Erlent

Kona skotin til bana í Stokkhólmi

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Getty
Sænsk kona lést af sárum sínum núna klukkan rétt rúmlega sjö að staðartíma í morgun eftir að hafa orðið fyrir byssuskoti í hverfinum Vällingby í norðvesturhluta Stokkhólms í nótt.

Rannsókn lögreglu stendur enn yfir á vettvangi, þar sem konan fannst í blóði sínu, auk skothylkja en vitni lýsa því í samtali við sænska fjölmiðla að fjöldi skota hafa veirð hleypt af í gegnum rúðu fjölbýlishúss. Lögreglan er sögð leita tveggja grímuklæddra manna sem flúðu af vettvangi á skutbíl.

Ekki eru nema tveir dagar síðan að önnur kona var skotin til bana í Svíþjóð, nánar tiltekið í borginni Malmö, en morðið á henni hefur vakið mikla athygli, ekki síst fyrir þær sakir að því hefur verið lýst sem aftöku.


Tengdar fréttir

Morðvopnið líklega fundið en morðinginn ekki

Maðurinn sem er í haldi sænsku lögreglunnar í tengslum við rannsókn á morði þrítugu konunnar, sem skotin var til bana í Malmö í gær, er grunaður um aðild að verknaðinum auk þess að hafa gerist brotlegur við það sem lögregla kallar gróft brot á vopnalögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×