Aftakan í Malmö: Kanna hvort morðið tengist vitnisburði konunnar í morðmáli eða afbrotasögu barnsföður hennar Birgir Olgeirsson skrifar 26. ágúst 2019 15:51 Konan var á gangi í miðborg Malmö ásamt barni sínu og barnsföður þegar dökkklæddur maður birtist óvænt og skaut hana í höfuðið. Vísir/Getty Lögreglan í Malmö er sögð með tvo anga til rannsóknar vegna morðsins á konu um þrítugt í sænsku borginni fyrr í dag. Annars vegar sé til rannsóknar hvort að morðið hafi einhverjar tengingar við barnsföður konunnar sem er sagður eiga sér afbrotasögu. Hins vegar rannsaki lögreglan hvort morðið hafi eitthvað með vitnisburð að gera sem hún gaf í þekktu morðmáli í Malmö.Greint er frá þessu á vef sænska dagblaðsins Aftonbladet. Konan var á gangi í miðborg Malmö ásamt barni sínu og barnsföður þegar dökkklæddur maður birtist óvænt og skaut hana í höfuðið. Þetta gerðist um klukkan tíu að morgni að staðartíma í Malmö. Aftonbladet segist hafa fengið fyrst um sinn upplýsingar þess efnis að tilræðismaðurinn hafi ætlað sér að drepa barnsföður konunnar, en konan orðið fyrir skotinu. Eftir frekari eftirgrennslan dagblaðsins þykir ljóst að konan hafi verið skotmark ódæðismannsins. „Það er ljóst að hún var skotmarkið,“ hefur Aftonbladet eftir heimildarmanni sínum. Aftonbladet segir árásarmanninn hafa gengið beint upp að konunni og skotið hana í höfuðið. Sjónarvottar hafa lýst þessu voðaverki sem hreinni aftöku. Sögðust vitni hafa heyrt nokkra skothvelli, allt upp í tíu talsins. Í frétt Aftonbladet segir að barnsfaðir konunnar hafi afplánað fangelsisdóm fyrir rán fyrir tíu árum síðar. Þá segir einnig í sömu frétt að konan hafi borið vitni fyrir um ári síðan þegar réttað var í morðmáli sem fór hátt. Aftonbladet segir fjölda hafa verið hótað eftir þessi réttarhöld. Vitnisburður konunnar er þó ekki sagður hafa verið veigamikill, en lögreglan rannsaki engu að síður hvort það tengist þessu morði. Sá sem skaut konuna til bana er sagður hafa flúið af vettvangi á Mercedez-bifreið sem fannst í ljósum logum um fjörutíu mínútum síðar í Lorensborg. Barn konunnar er sagt hafa fallið til jarðar þegar móðirin var skotin til bana. Það hlaut ekki alvarlega áverka og slapp barnsfaðirinn einnig ómeiddur en hann er sagður hafa farið með barnið á neyðarmóttöku. Lögreglan hefur enn ekki fundið þann sem ber ábyrgð á morðinu. Morðið á Karolin Hakim í Malmö Svíþjóð Tengdar fréttir Kona skotin til bana í miðborg Malmö: „Þetta var aftaka“ Konan var á gangi ásamt manni og barni þegar annar maður birtist óvænt og skaut hana í höfuðið. 26. ágúst 2019 13:35 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Erlent Fleiri fréttir Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Sjá meira
Lögreglan í Malmö er sögð með tvo anga til rannsóknar vegna morðsins á konu um þrítugt í sænsku borginni fyrr í dag. Annars vegar sé til rannsóknar hvort að morðið hafi einhverjar tengingar við barnsföður konunnar sem er sagður eiga sér afbrotasögu. Hins vegar rannsaki lögreglan hvort morðið hafi eitthvað með vitnisburð að gera sem hún gaf í þekktu morðmáli í Malmö.Greint er frá þessu á vef sænska dagblaðsins Aftonbladet. Konan var á gangi í miðborg Malmö ásamt barni sínu og barnsföður þegar dökkklæddur maður birtist óvænt og skaut hana í höfuðið. Þetta gerðist um klukkan tíu að morgni að staðartíma í Malmö. Aftonbladet segist hafa fengið fyrst um sinn upplýsingar þess efnis að tilræðismaðurinn hafi ætlað sér að drepa barnsföður konunnar, en konan orðið fyrir skotinu. Eftir frekari eftirgrennslan dagblaðsins þykir ljóst að konan hafi verið skotmark ódæðismannsins. „Það er ljóst að hún var skotmarkið,“ hefur Aftonbladet eftir heimildarmanni sínum. Aftonbladet segir árásarmanninn hafa gengið beint upp að konunni og skotið hana í höfuðið. Sjónarvottar hafa lýst þessu voðaverki sem hreinni aftöku. Sögðust vitni hafa heyrt nokkra skothvelli, allt upp í tíu talsins. Í frétt Aftonbladet segir að barnsfaðir konunnar hafi afplánað fangelsisdóm fyrir rán fyrir tíu árum síðar. Þá segir einnig í sömu frétt að konan hafi borið vitni fyrir um ári síðan þegar réttað var í morðmáli sem fór hátt. Aftonbladet segir fjölda hafa verið hótað eftir þessi réttarhöld. Vitnisburður konunnar er þó ekki sagður hafa verið veigamikill, en lögreglan rannsaki engu að síður hvort það tengist þessu morði. Sá sem skaut konuna til bana er sagður hafa flúið af vettvangi á Mercedez-bifreið sem fannst í ljósum logum um fjörutíu mínútum síðar í Lorensborg. Barn konunnar er sagt hafa fallið til jarðar þegar móðirin var skotin til bana. Það hlaut ekki alvarlega áverka og slapp barnsfaðirinn einnig ómeiddur en hann er sagður hafa farið með barnið á neyðarmóttöku. Lögreglan hefur enn ekki fundið þann sem ber ábyrgð á morðinu.
Morðið á Karolin Hakim í Malmö Svíþjóð Tengdar fréttir Kona skotin til bana í miðborg Malmö: „Þetta var aftaka“ Konan var á gangi ásamt manni og barni þegar annar maður birtist óvænt og skaut hana í höfuðið. 26. ágúst 2019 13:35 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Erlent Fleiri fréttir Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Sjá meira
Kona skotin til bana í miðborg Malmö: „Þetta var aftaka“ Konan var á gangi ásamt manni og barni þegar annar maður birtist óvænt og skaut hana í höfuðið. 26. ágúst 2019 13:35