Nýja brúin yfir Eldvatn hjá Ásum senn opnuð umferð Kristján Már Unnarsson skrifar 25. ágúst 2019 20:56 Stálbogabrúin er 78 metra löng. Stöð 2/Þorsteinn Magnússon. Smíði nýrrar glæsibrúar yfir Eldvatn í Skaftárhreppi er núna á lokametrunum og vonast Vegagerðin til að hún verði opnuð umferð í október. Fjögur ár verða þá liðin frá því gamla brúin eyðilagðist í Skaftárhlaupi. Mannvirkin mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Menn segja að gamla brúin hangi ennþá uppi á lyginni og svo mikið er árbakkinn sprunginn í kringum hana að hann er beinlínis varasamur. Síðustu fjögur ár hefur rútum og vörubílum verið bannað að aka yfir brúna, þar hefur gilt fimm tonna hámarksþungi. En núna sjá menn loksins fram á að samgöngur við Skaftártungu komist í eðlilegt horf, - ný brú er risin. Nýja brúin er skammt neðan þeirrar gömlu. Í Skaftárhlaupinu fyrir fjórum árum var gljúfrið í beygjunni bakkafullt.Stöð 2/Þorsteinn Magnússon. Í frétt Stöðvar 2 var rifjað upp hvernig umhorfs var við nýja brúarstæðið fyrir fjórum árum þegar Skaftárhlaupið var í sínum mesta ham. Vegagerðarmenn vonast þó til að nýja brúin standi af sér slíka ógnarkrafta næstu aldir. Smíði hennar hófst haustið 2018 þegar undirstöður voru steyptar. Stálbogabrúin sjálf var smíðuð í Póllandi en flutt til Íslands í bútum og sett saman á staðnum. Síðan var hún dregin yfir ána. Steypuvinnu lauk fyrir síðustu helgi. Framundan er að mála brúna og ljúka vegagerð að henni. Nýir vegarkaflar verða um 900 metra langir.Stöð 2/Þorsteinn Magnússon. Verktakinn Munck annast brúarsmíðina en Framrás í Vík leggur vegina að henni. Heildarkostnaður er áætlaður um 600 milljónir króna, samkvæmt upplýsingum frá Einari Magnússyni hjá Vegagerðinni. Steypuvinnu lauk fyrir síðustu helgi og vegagerð á að vera lokið 1. nóvember en Einar segir líklegast að brúin verði opnuð í október. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hlaup í Skaftá 2015 Samgöngur Skaftárhreppur Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Brúin verr farin og mögulega ónýt eftir átök Skaftárhlaups Bráðabirgðaviðgerð á brúnni yfir Eldvatn hjá Ásum, sem skemmdist í Skaftárhlaupinu, er talin kosta tugi milljóna króna. 16. október 2015 20:45 Þessari brú er ætlað að standast stærstu Skaftárhlaup næstu aldir Tignarleg stálbogabrú verður reist yfir Eldvatn hjá Ásum, í stað þeirrar sem eyðilagðist í stærsta Skaftárhlaupi sögunnar, og vonar vegamálastjóri að sú nýja standist viðlíka hamfarahlaup næstu aldir. 22. janúar 2017 20:00 Hafa áhyggjur af staðsetningu nýs brúarstæðis yfir Eldvatn Brúin yfir Eldvatn hefur skemmst í Skaftárhlaupi nú og um tíma höfðu menn áhyggjur af því að hún stæðist ekki hlaupið. 6. ágúst 2018 22:47 Fordæma seinagang Vegagerðarinnar vegna nýrrar brúar yfir Eldvatn Þrjú ár eru liðin síðan brúin skemmdist í Skaftárhlaupi. 9. mars 2018 08:22 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira
Smíði nýrrar glæsibrúar yfir Eldvatn í Skaftárhreppi er núna á lokametrunum og vonast Vegagerðin til að hún verði opnuð umferð í október. Fjögur ár verða þá liðin frá því gamla brúin eyðilagðist í Skaftárhlaupi. Mannvirkin mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Menn segja að gamla brúin hangi ennþá uppi á lyginni og svo mikið er árbakkinn sprunginn í kringum hana að hann er beinlínis varasamur. Síðustu fjögur ár hefur rútum og vörubílum verið bannað að aka yfir brúna, þar hefur gilt fimm tonna hámarksþungi. En núna sjá menn loksins fram á að samgöngur við Skaftártungu komist í eðlilegt horf, - ný brú er risin. Nýja brúin er skammt neðan þeirrar gömlu. Í Skaftárhlaupinu fyrir fjórum árum var gljúfrið í beygjunni bakkafullt.Stöð 2/Þorsteinn Magnússon. Í frétt Stöðvar 2 var rifjað upp hvernig umhorfs var við nýja brúarstæðið fyrir fjórum árum þegar Skaftárhlaupið var í sínum mesta ham. Vegagerðarmenn vonast þó til að nýja brúin standi af sér slíka ógnarkrafta næstu aldir. Smíði hennar hófst haustið 2018 þegar undirstöður voru steyptar. Stálbogabrúin sjálf var smíðuð í Póllandi en flutt til Íslands í bútum og sett saman á staðnum. Síðan var hún dregin yfir ána. Steypuvinnu lauk fyrir síðustu helgi. Framundan er að mála brúna og ljúka vegagerð að henni. Nýir vegarkaflar verða um 900 metra langir.Stöð 2/Þorsteinn Magnússon. Verktakinn Munck annast brúarsmíðina en Framrás í Vík leggur vegina að henni. Heildarkostnaður er áætlaður um 600 milljónir króna, samkvæmt upplýsingum frá Einari Magnússyni hjá Vegagerðinni. Steypuvinnu lauk fyrir síðustu helgi og vegagerð á að vera lokið 1. nóvember en Einar segir líklegast að brúin verði opnuð í október. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Hlaup í Skaftá 2015 Samgöngur Skaftárhreppur Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Brúin verr farin og mögulega ónýt eftir átök Skaftárhlaups Bráðabirgðaviðgerð á brúnni yfir Eldvatn hjá Ásum, sem skemmdist í Skaftárhlaupinu, er talin kosta tugi milljóna króna. 16. október 2015 20:45 Þessari brú er ætlað að standast stærstu Skaftárhlaup næstu aldir Tignarleg stálbogabrú verður reist yfir Eldvatn hjá Ásum, í stað þeirrar sem eyðilagðist í stærsta Skaftárhlaupi sögunnar, og vonar vegamálastjóri að sú nýja standist viðlíka hamfarahlaup næstu aldir. 22. janúar 2017 20:00 Hafa áhyggjur af staðsetningu nýs brúarstæðis yfir Eldvatn Brúin yfir Eldvatn hefur skemmst í Skaftárhlaupi nú og um tíma höfðu menn áhyggjur af því að hún stæðist ekki hlaupið. 6. ágúst 2018 22:47 Fordæma seinagang Vegagerðarinnar vegna nýrrar brúar yfir Eldvatn Þrjú ár eru liðin síðan brúin skemmdist í Skaftárhlaupi. 9. mars 2018 08:22 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira
Brúin verr farin og mögulega ónýt eftir átök Skaftárhlaups Bráðabirgðaviðgerð á brúnni yfir Eldvatn hjá Ásum, sem skemmdist í Skaftárhlaupinu, er talin kosta tugi milljóna króna. 16. október 2015 20:45
Þessari brú er ætlað að standast stærstu Skaftárhlaup næstu aldir Tignarleg stálbogabrú verður reist yfir Eldvatn hjá Ásum, í stað þeirrar sem eyðilagðist í stærsta Skaftárhlaupi sögunnar, og vonar vegamálastjóri að sú nýja standist viðlíka hamfarahlaup næstu aldir. 22. janúar 2017 20:00
Hafa áhyggjur af staðsetningu nýs brúarstæðis yfir Eldvatn Brúin yfir Eldvatn hefur skemmst í Skaftárhlaupi nú og um tíma höfðu menn áhyggjur af því að hún stæðist ekki hlaupið. 6. ágúst 2018 22:47
Fordæma seinagang Vegagerðarinnar vegna nýrrar brúar yfir Eldvatn Þrjú ár eru liðin síðan brúin skemmdist í Skaftárhlaupi. 9. mars 2018 08:22