátt borða. Og svo setur maður [matinn] bara í þægilega skál,“ segir Hildur. Maturinn er svo vigtaður, þyngd skráð og allt sett í lífræna tunnu sé hún við heimili. Hildur vonast til að sem flestir taki þátt í rannsókninni enda sé mikilvægt að fá sem skýrasta mynd af umfangi matarsóunar á Íslandi. Hafist var handa að hringja í fólk fyrir helgi en hringt verður út næstu tvær vikurnar. Umhverfismál Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Þúsund heimili verða beðin um að taka þátt í rannsókn á umfangi matarsónar á næstunni. Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir þátttöku auðvelda en nauðsynlega svo hægt sé að nýta niðurstöður til að skerpa á aðgerðum í matarsóunarmálum. Umhverfisstofnun stendur fyrir rannsókninni en þau þúsund heimili sem beðin verða um að taka þátt eru valin af handahófi. Niðurstöður rannsóknarinnar verða nýttar til að skerpa á aðgerðum í matarsóunarmálum en um 5% af losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi er vegna matarsóunar. Þátttakendur verða beðnir um að vigta mat og matarúrgang sem fer til spillis á heimilinu í eina viku. Úrgangurinn er flokkaður í þrjá flokka: nýtanlegan mat, ónýtanlegan og vökva. Vigta þarf hvern flokk fyrir sig í lok dags og skrá í rafrænt kerfi á vef Umhverfisstofnunar.„Við erum annars vegar með ónýtanlegan mat, eins og bananahýði, eggjaskurn og bein af kjöti, kaffikorgur. Ónýtanlegur matur sem við erum ekki að fara að leggja okkur til munns,“ segir Hildur Harðardóttir, sérfræðingur á sviði loftslags- og grænsamfélaga hjá Umhverfisstofnun. Svo er það maturinn sjálfur sem flokkast undir matarsóun. „Hérna er til dæmis grauturinn sem dóttir mín kláraði ekki í morgun, þá myndi ég setja hann í nýtanlega flokkinn því hann hefði klárlega mátt borða. Og svo setur maður [matinn] bara í þægilega skál,“ segir Hildur. Maturinn er svo vigtaður, þyngd skráð og allt sett í lífræna tunnu sé hún við heimili. Hildur vonast til að sem flestir taki þátt í rannsókninni enda sé mikilvægt að fá sem skýrasta mynd af umfangi matarsóunar á Íslandi. Hafist var handa að hringja í fólk fyrir helgi en hringt verður út næstu tvær vikurnar.
Umhverfismál Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira