Fleira matur en feitt kjöt? Davíð Þorláksson skrifar 28. ágúst 2019 09:00 Rætt hefur verið um að minnka, eða jafnvel banna, notkun dýraafurða í mötuneytum borgarinnar. Nú vinn ég ekki hjá borginni og á ekki börn í skóla, og það er ólíklegt að það sé að fara að breytast á næstunni, þannig að þetta kemur mér ekki beint við. En, sem áhugamaður um matvælaframleiðslu langar mig þó að velta upp nokkrum sjónarmiðum. Meginmarkmið ætti að vera að bjóða upp á hollan, fjölbreyttan og góðan mat. Einnig þarf að huga að umhverfisáhrifum framleiðslu og flutnings og velferð og aðbúnaði dýra. Við eigum matvælaframleiðslu þar sem vel er hugsað um dýr og til dæmis sýklalyf eru ekki notuð í miklum mæli. Það er erfitt að ímynda sér betra líf fyrir dýr í matvælaframleiðslu en íslenska lambið sem fær að ganga um fjöll stærstan hluta ævi sinnar. Það er heldur ekki svo að vegan sé alltaf hollara eða betra en dýraafurðir. Það er ekkert óhollt við það að neyta eggja og óunnins kjöts og fisks. Það er heldur ekki svo að kolefnisspor allra dýraafurða sé dýpra en alls grænmetis og ávaxta. Til dæmis er ein kaloría af eldislaxi með 1,5 g kolefnisspor en tómatur með 14. Lykilatriði hlýtur að vera að upplýsa fólk um uppruna og umhverfisáhrif matar og bjóða því svo upp á val. Á meðan langflest heimili í landinu neyta dýraafurða þá eru öfgar eins og að banna þær eða takmarka í stórum stíl ólíklegir til árangurs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Þorláksson Mest lesið Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Sjá meira
Rætt hefur verið um að minnka, eða jafnvel banna, notkun dýraafurða í mötuneytum borgarinnar. Nú vinn ég ekki hjá borginni og á ekki börn í skóla, og það er ólíklegt að það sé að fara að breytast á næstunni, þannig að þetta kemur mér ekki beint við. En, sem áhugamaður um matvælaframleiðslu langar mig þó að velta upp nokkrum sjónarmiðum. Meginmarkmið ætti að vera að bjóða upp á hollan, fjölbreyttan og góðan mat. Einnig þarf að huga að umhverfisáhrifum framleiðslu og flutnings og velferð og aðbúnaði dýra. Við eigum matvælaframleiðslu þar sem vel er hugsað um dýr og til dæmis sýklalyf eru ekki notuð í miklum mæli. Það er erfitt að ímynda sér betra líf fyrir dýr í matvælaframleiðslu en íslenska lambið sem fær að ganga um fjöll stærstan hluta ævi sinnar. Það er heldur ekki svo að vegan sé alltaf hollara eða betra en dýraafurðir. Það er ekkert óhollt við það að neyta eggja og óunnins kjöts og fisks. Það er heldur ekki svo að kolefnisspor allra dýraafurða sé dýpra en alls grænmetis og ávaxta. Til dæmis er ein kaloría af eldislaxi með 1,5 g kolefnisspor en tómatur með 14. Lykilatriði hlýtur að vera að upplýsa fólk um uppruna og umhverfisáhrif matar og bjóða því svo upp á val. Á meðan langflest heimili í landinu neyta dýraafurða þá eru öfgar eins og að banna þær eða takmarka í stórum stíl ólíklegir til árangurs.
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar