Erlent

Kona skotin til bana í miðborg Malmö: „Þetta var aftaka“

Birgir Olgeirsson skrifar
Konan var á gangi ásamt manni og barni þegar annar maður birtist óvænt og skaut hana í höfuðið.
Konan var á gangi ásamt manni og barni þegar annar maður birtist óvænt og skaut hana í höfuðið. Vísir/Getty
Fjöldi varð vitni að því þegar kona var skotin til bana í miðborg Malmö í Svíþjóð í morgun.  Vitni lýstu því hvernig karlmaður gekk upp að konunni og skaut hana í höfuðið en með konunni í för voru barn hennar og barnsfaðir.

„Þetta var aftaka,“ sagði sjónarvottur við sænska dagblaðið Aftonbladet en hann sagðist hafa séð svartklæddan mann flýja af vettvangi. 

Samkvæmt upplýsingum Aftonbladet var konan, sem er sögð hafa verið um þrítug að aldri, á gangi ásamt barni og barnsföður þegar gerandinn birtist óvænt og skaut hana í höfuðið. Vitni segja að um tíu skotum hafi verið hleypt af.

Barnið er sagt hafa fallið í jörðina en slapp með skrámur. Barnsfaðirinn slapp einnig ómeiddur en hann fór með barnið á sjúkrahús.

Um fjörutíu mínútum eftir árásina fékk lögreglan tilkynningu um eld í bíl í Lorensborg en Aftonbladet fullyrðir að sú tilkynning tengist morðinu á konunni.

Er gerandans enn leitað.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×