Gat ekki safnað styrkjum og veltir fyrir sér hvort um þöggun sé að ræða Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. ágúst 2019 08:46 Kristinn Sigurjónsson í dómsal í dag. vísir/vilhelm Kristinn Sigurjónsson, fyrrverandi lektor við Háskólann í Reykjavík, veltir fyrir sér hvort honum hafi vísvitandi verið gert ómögulegt að safna áheitum í Reykjavíkurmaraþoninu á laugardaginn. Kristinn skellti sér tíu kílómetra en ekki hefur verið hægt að heita á hann á heimasíðu hlaupsins þar sem hann birtist ekki á síðunni. Kristinn greinir frá ógöngum sínum á Facebook en hann ætlaði að hlaupa til styrktar Félagi um foreldrajafnrétti. Um 165 milljónir hafa safnast á síðunni Hlaupastyrkur.is en þar er ekki að finna nafn Kristins. „Ég vildi gjarnan halda áfram að styðja það félag sem Háskólinn í Reykjavík rak mig fyrir að styðja, þ.e.a.s Félag um Foreldrajafnrétti,“ segir Kristinn á Facebook-síðu sinni.Ekki hægt að heita á hann Eins og frægt er orðið var Kristni sagt upp störfum eftir að hafa látið þau orð falla í Facebook-hópnum Karlmennskan að konur eyðilegðu vinnustaðina því karlmenn eigi að „tala, hugsa og hegða sér eins og kerlingar, allt annað er áreiti“. Kristinn var afar ósáttur við uppsögnina og leitaði réttar síns fyrir dómstólum með Jón Steinar Gunnlaugsson sem lögmann sinn. Málið tapaðist í héraði en hann hefur áfrýjað því til Landsréttar. Kristinn segist hafa skráð sig í hlaupið klukkan 16:30 á fimmtudaginn. Þá hafi hann tekið fram að hann ætlaði að hlaupa fyrir Félag um foreldrajafnrétti. „Flagan var tékkuð þegar ég fór og kom þá upp mitt nafn. Nafnið mitt kemur svo aldrei upp þegar ég gái að því. Ég fékk sent sms um tímann frá þeim sem var 1:39:28. Ég var númer 9520, þrátt fyrir allt þetta þá er ég ekki skráður sem hlaupari og ekki hægt að heita á mig.“ Hann hafi sent tvo tölvupósta á skipuleggjendur vegna þessara vandræða. Þeim fyrri hafi verði svarað og viðkomandi starfsmaður borið fyrir sig álagi. Þeim seinni hafi ekki verið svarað.Konan ánægð „Ég velti því fyrir mér hvort þetta sé þöggun eins og málefnið hefur illilega rekist á, það má ekki ræða tálmanir og foreldrafyrringu.“ Kristinn tekur fram að hlaupið, eða gangan í hans tilfelli, hafi verið mjög skemmtileg. Hann hvetur alla til að hlaupa fyrir góð málefni. „...eins og gegn Foreldrafyrringu (og tálmunum) sem ekki má ræða í fjölmiðlum,“ segir Kristinn. Hann bætir við á léttari nótum að kona hans hafi verið ánægð með að hann gæti ekki lengur hlaupið á eftir stelpum. Það sjáist á tíma hans, en Kristinn var tæpar 100 mínútur með kílómetrana tíu.Uppfært klukkan 10:55Anna Lilja Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi ÍBR, segir að innsláttarvilla hafi orsakað það að síða Kristins birtist ekki. Hann hafi verið beðinn afsökunar og áheitasíðan sé nú komin í loftið. Nánar hér. Menningarnótt Reykjavík Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara algjörlega galið“ Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Sjá meira
Kristinn Sigurjónsson, fyrrverandi lektor við Háskólann í Reykjavík, veltir fyrir sér hvort honum hafi vísvitandi verið gert ómögulegt að safna áheitum í Reykjavíkurmaraþoninu á laugardaginn. Kristinn skellti sér tíu kílómetra en ekki hefur verið hægt að heita á hann á heimasíðu hlaupsins þar sem hann birtist ekki á síðunni. Kristinn greinir frá ógöngum sínum á Facebook en hann ætlaði að hlaupa til styrktar Félagi um foreldrajafnrétti. Um 165 milljónir hafa safnast á síðunni Hlaupastyrkur.is en þar er ekki að finna nafn Kristins. „Ég vildi gjarnan halda áfram að styðja það félag sem Háskólinn í Reykjavík rak mig fyrir að styðja, þ.e.a.s Félag um Foreldrajafnrétti,“ segir Kristinn á Facebook-síðu sinni.Ekki hægt að heita á hann Eins og frægt er orðið var Kristni sagt upp störfum eftir að hafa látið þau orð falla í Facebook-hópnum Karlmennskan að konur eyðilegðu vinnustaðina því karlmenn eigi að „tala, hugsa og hegða sér eins og kerlingar, allt annað er áreiti“. Kristinn var afar ósáttur við uppsögnina og leitaði réttar síns fyrir dómstólum með Jón Steinar Gunnlaugsson sem lögmann sinn. Málið tapaðist í héraði en hann hefur áfrýjað því til Landsréttar. Kristinn segist hafa skráð sig í hlaupið klukkan 16:30 á fimmtudaginn. Þá hafi hann tekið fram að hann ætlaði að hlaupa fyrir Félag um foreldrajafnrétti. „Flagan var tékkuð þegar ég fór og kom þá upp mitt nafn. Nafnið mitt kemur svo aldrei upp þegar ég gái að því. Ég fékk sent sms um tímann frá þeim sem var 1:39:28. Ég var númer 9520, þrátt fyrir allt þetta þá er ég ekki skráður sem hlaupari og ekki hægt að heita á mig.“ Hann hafi sent tvo tölvupósta á skipuleggjendur vegna þessara vandræða. Þeim fyrri hafi verði svarað og viðkomandi starfsmaður borið fyrir sig álagi. Þeim seinni hafi ekki verið svarað.Konan ánægð „Ég velti því fyrir mér hvort þetta sé þöggun eins og málefnið hefur illilega rekist á, það má ekki ræða tálmanir og foreldrafyrringu.“ Kristinn tekur fram að hlaupið, eða gangan í hans tilfelli, hafi verið mjög skemmtileg. Hann hvetur alla til að hlaupa fyrir góð málefni. „...eins og gegn Foreldrafyrringu (og tálmunum) sem ekki má ræða í fjölmiðlum,“ segir Kristinn. Hann bætir við á léttari nótum að kona hans hafi verið ánægð með að hann gæti ekki lengur hlaupið á eftir stelpum. Það sjáist á tíma hans, en Kristinn var tæpar 100 mínútur með kílómetrana tíu.Uppfært klukkan 10:55Anna Lilja Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi ÍBR, segir að innsláttarvilla hafi orsakað það að síða Kristins birtist ekki. Hann hafi verið beðinn afsökunar og áheitasíðan sé nú komin í loftið. Nánar hér.
Menningarnótt Reykjavík Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara algjörlega galið“ Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Sjá meira